Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 9
Sumir skömmtuðu jólaskammtinn á stórar flatkökur. Þœr stærstu voru stundum kallaðar ,,hlemmsur“ vegna þess aðþær voru mótaðar eftirpotthlemmi af þeim sem hér tengdust Þorláksmessu og er nú kominn norður og austur rétt eins og laufabrauðið er komið suður og vestur. Það hélt að mestu til á Norður- og Norðaustur- landi um síðustu aldamót, og á því svæði þekktist reynd- ar að laufabrauðsgerðin væri bundin við Þorláksdag. Þorláksmessuskata er nú auglýst um allt land og al- gengt er að þéttbýlisbúar borði sína skötu á veitingahús- um og taki þar með síðasta matarforskotið á jólin. Nema að menn haldi líka veislu að morgni aðfangadags, en slíkt hefur reyndar heyrst um hjá þeim alveisluglöðustu. Skata er yfirleitt borin fram með kartöflum og vest- firsku mörfloti eða hamsatólg. A norðanverðu Vestur- landi, þ.e. frá Snæfellsnesi og norður á Hornstrandir, var algengt að úr henni væri gerð stappa. Var hún þá soðin vel, stöppuð saman við mörflot og borðuð heit eða köld með brauði, eins konar skötukæfa. Stundum voru soðnar kartöflur með í stöppunni. Ekki var alltaf notað mörflot í skötustöppu heldur hangiflot af jólahangikjötinu. Og þá var hún jafnframt soðin í hangikjötssoðinu. Oft var skata soðin í hangikjötssoði, þó að ekki ætti að stappa hana, og hangiflotið haft út á. Sums staðar fyrir vestan, t.d. í V-Barðastrandarsýslu, voru bringur teknar heilar að hausti og reyktar sérstak- lega til að hafa með skötu í Þorláksmessuveislunni. Þær voru jafnvel aðalmatur og mikilvægari en skatan. Enn láta menn þar vestra taka heilar bringur af sláturfé til að reykja fyrir Þorláksmessu. Útvatnaður harðfiskur, einkum steinbítur, eða harðir þorskhausar voru einnig víða soðnir í hangikjötssoði á Þorláksmessu. Þetta gildir einnig um Vestfjarðakjálkann, en hvernig sem á því stendur, virðist vera langmest haldið til Þorláksmessu á því svæði. Ef til vill er það vegna þess að Vest- firðingar höfðu ekki neina aðra jólaföstuveislu. Minna var gert með Þorláksmessu á norðan- og austanverðu landinu, eða á þeim stöðum þar sem hefðbundin matarveisla var fyrr á jólaföstu, kvöldskattur fyrir norðan og vökustaur eystra. Flestir heim- ildarmenn þjóðháttadeildar að norðan og austan, sem lýstu Þorláksmessu, sögðu að þá hefði verið venjulegur hvers- dagsmatur, heldur af lélegra tagi, ef eitthvað var. Þar voru reyndar dæmi um að fiskurinn, sem hafður var í aðalmat, væri soðinn í margnefndu hangikjöts- soði. Ég ætla að nefna nokkra sjald- gæfari Þorláksmessurétti. í heimildasafni þjóðháttadeild- ar voru þrjú dæmi um, að reykt hraun væru Þorláks- messumatur, að sjálfsögðu soðin í hangikjötssoði eins og svo margt á þeim degi. Hraun kölluðust stórgripabein, sem kjötið hafði verið gróflega skorið af. Þeim fylgdu oft flegnir hausar af sömu gripum. Dæmin um hraun voru hvert úr sínum landshluta og einnig önnur þrjú dæmi um, að bjúgu væru soðin með hangikjötinu og borðuð á Þor- láksmessu. Kjötsúpa var aðalmatur á Þorláksmessu í æsku tveggja heimildarmanna úr V-Skaftafellssýslu, og úr Homafirði var dæmi um, að það væri rúgmjölsgrautur úr margumræddu hangiketssoði. I Öræfum var alþekkt að hafa pokabaunir þennan dag. Þá voru gular baunir lagðar í bleyti, settar í léreftspoka og soðnar í hangiketssoðinu. Úr pokanum kemur þykk baunastappa með hangikjöts- bragði, sem batnar enn, ef saman við hana er hrært dálitlu hangifloti. Ennþá betri og jafnframt nútímalegri verða pokabaunirnar, ef þær eru þeyttar í hrærivél og bættar með rjómalús. Og svo má fínbrytja hangikjötsbita út í. Þennan öndvegisrétt hef ég eldað á hverri Þorláksmessu, síðan ég uppgötvaði hann í gömlum skrifum, enda af Austfjörðum og verð að stela mér Þorláksmessumatarsið- um úr öðrum landshlutum. Að öllum áðurnefndum rétt- um ólöstuðum mæli ég alveg sérstaklega með pokabaun- um og hangikjötsflís á Þorláksmessukvöld. Það er að minnsta kosti klárt, að það er afskaplega þjóðlegt að sjóða Þorláksmessumatinn sinn í hangikjötssoði. Heima er best 401

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.