Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Side 36

Heima er bezt - 01.01.1995, Side 36
En þegar þau komu í fjósið tók ekki betra við. Fyrst og fremst var fjósþakið allt í götum, því við sprenginguna höfðu spýtur og annað dót úr eldhúsinu eyðilagt það á stórum köflum. En það sem verra var, var það að kýmar feng- ust ómögulega til að standa upp, þær voru uppþembdar mjög og stundu þungan. „Þetta hafa þær fengið af ofátinu,“ sagði Ami. „Þeim hefði verið nær að éta minna bölvuðum bullunum þeim ama og eyðileggja ekki svona í sér magann.“ En Jana sá að þetta gat orðið alvarlegt með þær. Ætlaði hún strax að fara að hita ofan í þær saltvatn en þá mundi hún eftir því að hvergi var hægt að taka upp eld. Loks eftir langa mæðu tókst henni að hita vatn í katli inn í búrhomi. Vöktu þau alla nóttina við að hella ofan í kým- ar saltvatni en um morguninn stóðu þær upp og fóm að hressast. Hugðust heima- menn þá fara að sofa, því allir voru að- framkomnir af áreynslu og vökum. En þá kom fjöldi af boðsgestunum til að sækja hesta sína og heimta út reiðtygin, sem læst vom inni í skemmu. Með þeim komu og stórir hópar af hundum, sem voru að vitja ætisins, sem þeir höfðu komist í kvöldið áður. Loks fóru gestimir en þá hafði enginn frið fyrir hundunum. Þeir rifust, góluðu og skræktu uppi á bænum og allt í kringum hann. Loks varð Arni að fara á fætur til að siða þá, því þrátt fyrir það, þótt menn væm aðframkomnir á sál og líkama, kom engum manni dúr á auga fyrir þeim. Tók Arni hlaupið af byssu sinni og barðist við hundana þann dag allan. En um kvöldið lágu ellefu hundar særðir eða dauðir eftir á vígvellinum en hinir allir flúnir. Var Ami allur rifinn og blóðugur eftir bardagann. Kvaðst Arni þar í mesta mannraun komist hafa, er hann barðist við hundana, „enda héldu þeir mér vakandi, því í hvert skipti sem ég ætlaði að sofna bitu þeir mig einhvers staðar eða rifu, svo ég glaðvaknaði við sársaukann. Eg greip þá hlaupið og barðist eins og ber- serkur. Var þá margur um einn, en frægan sigur vann ég að lokum,“ sagði hann. „Enda er það ekki fyrir alla að fara í hendurnar á mér og síst fyrir aðra eins hunda og þessi kvikindi vom en það segi ég satt að svo ólmlega létu þeir að hefði ég ekki séð og beinlínis vitað það að þetta voru reglulegir hundar og ekkert annað þá hefði ég fyrir löngu verið tlúinn úr bardaganum.“ Það var gestkvæmt í Klömbrum fyrstu dagana eftir þetta því fregnin af veislunni flaug eins og sinueldur um allt. Voru margir sem ekki trúðu öllum þeinr undrum sem sögð voru og fóru því sjálfir að Klömbrum til að sjá skemmdirnar með eigin augum. „Það hafði mikið gengið á í veislunni þinni hérna á dögunum,“ sagði einn ferðalangurinn er hann hafði heilsað Ama. „Hum,“ sagði Árni og hristi höfuðið, „það var sá einstakasti sprengiloftbrest- ur, sem hægt er að hugsa sér. Eldhús- þakið flaug nú eitthvað út í loftið og héma, þér að segja, er ég búinn að mæla það á kvarða að bærinn hefur færst dálítið til norðar á hlaðið. Það var hvergi nærri svona langt frá hestastein- inum hérna að bæjardymnum eins og er núna. En að norðanverðu sést það best á fjóshaugnum. Það Ieynir sér svo sek ekki að bærinn er kominn nær honum en hann var.“ „Eg get sagt þér það til dæmis að áður tók ég í fimm til sex stökkum frá fjósdyrunum út að haugnum og með því þó að glenna mig en núna tek ég það hæglega í þremur og fjórum stökk- um. “ „Mikið hefur hlotið að ganga á inni í bænum eftir þessu,“ sagði maðurinn og brosti. „Það var alveg óútmálanleg hörm- un, “ sagði Ámi. „Maturinn, sá fór illa. Eg sáröfunda kýmar í hvert sinn sem ég sé þær af öllu fína brauðinu, því það fór í þær allt eins og það lagði sig. Jólakök- umar voru ekki lengi að hverfa. Það horfði ég á með mínum augurn að þær renndu þeim niður alveg stráheilum, rétt eins og þær væru að renna niður volgum vatnssopa. Og svo sýndist mér þær brosa í hvert sinn, nefnilega kýmar. Mér finnst þær hafi fitnað til góðra muna. En ég skil aldrei í því hvernig öll kjöttrogin og brauðin, sem voru í eld- húsinu hafa farið að fljúga svona út í loftið. Það var þó engin léttavara. Eg lét nefnilega kúfuð trogin upp á fjalir, sem lágu á eldhúsbitunum og ég segi það satt að ég kiknaði í hnjáliðunum þegar ég rétti mig upp með þau og þykist ég þó hafa góða krafta. Það voru meiri þyngslin á þeim. Þau hefðu þó mátt vera kyrr, þótt allt annað færi. En það var sá fjandakraftur í þessu öllu saman að ekki einungis þakið og bitamir fóru heldur og trogin líka. Eða þá ólyktin maður, hum-m. Mig sveið í augun. Hún var eins og þykkasti reykur.“ „Eg heyri á öllu að þetta hefur verið allra myndarlegasta veisla enda hefur verið vel til hennar stofnað og öllu hag- anlega fyrir komið,“ sagði aðkomumað- ur. „Ekki vantaði fyrirhyggjuna og dugn- aðinn,“ sagði Ámi. „Og hún mun vera sú langtilkomumesta veisla sem haldin hefur verið hér í sveit. Hún kórónar allt sem ég hef heyrt talað um. Hann Þórður gamli á Barði er nú skynsamur karl og fróður vel. Hann nefnir hana aldrei ann- að en „Töfraveisluna á Klömbrum,“ og hann nefndi hana það ekki nema honum hefði fundist eitthvað til koma.“ Sögulok. Tíminn leið með sínum jafna, þunga hraða. Meira en hundrað sinnum hafði sólin hellt geislum sínum yfir kollinn á Áma í Klömbrum eftir veisluna frægu. Allt var komið í samt lag aftur í Klömbrum eftir veisluna, sem áður hafði verið nema bærinn. Ámi stóð á því fastara en fótunum að bærinn hefði færst til í veislunni um fjórar til fímm álnir norður á hólinn. Eldhúsið var löngu komið undir þak. Að vísu hafði Árni örvænt oft og mörg- um sinnum um að það yrði nokkum tíma notandi framar á meðan hann var að refta það upp, því í fyrsta sinni þegar hann var búinn að þekja það kvað Jana ólifandi í því fyrir reyk og væri það af því að hann hefði ekki tyrft það með út- falli sjávar. Varð hann að taka af því torfið aftur. En vegna þess að ekki sá til sjávar frá Klömbrum fór hann ofan að sjó og beið þar til þess er út féll. Reið hann þá heim og tyrfði eldhúsið en það var sama reykjarbælið og áður. Sagði Jana að það væri ekki að undra. „Þú hefur farið neðan að þegar fór að falla út en ekki komið hingað fram að 32 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.