Heima er bezt - 01.01.1995, Qupperneq 10
Ur ættfræðinni
Foreldrar Guðfinnu og systkini
Foreldrar mínir eignuðust 16 böm. Eitt þeirra dó í
æsku, öll hin ólust upp í foreldrahúsum og komust til
fullorðinsára. Ég er áttunda í röðinni, segir Guðfinna.
Systir mín Ólöf er ári eldri en ég, fædd 19. júlí 1921.
Við Ólöf vorum mjög samrýmdar. Sváfum saman í
rúmi, enda var oft þröngt á þingi á þessum árum í Syðri-
Vallar baðstofunni. Ég var fermd í Gaulverjabæjarkirkju
árið 1936. Við vorum fjórar fermingarsysturnar. Þrjár
okkar eru enn á lífi. Fermingarstrákarnir voru nokkru
fleiri. Séra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni fermdi okkur.
Ég ólst upp við venjubundinn búskap eins og þá tíðk-
aðist víðast hvar í sveitum landsins á árunum milli 1930-
40. Tún og engjar voru víðast hvar slegin og unnin með
frumstæðum tækjum og heyið bundið í bagga og flutt
heim á hestum. Langt var að flytja heyið heim af engjun-
um á Syðra-Velli og oftast 10 hestar í lest.
Ég var fjóra vetur við nám í bamaskóla og unglingsárin
líðu heima. Svo fór ég að fara að heiman, fór m.a. til
Vestmannaeyja. Þar var elsti bróðir minn, Sigursteinn,
búsettur með konu sinni, Guðrúnu Gissurardóttur.
I Vestmannaeyjum vann ég hjá Ingibjörgu Tómasdóttur
kaupkonu. Hún var þar með smávöruverslun og var mér
góður vinnuveitandi.
Þar í Vestmannaeyjum kynntist ég manninum mínum,
Oddgeiri Guðjónssyni frá Tungu í Fljótshlíð. Hann var
þar á vertíð á Tanganum hjá Gunnari Ólafssyni, útgerðar-
manni.
Ég fór að búa í Tungu 1942. Oddgeir var eini sonurinn
á bænum og hann langaði að búa þar. Ég var ekki mikið
fyrir búskap í sveit en sló þó til og það gekk bara vel.
Vélamar komu til hjálpar á þessum fyrstu búskaparárum
okkar og börnin fæddust, dóttir 1945 og sonur 1951. Ég
var þá orðin föst í sessi og vildi ala börnin mín upp í
sveitinni.
Tengdafaðir minn, Guðjón Jónsson, dó árið 1952 en
tengamóðir mín, Ingilaug Teitsdóttir, lifði þar til hún varð
105 ára og dvaldi hún síðustu æviárin við góðan aðbúnað
í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Hún andaðist 26. júlí
1989.
Willysjeppa eignuðumst við árið 1946. Eftir Heklugos-
ið mikla árið 1947 var bændafólki í Fljótshlíð mikill
vandi á höndum. Svartur Hekluvikurinn lá yfir landinu er
vorið gekk í garð. Nú voru góð ráð dýr. Menn vissu að
annaðhvort var að duga eða drepast!
6 Heima er best