Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 15
ort neinar vísur né ástarljóð til þessa
manns, né heldur tregaljóð um raunir
sínar, ef frá er skilið eitt kvæði, sem
eftirfarandi vers hefur geymst úr og
talið er, að hún hafi kastað fram, þegar
hún kvaddi ástmann sinn, er hann hélt
á braut:
Komst í vanda kokkállinn,
kviðarbrandinn hristi.
Látrastrandar lœsingin
lykilsfjandann missti.
Þar með lauk umfjöllun Látra-
Bjargar um þetta æviskeið sitt og þær
tilfinningar, sem því fylgdu. Hér lauk
einnig hinni hefðbundnu lífsgöngu
hennar, og hún hóf hina löngu og erf-
iðu göngu sína um landið þvert og
endilangt, sem lauk ekki fyrr en síð-
sumars árið 1785, þegar hún dróst
með kyngikrafti vilja síns, fársjúk og
beinaber, heim í æskusveit sína, sem
hún kenndi sig ávallt við.
Látra-Björg andaðist hinn 26. sept-
ember árið 1785 og hvílir í ómerktu
legstæði í Höfðakirkjugarði.
Síðustu spor hinnar öldnu konu lágu
frá Langanesi til Látrastrandar, og þá
orkti hún trúlega sínu síðustu vísu:
Langanes er Ijótur tangi.
Lygin er þar oft á gangi.
Margur ber þarfisk ífangi,
enfáir að honum búa.
Nú vil ég heim til sveitar minnar
snúa.
Þar sem hér er lokið umfjöllun um
æsku Látra-Bjargar, þykir mér hlýða
að fara yfír og lýsa svo sem tök eru á
staðháttum á æskustöðvum hennar og
þeim kjömm, sem hún ólst upp við og
skoða, hvort ekki sé eitthvert sam-
hengi milli þeirra þátta og þess lífs-
stfls, sem hún kaus sér.
Látraströnd og bœrinn Látrar
í Suður-Þingeyjarsýslu.
Austan Eyjafjarðar utanverðs, eða
allt frá Höfðahverfi að sunnan og að
Gjögurtá í norðri, liggur Látraströnd,
sem er án efa einhver eyðilegasta og
óbyggilegasta strönd landsins, enda nú
komin að öllu eða að mestu leyti í
eyði.
Þótt ótrúlegt sé, var strönd þessi á
dögum Látra-Bjargar ein af höfuð-
stöðvum eyfírsks sjávarútvegs, enda
var þar gnægð fiskjar, sels og hákarls,
auk annars sjávarfangs.
Þar vora einnig nokkur býli og sum
þeirra, svo sem Látrar, allstór á þeirrar
tíðar vísu.
Nyrsti bær strandarinnar var býlið
Látrar, sem hefur eins og ströndin
dregið nafn sitt af sellátram þeim, sem
þar eru.
Mesta útræðið hér um slóðir var frá
Látram, enda einna besta aðstaða þar
til uppsáturs skipa og styst í hin gjöf-
ulu fiskimið.
Flestir bæir á Látraströnd munu hafa
verið einangraðir frá öðram bæjum
allt frá fyrsm vetrarkomu og fram á
vor nema sjóleiðis. Uti fyrir strönd-
inni, allt norður í Fjörður, er óhreint
fyrir landi, eins og sagt var áður fyrr,
en það merkir sker og boða, sem sjó-
farendum stafar mikil hætta af. Undir-
lendi er afar lítið og víða skaga háir
hamrar fram í sjó, en ofan (austan og
norðan) strandarinnar er mikið hálendi
allt austur í Skjálfandaflóa og norður í
Fjörður, en það er samheiti þeirra
mörgu fjarða, sem hálendið endar í að
norðan.
Þarna má sjá fjöll með mikilli hæð,
svo sem fjallið Þemu, 1081 metra á
hæð, Svínahrygg, 1157 metra og
Kaldbak, sem trónir þar hæst eða í
1167 metra hæð, svo að eitthvað sé
nefnt.
Þessi geysimikli fjallgarður mun án
efa hafa verið ill- eða ófær mannfólki
langtímum saman. Þó hafa vegaslóðar
legið frá sunnan- og norðanverðri
ströndinni norður í Fjörðu, sem færir
munu hafa verið að mestu að sumar-
lagi. Sama er að segja um sjálfa
ströndina. Þar vora misfærir slóðar
norður að Látram.
Þrátt fyrir erfíða færð hefur Látra-
Björg ekki látið slíkt aftra ferðum sín-
um, og um Fjörður kvað Björg:
Fagurt er í Fjörðum,
þáfrelsarinn gefur veðrið blítt,
heyið grœnt í görðum
grös og heilagfiski nýtt.
En þegar veturinn að þeim gerir
sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit.
Menn og dýr þá deyja.
Vestur undir Látraströnd hefur verið
skjólgott fyrir austlægum áttum og
sjór hægur. Hins vegar hefur mikill
snjór fallið fram af hinum háu sjávar-
hömram í vetrarstórhríðum og mynd-
að þar miklar hengjur í sjó fram. Þess-
ar hengjur hafa valdið mörgum
skriðuföllum og sköðum, þegar snjóa
leysti, auk þess sem þungar úthafsöld-
ur léku þar listir sínar með miklum
óhljóðum og gauragangi. Um það
kvað Björg:
Grundir, elfur,
salt og sandar,
sjós með dunum,
undir skelfur
allt affjandans
ólátunum.
Árið 1772 féll skriða á bæinn Mið-
gerði og banaði fjóram mönnumen
fímm björguðust, og er þetta aðeins
eitt dæmi um hættuleg skriðuhlaup,
sem tíð vora á ströndinni.
í norðan og norðvestan vetrarstór-
viðram gengu fjallháir úthafsstormar
upp að ströndinni og eirðu engu, sem
á vegi þeirra varð. Veðrabrigði voru
hér tíð og svo snögg, sem hendi væri
veifað. Á slíkum stundum hefur æði
oft borið við, að litlir, opnir bátar hafi
horfið í saltan sæ.
Nokkru norðan Látra eru tveir
klettar, sem ganga í sjó fram, og
mynda þeir allgott lón. Alldjúpt er í
lóni þessu og við klettana, svo að
þama er öraggt var fyrir þá, sem inn
komast. Þar er einnig góð aðstaða til
að draga báta á land. Þetta lón nýttu
aðkomumenn mikið og höfðu þar ver-
búðir. Einnig geymdu heimamenn þar
hákarlaskip sín á milli anna.
Heima er best 407