Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Side 38

Heima er bezt - 01.01.1995, Side 38
dýrgripinn svo ég get nú aldrei látið sjá mig með hann framar á mannfundum eða við kirkju." Jana lagði nú af stað með skjöldinn til prestsins til að láta hann þýða nafnið sem á honum stóð. Prestur leit á skjöld- inn en kastaði honum undrandi frá sér. „Idiot“ þýðir fábjáni eða aulabárður," sagði hann, „og svo er þetta jámskjöld- ur. Það er meira heiðursmerkið þetta. Orðið „idiot“ grafið á járnskjöld, það er eins og skjöldurinn minni mann á að fá- bjánaháttur Áma fymist seint,“ bætti prestur við brosandi. Jana vildi nú ekki heyra meira. Hún hljóp af stað án þess að kveðja prest. Jana var bólgin af reiði þegar hún kom heim. „Hvað sagði prestur?“ spurði Ámi. „Sagði, hvað heldurðu hann hafi sagt annað en að þú værir sá argasti aula- bárður, sem skriði á guðsgrænni jörð. En nú verður þú að fela skjöldinn, svo að hann finnist aldrei framar.“ Ámi lofaði góðu um það. Tók hann við skildinum og geymdi hann vand- lega um hríð. Skoðaði hann skjöldinn á hverjum morgni áður en hann gekk til vinnu sinnar og hengdi hann á sig. En þegar öll gylling var farin af honum gróf hann hann ofan í hundaþúfu mikla er var fyrir sunnan túnið í Klömbrum. Þau Ámi og Jana bjuggu búi sínu í Klömbrum langa ævi eftir þetta og áttu börn nokkur, sem vér ekki kunnum að nefna. Aldrei reyndi hann að vasast í opinberunt málum framar, enda harð- bannaði Jana honum það. Leyfði hún honunt aldrei að koma á mannafundi, nema hún væri sjálf með honunt. Það finnst skráð að einu sinni þegar Árni var orðinn gamall hafi hann orðið sóttdauður í rúmi sínu, rétt sem aðrir menn. En ekkert finnst ritað hvað af Jönu hefur orðið en miklar líkur eru til þess að hún hafi dáið að lokum. Það er af þúfu þeirri að segja er skjöldurinn var grafinn í að löngu síðar myndaðist sú þjóðsaga um hana að í henni væri fólgið fé mikið. Fékk hún þá það nafn að vera kölluð féþúfan í Klömbrum. Loks varð maður einn til að grafa í haug en þegar hann var nýbyrj- aður sýndist honum Klambrabærinn standa í Ijósum loga. Hætti hann þá við. Fór svo oftar er menn grófu í þúfu þessa. Barst fregnin víða um hinn hulda fjársjóð og loks kontu fornfræðingar. Rifu þeir þúfuna upp með rótum, fundu skjöldinn og varðveittu. En löngu seinna þegar orður og krossar komust í móð voru ýmis heið- ursmerki smíðuð úr skildinum og útbýtt eftir verðleikum. Voru það helstu sæmdarmerkin er smíðuð voru úr jám- skildinum og hefur þannig eflaust ein- hverjum af afkomendum Árna í Klömbrum auðnast að bera á brjóstinu nokkum hluta af minjagrip Áma for- föður síns, sem átti að verða honum til spotts og búinn var að Iiggja í hunda- þúfu í marga mannsaldra. Og Ijúkum vér hér sögunni af Árna í Klömbrum. Endir. Hlaðvarpinn, framhald af bls. 4 smærri þjófnaðarmál er að það er næstum sama hvar og hvenær við- komandi er staddur í fjölmenninu þegar honum verður á að líta af eig- um sínum, nánast alltaf virðist vera einhver á næstu grösum setn er tilbú- inn að láta greipar sópa. Annan heyrði ég uin sem staddur var við afgreiðslu fatahengis á skemmtistað og hélt Itann á peninga- veski sínu. Þegar honum var rétt yfir- höfnin sín lagði hann veski sitt fram á skenkinn um leið og hann tók við flíkinni. Sú andartaksstund sem það tók hann að sveifla frakkanum yfir skenkinn nægði einhverjum sem af tilviljun, skyldi maður ætla, næst var staddur, til að þrífa veskið og hverfa á braut. Sá er fyrir þessu varð tjáði mér að þjófutinn hefði reyndar náðst nokkr- unt dögum síðar eftir að hafa reynt að nýta sér það sem í veskinu var en þar sem það voru aðallega plastkort varð tjónið minna en ella fyrir eigandann. Segja má náttúrlega að skemmti- staðir séu með varasömustu stöðum hvað þetta varðar og þar sé aldrei of varlega farið ineð verðmæti. En sið- ferðið og framkvæmd þess sem stelur er sú sama. Þjófnaðir eru auðvitað engin ný bóla og hafa plagað mannkynið allt frá upphafi þess. En samt virðist það staðreynd að með vaxandi velmegun og almennum allsnægtum er eins og þjófnaðir alls konar fari vaxandi. Og það er líka staðreynd að það eru síður en svo alltaf þeir sem mest eru þurf- andi sem stela. Þjófnaðir tíðkast upp í gegnum allt þjóðfélagið, jafnt af svo kölluðum lægra settum sem og þeim hærri. Því miður virðist freistingin of oft bera siðferðið ofurliði þegar við- komandi stendur frammi fyrir því að velja þar á tnilli. Til eru þeir sem vilja kalla þetta eðlislæga sjálfsbjargarvið- leitni og þetta sé bara hluti þess að nýta sér tækifærin þegar þau bjóðast. Vandamálið sé þess sem ekki passar betur upp á sitt. Slfkt álit og siðferði dæmir sig auðvitað sjálft og á ekki heima í þjóðfélagi sem vill kalla sig siðað. En það undarlega er að að manni læðist stundum sá grunur að svona hugsunarháttur sé kannski bara alls ekki svo ýkja óaigengur innst inni. Varla hygg ég reyndar að nokkur myndi vilja viðurkenna slíkan þanka- gang eða siðferðiskennd en merkin sýna stundum verkin. Þjófnaður er til í svo margvíslegri mynd og á svo mörgum sviðum að ekki er alltaf víst að hann verði greindur í fljótu bragði. Samviskan er því kannski oft eina vitnið og dómar- inn þegar þar að kentur. En ekki dugir annað en að vera bjartsýnn á lífið og tilveruna, vonandi mun hið nýja ár færa þjóðinni allri heiðarleika og farsæld. Og með þá ósk undir penna t'ærum við hér hjá Heima er bezt öllum lesendum okkar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Guðjón Baldvinsson. 34 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.