Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 23

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 23
GUÐMUNDUR FRIMANN: ÞANNIG ER ÉG VILJIRÐU VITA ÞAÐ „...þegar ég neitaði öllum játningum gerði Mundi Björns sig líklegan til að fremja þennan voðaverknað, tók mig fangbrögð- um og dró mig að einni beljunni. En heið- ur minn var í húfi. Hefði nafna mínum frá Veðramóti tekist þessi ómannúðlega að- för í Skarðsfjósinu hefði það sennilega verið í fyrsta og eina skipti sem upprenn- andi skáld á íslandi var hengt í kýrhala." Bók nr. 3001 HEB-verð kr. 600 ÓLAFUR JÓNSSON: STRIPL í PARADÍS Það hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit að smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf lesa eins og eina þeirra upp á mannamótum, kannski á slægjuhátið í sveit, kannski á Austfirð- ingamóti í norðlenskum bæ. Bók nr. 3002 HEB-verð kr. 300 BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR: DÆTUR REGNBOGANS Birgitta er orðin þekkt meðal íslenskra lesenda fyrir spennubækur sínar. í þess- ari bók þar sem hjátrú og hindurvitni ráða ríkjum, er lesandanum boðið í ferð til for- tíðar. Sagan er hlaðin spennu, dulúð og rómantík. Hún lýsir á berorðan hátt marg- háttuðum tilfinningum sögupersónanna og heldur lesandanum föngnum. Bóknr.3003 HEB-verð kr. 1690 ÞRAINN BERTELSSON: SIGLA HIMINFLEY Sigla himinfley er skáldsaga sem gerist í Vestmannaeyjum. Viðhorf gamalla og nýrra tíma takast á. Undiralda sögunnar skolar á land gömlum, óútkljáðum málum 1 sem ekki verður lengur umflúið að leiða til lykta. Samkvæmt sígildri, íslenskri frásgn- arhefð er sögumaður nafnlaus, ferðast um að tjaldabaki og bregður upp myndum af fólki og atburðum sem eiga sér fyrir- myndir í íslensku þjóðlífi í þúsund ár. Þetta skáldverk Þráins Bertelssonar er í senn uppgjör og sáttargjörð persóna og kynslóða, listilegur skáldskapur, en um- fram allt skemmtileg lesning. Bók nr. 3004 HEB-verð kr. 2455 ÞORSTEINN STEFÁNSSON: FRAMTÍÐIN GULLNA Þessi íslenska skáldsaga á sér nokkuð óvenjulegan feril. Höfundurinn, Þorsteinn Stefánsson, hefur verið búsettur í Dan- mörku um langt árabil og þar kom bókin fyrst út. Hlaut hún hinar bestu viðtökur og höfundurinn var heiðraður með H.C. And- ersen bókmenntaverðlaununum. Næst ' var bókin gefin út í Englandi af hinu heimskunna bókaforlagi Oxford Uni- versity Þress og hlaut ágæta dóma. Það er því fyllilega tímabært að íslenskir les- endur fái að kynnast þessari ágætu skáldsögu á móðurmáli höfundar. 236 bls. Bók 3005 HEB-verð kr. 250 SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR: HÆTTULEGT HLUTVERK Soffía Jóhannesdóttir sendi frá sér sína fyrstu bók, „Örlagarík ákvörðun," fyrir nokkru. Bókin fékk góðar viðtökur hjá les- endum og varð það hvatning til hins nýja höfundar um að halda áfram á sömu braut. Þessi bók er spennandi og bráð- skemmtileg aflestrar. Bók nr. 3006 HEB-verð 400 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: ÁTTUNDA FÓRNARLAMBIÐ I Sagan gerist í Reykjavík og á Vestur- landi. Eins og í fyrri bókum Birgittu blómstrar ástin hjá sögupersónum þess- arar bókar, en það er ekki friðsamlegt | eða átakalaust í kringum þá ástarelda. Hvað eftir annað er lífsdansinn háður á ystu nöf hins mögulega, þarsem enginn fær séð hvort fram undan er líf eða dauði. Atburðarásin er hröð og hugmyndaflug höfundar með ólíkindum. Bók nr. 3007 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: DAGAR HEFNDARINNAR Birgitta Halldórsdóttir hefur þegar unnið sér sess á íslenskum bókamarkaði. Þetta er sjötta bók hennar. Áður eru út komnar: Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín Helga, í greipum elds og ótta og Áttunda fórnarlambið. Birgitta er viðurkennd sem einn helsti spennubókahöfundur landsins. 174 bls. Bók nr. 3008 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: SEKUR FLÝR ÞÓ ENGINN ELTI Birgitta H. Halldórsdóttir er tvímælalaust einn fremsti spennusagnahöfundur lands- ins og sendir hér frá sér sjöundu bók sína. Hvers vegna er Bragi kominn að i Sjávarbakka, nýsloppinn af Hrauninu, eft- ! ir að hafa setið inni fyrir morð? Hver er þessi Viðar með marglitu augun sem j Stella á svo erfitt með að standast? { Stöðug spenna þar til yfir lýkur, því sekur I flýrþó enginn elti. Bók nr. 3009 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: MYRKRAVERKí MIÐBÆNUM „Ég er hrædd og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Það hafa verið framin tvö morð með ( stuttu millibili hér í Reykjavík. Morð, sem | allir telja að séu skýranleg dauðsföll. Hið { fyrra var haldið að væri sjálfsvíg en það síðara slys. Ég er hrædd því að ég veit að morðinginn gengur laus og hefur næsta fórnarlamb í sigtinu. Ég óttast að j áður en yfir lýkur komi röðin að mér...“ Bóknr.3010 HEB-verð kr. 675 Bókaskrá 23

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.