Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 23

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 23
við hverasvæðið og hefur það verið notað sem hesthús, en var notað áður fyrr af Arnesingum sem sæluhús. I gamla ferðafélagshúsinu gista gangnamenn þegar þeir eru að Ieita afréttina í kring. Ég þekki marga gangnamenn á Auðkúluheiði sem þarna hafa áð og öllum ber saman um að Hveravellir séu friðsæll og ævintýralegur staður. Margar minn- ingar eru frá Hveravöllum og margt skemmtilegt hefur gerst þar. Sjálf kynntist ég Hveravöllum í gegnum föður minn, Halldór Ey- þórsson, sem var vörður þar nokkur sumur ásamt Einari Gíslasyni frá Kjarnholtum, en þeir unnu við vörslu fyrir sauðfjárveikivarnir. Þessi varsla er enn viðhöfð. Faðir minn á margar skemmtilegar minn- ingar frá dvölinni á Hveravöllum. Þar kynntist liann mörgu góðu fólki sem átti leið um. Þeir félagarnir Halldór og Einar nýttu sér auðlindir staðarins, létu þreytuna renna úr sér í lauginni góðu og suðu mat í hverun- um. Fyrst þegar þeim félögum datt í hug að nýta hver til suðu, settu þeir lambakjöt í grisjupoka og stungu í bullandi hver. Eftir langa mæðu þeg- ar þeir félagar voru orðnir svangir fóru þeir að vitja matarins en þá var ekkert eftir í pokanum nema nokkur bein. Eftir það pössuðu þeir betur uppá tímann. Það tekur ekki langan tíma að sjóða kjötið á þennan máta. Það var skemmtilegt að kynnast Hveravöllum á þennan hátt. Að leggja á hest og spretta úr spori á þessum slóðum var ógleymanlegt. Verðirnir riðu vestur í fjöll og austur að Blöndu. Fóru þeir meðfram girð- ingu sauðfjárveikivarna til að athuga hvort einhver sunnlensk ærin væri að leita norður eða öfugt. Höfðu þeir með sér nokkra hesta til að brúka og svo hundana sína sem voru ómiss- andi í vörslunni. Verðirnir bjuggu í litlum en hlýleg- um skúr sem ber nafnið Ysta-Nöf. Hann lætur ekki mikið yfir sér, en þangað var óskaplega gott að koma. Þegar haustaði að og dimmt var á kvöldin, breiddist einhver dulúð yfir Verðirnir Einar og Halldór við Ystu-Nöf. staðinn. Það lá við að maður byggist við að vættir úr gömlu ævintýrunum okkar birtust og bönkuðu upp á. Ég hefði ekki orðið hissa, þó að ég hefði rekist á huldufólk, álfa eða tíva á þessum stað. í góðu veðri er útsýnið mjög fall- egt. Það eru líka margir staðir sem áhugavert er að skoða í kringum Hveravelli. Stutt er í Kerlingafjöll, Þjófadali og einnig út að Seiðisá, sem er mjög skemmtileg silungsá. Þar veiðast vænar bleikjur. A síðasta sumri var þar mokveiði, frétti ég. En í rauninni finnst mér svo ótal margt áhugavert ef farið er yfir Kjöl. Má þar til dæmis nefna Beinahól, þar sem Reynistaðabræður urðu úti haustið 1780. Margar sögur eru tengdar Kili sem svo sannarlega lifa í þjóðarsál okkar. Allir þekkja söguna um Fjalla-Ey- vind og Höllu, en sagt er að þau hafi búið um tíma á Hveravöllum. Stutt frá Eyvindarhver er rúst, sem heitir Eyvindarkofi, og þar er talið að úti- legufólkið hafi haft aðsetur. Það að setjast á þessar rústir og hugsa til þessa óhamingjusama fólks, getur flutt mann á augabragði aftur í for- tíðina. Eflaust hefur vistin verið góð að sumri til, en að hugsa um þau á þessum stað í blindhríð og frosti er heldur kaldranaleg tilhugsun. I suðri frá sæluhúsinu er svo Ey- vindarrétt. Þar eru hleðslur í sprungu Heima er best 19

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.