Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 46
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR
PÁLL S. PÁLSSON:
MINNINGAR FRÁ
ÍSLANDSFERÐINNI 1954
Brot úr bókinni:
„Svo kemur hin mikla stund. Þú stígur á
íslenska fold, íslenska mold. Þeim tilfinn-
ingum sem þá grípa hugann reyni ég ekki
að lýsa, þær tilfinningar eru séreign hvers
einstaklings sem á því láni að fagna að
heimsækja ættjörðina eftir að hafa verið
fjarvistum til margar ára.Og nú byrjar
nýtt líf. Reykjavík blasir við sjónum
manns. Þetta er þá borgin, sem maður
hefir svo oft heyrt nefnda á svo margvís-
legan hátt. Borgin, sem manni var einu
sinni sagt að ætti marga milljónera, sem
spryttu upp eins og gorkúlur á einni nóttu,
menn sem beri með sér dýrindis
göngustafi, klæðist lafafrökkum og rönd-
óttum búxum og hafi á höfði sér hágljá-
andi silkihatta og veifi snjóhvítum silki-
hönskum í vinstri hendi en líti aldrei á eða
tali við almúgafólk, jafnvel helst enga
nema sjálfa sig...
Rit nr. 5091____Heb-verð kr. 100
GERALD DURRELL:
FÓLKIÐ MITT OG
FLEIRI DÝR
Þetta er bók fyrir unga og aldna, ekki síst
þá, sem hafa ánægju af dýrum og undrum
náttúrunnar. Hún fjallar um dvöl höfundar-
ins og fjölskyldu hans á Korfu þegar hann
var drengur, en þar gerðust margir spaugi-
legir atburðir, ekki síst vegna ástríðu hans
að safna að sér alls konar dýrum. Tæp-
lega tvítugur gerðist hann starfsmaður í
dýragarði og ekki leið á löngu þar til hann
skipulagði ferðir til fjarlægra heimshluta til
að safna dýrum fyrir dýragarða og kvik-
mynda lifnaðarhætti þeirra.
Bók nr. 5092 Heb-verð kr. 400
VIKTORIA FYODOROVA
OG HASKEL FRANKEL:
DÓTTIR
FLOTAFORINGJANS
Sönn saga um ástir rússneskrar leikkonu
og amerísks sjóliðsforingja og leit dóttur
þeirra að föðurnum, sem hún hafði aldrei
séð. Þegar hin unga, rússneska leikkona
fann hinn ameríska föður sinn, sem hún
hafði aldrei kynnst, líktist það helst far-
sælum lokum ævintýris, enda var sagt frá
því í blöðum um heim allan, en að baki
þessu lá löng, flókin og á marga lund
raunaleg saga.
Bók nr. 5093 Heb-verð kr. 300
KANDBÓKSKJAUœORGAR
^AÍHEIMAHÚSUMOGBtóMASKAU^.
Sutherland
RÆKTUNOCMEÐFERÐ
David Squire
LEIÐBEININGAR UM
Alhliða leiðarvísir umvajjkaup «g umönnun
á stofuplöntum
Bókin er alhliða leiðarvísir um val
og kaup á stöfuplöntum og
umönnun þeirra. Spennandi
upplýsingar og leiðbeiningar um
fjölgun plantna. Kaflar um
vatnsræktun, gróðurker, dvergtré
og kryddjurtir. Sagt frá vinsælustu
tegundunum og afbrigðum í máli
og myndum. Fjallað er um
meindýr og sjúkdóma stofuplantna
og meðferð þeirra. Bókin er
glæsileg í útliti, hundruð litmynda
fylgja frásögn og skýringum.
Hundruð litmynda með ítarlegum lýsingum
46
Bókaskrá