Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 25
fluttist þá til Egilsstaða, eins og að framan segir. Að Grófargerði var amma mín, Þórunn Bjarnadóttir, uns hún lést árið 1949. Þar var einnig Gróa Jóns- dóttir, móðursystir mín, á sumrin, en á vetrum stundaði hún fatasaum á ýmsum stöðum. Gróa andaðist árið 1953. Bjami Jónsson, móðurbróðir minn, var bamakennari í Loðmund- arfirði 1928-1933 og síðan í sveit- inni á Fáskrúðsfirði til ársins 1960. Að öðru leyti var hann heimilisfastur að Grófargerði. Bjarni var fæddur árið 1895 og andaðist árið 1981. Móðursystir mín, Snjólaug Jónsdóttir, var heimilisföst að Grófargerði í 22 ár. I 40 ár var Grófargerði, Vallahrepp, S-Múlasýslu. Gletta og eigandi hennar, Alfreð Eymundsson. hún blind, en þá fötlun sína bar hún með mikilli reisn. Snjólaug var fædd árið 1892 og andaðist árið 1985. Eins og að framan greinir, var ég að Grófargerði í um 65 ár, eða frá 1926 til 1990, ásamt veru minni þar á öðru árinu. Þarna var ég því allan starfsaldur minn við hinn gamla, góða og hefðbundna landbúnað. Ég stundaði heyskap, sinnti um fé, kýr og hesta og vann að öllum verkum, sem til féllu á heimilinu. Það er því varla að undra, að þessi atvinnuvegur sé mér öðrum atvinnu- vegum hugleiknari og að bústörf hafi alla tíð verið helsta áhugamál mitt ásamt lestri góðra bóka. Ég á nú all- gott safn bóka af ýmsu tagi. Hve stórt það er, veit ég ekki með vissu, en það mun vera einhvers staðar á milli 1500 og 2000 bindi. Hvað um þetta safn verður eftir minn dag, er óráðin gáta, eins og er, því að engan á ég erfingjann. Á Kálfárvöllum, séð inn Hjálpleysu og Klettafjalls. Grófargerði er innsti bær á Austur- Völlum, austan Grímsár. Til gamans má geta þess, að Hallormsstaður er á Vestur-Völlum, en þannig er Völlun- um skipt hér. Innan valla tekur Skriðdalur við. Innan Grófargerðis liggur allmikill dalur, sem Hjálpleysudalur heitir, og úr Hjálpleysuvatni, sem er innarlega í þeim dal, rennur Gilsá, sem skilur að Velli og Skriðdal og rennur síðan Grímsá, en þar er Grímsárvirkjun, sem margir hafa heyrt getið. I Hjálpleysudal og þar um kring eru örnefnin Valtýshellir, Valtýsbotn og Valtýssæti, en þau eru öll kennd við Valtýr á grænni treyju, sem talinn var hafa falið sig á þess- um slóðum, þegar hans var mest leitað af yfirvöldum vegna mannsláts, sem hann var talinn hafa átt þátt í. Að Vallanesi, sem er nokkru utan Grófargerðis, búa nú hjónin Eymundur Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir og stunda lífræna ræktun ým- issa jurta og blóma, svo sem byggs, kartaflna, grænmetis, auk blóma, eins og áður segir. Fyrir þessa ræktun hafa þau til hjónin fengið viðurkenningu. Eyvindur er sonur hálfsystur minnar, Sigríðar Eymundsdótt- ur. Að Vallanesi mun hinsta ferð mín liggja. Þar er kirkja okkar, og þar hvíla þeir vinir mínir, sem famir eru á undan mér,“ segir Alfreð um leið og við ljúkum spjalli okkar. Heima er best 417

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.