Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 17

Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 17
Irá upphafi hafa íslcnd- ingar verið forvitnir um framtíðina. Það hafa ávallt verið til einstaklingar sem séð hafa inn í ókomna tíð og eftir þeirra orðum hefur almenningur beð- ið við hver áramót. Til þess að halda þcssum forna sið sncri Heima er bezt sér til liins margreynda miðils, Þórunnar Maggýjar Guðmundsdóttur, og fór þess á leit við hana að hún skyggndist eitt- hvað inn á nýja árið og næstu líð fyrir lesendur okkar. Þórunn Maggý tók erindi okkar vel og kvaðst tilbúin að reyna hvað hún gæti. „En þar sem ég hefi aldrei reynt við þennan þátt í samskiptum mín- um við liuldar væltir veit ég ekkert um hvernig til tekst en vona bara að allt gangi vel og ykkur sem þetta kunna að lesa bið ég þess að þið takið viljann fyrir verkið,“ segir hún. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að kynna miðilinn Þórunni Maggý, svo margir hafa notið hennar hæfileika í gegnum árin. Fyrir lesendur er rétt að minna á viðtal við hana Horft til framtiðar Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, miðill, skyggnist á bak við tjöld komandi árs og segir frá þeim straumum sem henni þykir líklegt að muni liggja um það. Skráð af Ingvari Bjömssyni sem birtist í októberhefti Heima er bezt 1992. Spjallið sem hér fer á eftir var ritað upp eftir samtali við Þórunni föstudaginn 6. janúar 1995 og við þann tíma miðast allar lýsingar sem hér koma fram. Svör Maggýjar eru að mestu leyti byggð á spurningalista sem hún hafði fengið í hendur frá okkur. Þó að þessi spá sé að mestu og fyrst og fremst fyrir árið 1995, má segja að hún nái að mörgu leyti allt til ársins 2002, því að margt sem byrjar í ár nær ekki endanlegum árangri fyrr. Landbúnaður Eg ætla að byrja þessa umræðu á stöðu íslensk landbúnaðar á nýja árinu og næstu framtíð hans. Hvers vegna ég byrja hér veit ég ekki gerla, því ég hef lítil tengsl haft við þennan undirstöðuatvinnu- veg okkar enda alin upp við sjó og borgarlíf. Um langan tíma hef ég skynjað miklar breytingar í nánd á rekstrarformi hins hefðbundna landbún- aðar hér. Þessi skynjun er ekki ný, hún er búin að fylgja mér allt nýliðið ár og gerir það enn. A ferðalögum mínum Heima er best 13

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.