Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 4
ÖRNÓLFUR ÁRNASON:
JÁRNKARLINN.
MATTHÍAS BJARNASON
RÆÐIR LÍF SITT
Matthías Bjarnason er harður sem „Járn-
karlinn” þegar hann telur það nauðsyn-
legt, en hann er mildur og gamansamur
þegar það á við. Hann er mikilvirkasti
málsvari fólksins í hinum dreifðu byggð-
um landsins til sjávar og sveita. Hann hef-
ur verið í eldlínu íslenskra stjórnmála í
fimmtíu ár og það hefur blásið um hann
allan tímann. Hann lætur skoðanir sínar
ekki síður í Ijós innan Sjálfstæðisflokksins
en utan og er einn höfuðandstæðingur
frjálshyggjunnar. Matthías Bjarnason hef-
ur gegnt ráðherrastöðu og var m.a. sjáv-
arútvegsráðherra í þorskastríðinu. Hann
er frægur fyrir gamansemi og hispursleysi
og segir frá uppvexti sínum á ísafirði og
stjórnmálastappi á heimaslóðum í samtöl-
um við Örnólf Árnason, höfund bókarinn-
ar ,,Á slóð kolkrabbans.”
Bók nr. 1 Heb-verð kr. 2970
BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR:
ÖRLAGADANSINN
í þessari magnþrungnu spennusögu, sem
gerist í Reykjavík, fáum við að kynnast ís-
lensku glæpafélagi, sem lögreglan stend-
ur ráðþrota frammi fyrir. Eiturlyf streyma
til landsins og morð eru framin án þess
að hægt sé að rekja eitt eða neitt. „Örn-
inn,” forsprakkinn, er harðsvíraður náungi
sem vílar ekkert fyrir sér. Hann er út-
smoginn og tekst að villa á sér heimildir.
Örlagadansinn er ellefta skáldsaga
Birgittu sem unnið hefur sértraustan sess
sem spennubókahöfundur.
Bók nr. 2 Heb-verð kr. 1695
AGATHA CHRISTIE:
SUNNUDAGSMORÐ
Hercule Poirot líkaði ekki að fá fordrykkinn
utanhúss á köldum haustdegi. Því síður
líkaði honum sú leiksýning sem fram fór á
laugarbarminum, þar sem ungur maður lá
við endann á sundlauginni í leikrænum
stellingum og miðaldra kona hélt á marg-
hleypu og rauðir málningardropar lituðu
vatnið. Þetta var ekki afþreying fyrir há-
degismatinn á enska sveitasetrinu, þetta
var ekki leikþáttur, þetta var alvara. Poirot
var að horfa á mann sem var dauður, eða
að minnsta kosti að deyja...
Bók nr. 3__HEb-verð kr. 1695
DEAN KOONTZ
DEAN KOONTZ:
DREKATÁR
Gesturinn þreif í beltið á stúlkunni, rykkti
henni til sín og náði góðu taki á blússunni.
Árásin var svo óvænt og skyndileg og
hreyfingarnar svo eldsnöggar að hún var
komin á loft áður en hún gat byrjað að
öskra. Rétt eins og hún væri fis, kastaði
hann henni á gestina við eitt af borðunum.
„Helvítið á honum!” Conny spyrnti sér upp
frá borðinu, stakk hendinni undir jakkann
og sótti skammbyssuna úr slíðri við mjó-
bakið. Þetta er örlítið brot úr hinum spenn-
andi söguþræði bókarinnar DREKATÁR.
Sagan DREKATÁR heldur lesandanum
föngnum í spennu og hraða allt til enda.
Bóknr.4 Heb-verð kr. 1695
AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR
FRÁ GARÐI:
MEÐAL GRÍMSEYINGA-
SKIN OG SKÚRIR VIÐ
YSTA HAF
Aðalheiður Karlsdóttir hefur skrifað all-
margar bækur. Hún sendir nú frá sér bók
þar sem segir frá dvöl hennar meðal
Grímseyinga frá 1937 og fram undir miðja
öldina. Hún segirfrá reynslu úrsínu eigin
lífi, frá samferðafólki og atburðum sem
gerðust í Grímsey, bæði áður en hún
kom þangað og á meðan hún dvaldist
þar. Efni bókarinnar er gott framlag til
sögu þessar lands þar sem sagt er frá lífi
almúgafólks sem bjó oft við þröngar að-
stæður en þraukaði samt.
Bók nr. 5 Heb-verð kr. 2545
Bókaskrá