Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 12
Heimir Hallsson. Anna Silja Jónsdóttir og Bjarni Eggertsson. Þessu þarf fólk að gera sér grein fyrir,“ sagði Hannes. Um tíma hafði hann teikningu sem hluta af náminu en þar sem fólk átti erfitt með að koma tvisvar í viku, felldi hann teikninguna út úr kennslunni. Þeir nemendur, sem sækjast eftir teikninámi, leita nú annað eftir þeirri kennslu. En teikning, viðarfræði og leirmótun eru þættir, sem gott er að kunna skil á ef fólk ætlar sér út í hönnun sjálft. Hannes var einn af síðustu nemendunum, sem lærði tréskurð hjá meistara og í Iðnskólanum í Reykjavtk. Meistarinn, sem hann byrjaði að læra hjá, hét Guðmund- ur Kristjánsson. Guðmundur fluttist út á land og þá fór hann til manns sem hét Ágúst Sig- urmundsson, og síðast til meistara sem hét Vilhelm Beckman. „Stefán Eiríksson var faglærður tréskeri og teiknikennari. Hann lærði í Kaupmannahöfn í kringum 1895, og setti upp námskeið sem voru í rauninni upphaf listkennslu á Islandi. Hann kenndi síðan nokkrum nemendum, sem tóku við og kenndu tréskurð, sem faggrein fram yfir miðja þessa öld,“ sagði Hannes. Uppbygging náms í Iðnskólanum hefur alltaf byggst á því að tvinnu- lífið kalli á starfskrafta í þeim greinum sem eru kenndar. Þegar nýjar stefnur komu fram í hús- gagnaframleiðslu varð erfiðara að sjá fyrir sér af tréskurði. „Tískan í húsgögnum var að breytast og skreytingar voru lagðar að miklu leyti niður. Við það bættist að gjafavörur fóru að flytjast mikið inn og þá minnkaði atvinna í þess- ari grein,“ sagði Hannes. Það varð Hannesi til happs að hafa stundað tónlistarnám meðfram náminu í Iðnskólanum. Þegar at- vinna dróst saman í tréskurði innrit- aði hann sig í Kennaraskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. „Ég vann á teiknistofu til ársins 1957, og þá fór ég að kenna tónlist, þ.e. tónmennt og hljóðfæraleik. Ég var í Breiðagerðisskólanum í Reykjavík í sextán ár og byggði upp strengjasveit barna og hélt henni allt til 1974. Þá gerðist ég skólastjóri í nýstofnuðum tónlistarskóla á Seltjarnamesi. En til hlið- ar þá byrjaði ég þessa kennslu í tréskurði 1972. Það er allt annað að vera tæknilega fær um að búa til hluti held- ur en að vera fær um að koma kunnáttunni áfram til næsta manns,“ sagði Hannes. I dag hefur tréskurður öðlast nýtt gildi sem frístunda- vinna. Hannes á mikinn þátt í að skapa tréskurði nýja möguleika með stofnun skurðlistarskólans. Þannig hefur hann stuðlað að því að halda lífi í greininni. „Fyrir nokkrum árum var ég að telja hve margir hefðu verið á námskeiðum hjá mér, það var komið yfir þúsund manns,“ sagði Hannes. fjTifsi 404 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.