Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 26

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 26
blítt mér strýkur yfir kinn. Lít ég fagra fossa og lœki flúra hlíðar silfurreim kyrrð sem eina þar ég þekki, þrá mín leitar œtíð heim. Næst grípum við niður í vísur sem okkur bárust frá Kára Kortssyni en hann lætur eftirfarandi skýringar fylgja þeim: „Margrét Blöndal er þekkt og vinsæl dagskrárgerðar- kona hjá Ríkisútvarpinu. Síðastliðið sumar hafði hún með höndum þátt á síðkvöldum sem hún nefndi „Allt í góðu“ og var hann með því sniði að fólk, jafnt fullorðnir sem börn, hringdu til hennar með kveðjur til vina og kunningja um leið og það bað um að einhver ákveðin lög yrðu leikin með. Margrét er skelegg útvarpskona og lét hlustendur hvorki komast upp með moðreyk né smjaður ef svo bar undir. Eitt sinn er ég heyrði til hennar í þættin- um var að hrin&ja inn til hennar maður sem var að tjá henni ánægju sína með þátt hennar. Sagðist honum eitt- hvað á þá leið að það væri svo óskaplega gaman að hlusta á hana, hann vissi eiginlega ekki af hverju, hún væri með svo yndislega rödd og líklega væri það þess vegna. Þættimir væru bara stórkostlegir. Þar kom að Margréti þótti greinileg nóg um hólið og sagði við mann- inn á sinn skelegga hátt: „Svona, það þýðir ekkert að smjaðra fyrir mér. Hvert var erindið?“ Þessi snaggaralegu viðbrögð hennar urður tilefni eftir- farandi vísna: „Þú ert“ Magga. Þú ert kœti, þú ert hros, þú ert yndi harna, þú ert norðlenskt þrumugos, þú ert útvarpsstjarna. Þú ert yndi, þú ert list, þú ert hugþekk lýði, þú ert hún sem þrátt er kysst, þú ert kvenna prýði. Þú ert elskuð, þú ert dáð, þú ert ástarkæla, þú ert karla þotin hráð, þú ert smjaðursfœla. Þú ert tónverk, þú ert Ijóð, þú ert prelúdía, þú ert ungt og þanið fljóð, þú ert hörkupía. Þú ert heið og þú ert skœr, þú ert laus við móðu, þú ert skýr og þjóðleg mœr, þú ert ,,Allt í góðu.“ Þú ert hlíð og þú ert hót, þú ert ekki’ að gagga, þú ertfríð og þokkasnót, þú ert Blöndals Magga. Áshorunín Þá er að snúa sér að áskorun 24. þáttar en hún var spurningin „Hvað er mesti gleðivaki þinn?“ Halldór Ein- arsson sem býr í Svíþjóð svarar henni þannig: Góðurfinnst mér gleðivaki í gömlum háti á lygnum sœ, úti íflóa einn á skaki efá krókinn lúðufœ. Níu harna orðinn afi, afar hreykinnfrá því segi. Með þeim stœrsti gleðigjafi gönguför á sumardegi. Og mesti gleðivaki Kára Kortssonar er þessi: Gleði veitir mesta mér mærin hjarta ogfríða. Ylinn gefur örtfrá sér eins og sumarblíða. Og að síðustu smáleiðrétting sem því miður féll niður hjá okkur á sínum tíma en hún barst okkur í bréfi frá okk- ar ágæta Braga Bjömssyni í Fellabæ s.l. sumar. Lenti hún á röngum stað í pappírum okkar en birtist fyrir tilviljun aftur nú við vinnslu þessa tölublaðs. En Bragi segir í bréfi sínu þetta: „Ég var að lesa 20. þátt „Komdu nú að kveðast á... í síðustu vísu minni þar er villa í þriðju hendingu; stendur: Heiðið seiðir heiminheiða en á að vera himinleiða (ann- ars ofstuðlað með þrem áhersluháum). Óskast leiðrétt.“ Og það gerum við hér með um leið og við biðjum Braga velvirðingar á þessum drætti á birtingu Ieiðrétting- ar hans. Látum við þá þættinum lokið að sinni og minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Pósthólf8427, 128 Reykjavík. 22 Heima er hest

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.