Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 31
Honum hafði skilist, að fæstar væru færar um það án hjálpar og að sumar hefðu brotist þarna um árum saman. Við heyrðum þessi óhugnanlegu hróp á ný, og eitt þeirra virtist svo nálægt, að mér datt í hug að vaða út í og draga vesalings andann upp úr, en leðjan var svo hrollvekjandi, að ég hörfaði við tilhugsunina. Þá náði þetta tryllta hróp aftur eyr- um mínum, svo að mér fannst ég til- neyddur að leggja í hættuna. Eg steig því næst út í og reyndi eftir bestu getu að sigrast á viðbjóði mínum. Eg stefndi á hljóðin og náði brátt mann- inum, um leið og þokuskýin þutu yfir höfði mér. Hann var á kafi í leðjunni upp að höku og virtist sökkva dýpra einmitt þegar ég náði honum, en ljóst var, að ég gæti ekki óstuddur dregið hann upp úr, og því kallaði ég á sjóræn- ingjaandann og bað hann um hjálp, en ég sá hann hvergi. Sú hugsun hvarflaði, að mér að hann hefði að- eins viljað koma mér í þessa gildru og síðan skotist burtu. Eg var í þann veginn að snúa við og brjótast upp úr leðjunni, en þá grátbað vesalings andinn mig að yfirgefa sig ekki, svo að ég reyndi mitt ýtrasta og var svo heppinn að draga hann upp nokkrar álnir og losa fót hans úr festu á botn- inum. Síðan dró ég ýmist eða studdi hann, þar til við náðum ströndinni, en þegar upp úr kom leið yfir vesal- ings andann. Eg var einnig sárþreytt- ur og settist við hlið hans til að hvíla mig. Eg leit í kringum mig í leit að sjó- ræningjanum og kom auga á hann í nokkurri fjarlægð ösla í leðjunni, og hann virtist draga einhvern með sér. Þrátt fyrir þetta hræðilega um- hverfi gat ég á vissan hátt vart látið vera að skemmta mér við sjónina, þar sem hann barðist af alefli við að draga anda með sér. Hann braust mjög um með hróp- um, sem hefðu getað valdið skelf- ingu hjá hræðslugjamri sál. Það var því engin furða, þó að maður heyrði aumingja andann hrópa til hans og biðja hann um að vera ekki svo áfjáðan, taka hlutunum með meiri rósemi, svo að honum gæfist tóm til þess að fylgja honum. Eg gekk til þeirra, og þegar þeir nálguðust ströndina, hjálpaði ég þeim á land og lét hinn auma anda hvílast hjá hinum. Sjóræningjaandinn virtist stórlega ánægður með, hversu vel honum hafði gengið, og var óðara reiðubú- inn að leggja út í á ný, og því sendi ég hann eftir öðrum anda, sem við heyrðum hrópa, Sjálfur hugðist ég hlynna að hinum tveimur á meðan, en einmitt þá heyrði ég aumlega kveinstafi skammt frá mér. Eg sá í fyrstu engan, en síðan brá fyrir daufu ljósi, eins og frá lugt þarna úti í myrkri hinnar óhugnan- legu leðju, og í skini þeirrar birtu sá ég veru hreyfast þarna úti og hrópa á hjálp. Eg var því knúinn til að snúa á ný út í leðjuna. Þegar ég náði til manns- ins, sá ég að hann var þarna með konu, sem hann reyndi að halda upp úr og hughreysta. Eftir mikið erfiði náði ég þeim báðum upp úr og sá þá, að sjóræn- inginn var einnig kominn á land ásamt þeim, sem hann bjargaði. Þessi hópur hlýtur að hafa litið furðulega út, þar sem hann stóð þarna á bakka hins límkennda vatns, en síðar frétti ég að það var hin and- lega spegilmynd allra þeirra illu og óhreinu hugsana í lífi manna og kvenna. Þarna höfðu þær safnast saman í þessum stóra, rotna forarpytti og þeir andar, sem þannig brutust um í leðj- unni, voru sekir um svo andstyggi- legar gjörðir í jarðlífinu og höfðu haldið áfram eftir dauðann að gleðj- ast yfir svipuðum athöfnum dauð- legra, þar til jarðsviðið var of hátt fyrir þær og þær drógust niður í þetta fúla kviksyndi og urðu að brjótast um í því, þar til andstyggð þess fór að verka sem lækning á þær. Einn þeirra, sem bjargaðist þarna, hafði verið einn af snillingum við hirð Karls konungs annars, og hafði löngu eftir dauða sinn heimsótt jarð- sviðið og um leið sokkið æ dýpra, þar til hann hafði að lokum sokkið niður í þennan pytt, þar eð dramb- semi og hroki hans höfðu skapað viðjar illgresis, sem fætur hans flæktust í, svo að hann gat síðan ekki hreyft sig, fyrr en ég bjargaði hon- um. Annar hafði verið hylltur skap- gerðarleikari á dögum Georgs fyrsta. Maðurinn og konan höfðu dvalið við hirð Lúðvíks fimmta og höfðu saman og sameiginlega dregist niður. Þeir, sem sjóræninginn frelsaði, höfðu svipaða sögu að segja. Eg hafði í fyrstu verið áhyggjufull- ur yfir, hvernig ég gæti hreinsað af mér þessa andstyggilegu leðju, en skyndilega sá ég tært lindarvatn koma úr jörðinni skammt frá okkur, og í þeirri tæru lind þvoðum við af okkur allan sora. Því næst ráðlagði ég þeim, sem við höfðum bjargað, að reyna að hjálpa öðrum í þessu landi myrkurs, sem endurgjald fyrir að þeim var bjargað, og eftir að ég hafði veitt þeim ráð og þá hjálp, sem ég gat, hélt ég pfla- grímsgöngu minni áfram. Sjóræninginn virtist þó ófáanlegur að skilja við mig, svo að við héldu enn af stað saman. * * * Eg mun ekki reyna að lýsa öllum þeim, sem við reyndum að hjálpa á göngu vorri. Ef ég gerði það, mundi þessi frásögn fylla mörg bindi og lík- lega þreyta lesendur mína. Þess vegna mun ég hlaupa yfir tímabil, sem ég held að svari til einnar viku að jarðneskum tíma, ef ég er þá fær um að meta hann réttilega, og mun hefja framhaldsfrásögn af komu okk- ar til hrikalegs fjalllendis, en tindar þess gnæfðu yfir okkur í nætur- skímunni. Báðir vorum við vonsviknir af árangrinum af erfiði okkar í viðleitni til að bjarga sálum. Við höfðum Heima er best 423

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.