Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 30
Ég hafði nú fjarlægt hann frá hin- um og hóf strokur yfir líkama hans, og um leið hurfu þjáningar hans og hann varð vær og kyrr. Ég stóð hjá honum og velti því fyrir mér, hvað nú skyldi til bragðs taka, annaðhvort að tala eða hverfa á braut og láta hann eiga sig, en þá greip hann í hönd mína og kyssti hana ákaft. „Vinur minn, hvemig fæ ég þakk- að þér? Hvað á ég að nefna þig, sem kemur mér til hjálpar eftir öll þessi angistarár?“ „Ef þú er mér svo þakklátur, mundir þú þá ekki óska að öðlast þakklæti annarra með því að hjálpa þeim. A ég að sýna þér með hverjum hætti?“ „Já, gjaman, ef þú vilt aðeins taka mig með þér, kæri vinur.“ „Jæja þá, lof mér að reisa þig upp, og ef þér er það mögulegt, er best að yfirgefa þennan stað eins fljótt og við getum,“ sagði ég, og við lögðum að stað til þess að vita, hvað við gæt- um gert. Fylgdarmaður minn tjáði mér, að hann hefði verið sjóræningi og þrælakaupmaður. Hann hefði verið stýrimaður á skipi og verið drepinn í sjóormstu. Þegar hann vaknaði á ný, var það staðreynd, að hann og ýmsir fleiri af skipshöfninni voru á þessum dimma stað. Ekki hafði hann hug- mynd um, hve lengi hann hafði verið þama, en honum fannst það eilífðar- tími. Hann hafði sameinast öndum líkum honum, og þeir ráfuðu um í hópum og voru sífellt að berjast. Ef þeir mættu ekki öðrum flokki, sem þeir gátu barist við, skylmuðust þeir innbyrðis, því að baráttuþráin var eina tómstundagaman þeirra á þessum hræðilega stað, þar sem hvergi var unnt að fá drykk til þess að svala sárum, brennandi þorsta, sem hrjáði alla. Það, sem þeir fengu til drykkjar, virtist verka á þá líkt og hellt væri eldi í barka þeirra. Hann bætti við: „Við getum ekki dáið, hversu mjög sem við þjáumst. Það er bölvun ástandsins, eftir að við yftrgáfum jarðlíftð, og það er vita vonlaust að reyna að láta drepa sig, því að eng- inn sleppur við frekari þjáningu. Við em allir eins og flokkur banhungr- aðra úlfa,“ sagði hann, „því að ef okkur skortir andstæðinga til þess að berjast við, ráðumst við hver á annan og berjumst, þar til við verðum ör- magna, og því næst liggjum við stynjandi af þjáningu, þar til við höf- um hvílst nóg til þess að rísa á fætur, ráfa áfram og ráðast á einhvern. Ég hef þráð einhverja leið til þess að losna við þetta ástand og hef næstum sent bæn til hæða um það. Ég fann á mér, að ég mundi aðhafast annað og betra, ef Guð vildi aðeins fyrirgefa mér og opna mér aðrar leiðir. Þegar ég svo sá þig standa nærri mér, hugs- aði ég sem svo, að þú værir einmitt engill sendur mér til bjargar. Þú hef- ur þó hvorki vængi né annað, eins og þeir eru venjulega málaðir með á jörðinni, en myndir gefa þér einnig litla hugmynd um þennan stað, og ef þær gefa rangar myndir af undir- heimum, því þá ekki einnig af öðrum hlutum.“ Ég hló að honum. Já, ég hló jafn- vel á þessum stað sorgarinnar, því að mér var svo létt innanbrjósts yfir að finna, að ég gæti orðið til svo mikill- ar hjálpar. Því næst sagði ég honum, hver ég væri og hví ég væri staddur hér, og þá greip hann fram í og sagði, að ef ég óskaði eftir að bjarga sálum, væri þarna nálægt andstyggi- legt fen, þar sem fjöldi ógæfusamra anda væri fangelsaður. Þangað skyldi hann vísa mér leið og aðstoða mig. Hann virtist óttast, að hann mundi missa sjónar á mér og ég mundi hverfa og skilja hann einan eftir. Mér fannst þessi andi aðlaðandi, því að hann virtist svo þakklátur, og ég var svo feginn því að hafa félag við ein- hvern, þó ekki við neina þessara hræðilegu vera, sem voru fjöl- mennastar hér, því að ég var mjög einmana í þessu fjarlæga ógnarlandi. Hið djúpa myrkur og ógnþrungin þétt þoka gerðu nær ómögulegt að sjá lengra fram undan sér, og því komum við að feninu, áður en ég vissi af, að öðru leyti en því að ég fann daunillan, rakan nepjukulda leggja að vitum mér. Því næst blasti við mér stórt vatn eða fljótandi leðja, svört á lit og daunill vegna rotnunar. Stór, afskræmileg skriðdýr með digra, útblásna limi og útstandandi augu veltust um í eðjunni. Stórar leð- urblökur með andlit, sem líktust mönnum eða svokölluðum blóðsug- um, flögruðu yfir þeim, en svartan og gráan eim lagði frá rotnandi yfir- borði vatnsins og myndaði furðuleg- ar, vofukenndar myndir, sem breyttu stöðugt um svip á ýmsan afskræmi- legan hátt, svo að líktist baðandi örmum og hneigjandi höfðum, sem virtust næstum gædd tilfinningu og máli. Síðan breyttust þær í þoku- bólstra og tóku síðan á ný á sig ýms- ar furðumyndir. A vatnsbakkanum skriðu slím- kenndar verur, sumar geysistórar, Aðrar lágu á bakinu og böðuðu frá sér útlimunum og enn aðrar sökktu sér niður í þetta ógnvekjandi dý. Þar sem ég horfði á þetta, rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og ég ætlaði að fara að spyrja, hvort hugsanlegt væri, að glataðar sálir berðust um í þessu slímuga, grugguga díki, þegar mér bárust aumkunarverð væl og hróp eftir hjálp úr sortanum fram undan. Þau snertu hjarta mitt, í sorglegu vonleysi þeirra og þegar augu mín höfðu van- ist dimmri þokunni, sá ég hér og þar mennskar verur, sem brutust um í leðjunni en sukku allt upp í olnboga- bót. Ég hrópaði til þeirra og hvatti þær til þess að reyna að vaða í áttina til mín, því að ég væri á þurru landi, en þær heyrðu hvorki né sáu til mín, því að hugur þeirra snerist um annað. Fylgdarmaður minn sagðist álíta, að verurnar væru bæði blindar og heymarlausar fyrir öllu öðru en nán- asta umhverfi. Hann hafði sjálfur verið um skeið í þessari rotnu leðju en tekist af eigin rammleik að brjóta sér leið þaðan. 422 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.