Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 33
unnt að draga þá úr þeirri gröf, sem þeir hafa grafið sér með illri breytni í garð annarra.“ Röddin þagnaði, en við fikruðum okkur niður klettavegginn, þar til við náðum sléttlendinu fyrir neðan. Þessir skelfilegu, leyndardóms- fullu, dimmu skorningar í eilífu myrkri, þessi fjöll eigingirni og und- irokunar, höfðu valdið mér slíkum hryllingi, að ég var sannarlega glaður yfir fullvissunni um, að það væri ekki lengur skylda mín að dveljast þar. * * * Á ferð okkar komum við næst að geysistórum skógi, en tré hans minntu á draugakenndar furðuverur, sem maður sér í martröð. Berar greinar trjánna líktust lifandi örmum, sem var baðað út til þess að hremma og halda föstum hjálparvana vegfar- endum, og ræturnar stungust upp úr sverðinum eins og slöngur og mynd- uðu þéttar flækjur, sem mönnum varð fótaskortur í. Svartir trjábolirnir virtust sviðnir í eldi, og frá berkinum draup daunill kvoða, sem hélt hverri hendi fastri, sem studdist við hana. Svart, flögrandi skúm umlukti greinarnar eins og hula og gerði öllum villu- gjarnt, sem reyndu að brjótast gegn- um þennan steinrunna skóg. Dauf, hálfkæfð óp heyrðust hér og þar í skóginum, og víða sáust sálir í heljargreipum greinanna, líkt og í hlekkjum. Þær brutust um til þess að losna en gátu ekki hrært sig. Mér varð að orði: „Hvernig eigum við að fara að því að bjarga þessum öndum?“ Sumir voru flæktir í ræturnar, sem héldu fótum þeirra líkt og í skrúf- stykki. Hönd eins var límd föst við trjástofn, en önnur var flækt í svörtu skúmi, og sumum var haldið föstum á höfði og öxlum af trjágreinum, sem umluktu þá. Villidýr flæktust um á milli trjánna, og stórar leðurblökur flugu yfir höfðum þeirra. Þó virtust þau ekki geta snert fangana þrátt fyrir ná- lægðina. „Hvaða mannverur eru þetta?“ spurði ég. „Þetta eru verur, sem horfðu með gleði á aðra þjást, sem fórnuðu með- bræðrum sínum fyrir villt dýr og nutu þess að sjá þá sundurtætta. Það eru allir þeir, sem á öllum tímum nutu þess að sýna grimmd sína á ýmsa vegu, kvöldu, ginntu í gildrur og drápu þá, sem voru minni máttar. Öllum er þessum öndum það sam- eiginlegt, að þeir losna ekki, fyrr en þeir hafa lært að sýna miskunnsemi og meðaumkun með öðrum og sú ósk sækir að þeim að bjarga öðrum frá þjáningum, jafnvel á eigin kostn- að. Þá munu þau bönd og hlekkir, sem halda þeim föstum losna, og þá munu þeir fara frjálsir til þess að gera iðrun og yfirbót. Þar til megnar enginn að hjálpa þeim eða losa þá. Frelsi munu þeir aðeins öðlast fyrir tilverknað eigin bæna og þrá eftir miskunn. Ef þú minnist sögu jarðar þinnar og hugleiðir, að á öllum tímum og í öllum löndum hafa menn kvalið, kúgað og þrælkað meðbræður sína, mun það vart furða þig, þó að þessi risaskógur sé þéttbýll. Það var álitið gagnlegt fyrir þig, að þú kynntist þessum hræðilega stað, en þar sem engir þeirra, sem þú sérð og hefur meðaumkvun með, hafa náð nægum þroska hjartans, til þess að þú getir frelsað þá, munt þú nú fara til annars staðar, þar sem þú getur gert margt gott.“ * * * Eftir að hafa yfirgefið þennan skóg vonleysisins, höfðum við ekki farið lengi, þegar ég sá mér til mikillar gleði vin minn, Hassein, nálgast. En þar sem ég minntist varnaðarorða Ahrinzimans, gaf ég honum hið um- samda tákn, og því svaraði hann samstundis. Hann sagðist færa mér kveðjur föður míns og ástvinu, og gladdi það mig mjög. Hazzein tjáði mér, að næsta við- fangsefni mitt yrði nú meðal þess stóra hóps anda, sem einkum hafði tileinkað sér illar kenndir og athafnir. „Það eru þeir,“ sagði hann, „sem hafa drottnað yfir mönnum og verið leiðtogar þeirra á öllum sviðum en misbeitt gáfum sínum og aðstöðu, svo að árangur iðju þeirra varð bölv- un í staðinn fyrir blessun. Þú verður að varast snörur og tál- beitur, sem þeir munu leggja fyrir þig, til þess að freista þín, og þeir munu með öllu móti reyna að svíkj- ast að þér. Meðal þeirra eru þó nokkrir, sem þú ert sendur til hjálpar. Eðlishvöt þín og rás viðburða mun skera úr um, hverjir fagna orðum þínum og hjálp þín nær til. Sennilega mun ég ekki geta fært þér fréttir, en það kann að verða falið öðrum, en minnstu þess að van- treysta öllum, sem til þín koma og geta ekki gefið það tákn og svar, sem ég gaf. Þú ert nú að því kominn að hefja ferð þína um óvinveitt land, og þú munt uppgötva, að þeir vita um komu þína og hún er illa séð, hvað svo sem þeir kunna að segja. Varastu því öll fölsk loforð þeirra og van- treystu þeim mest, sem þér kunna að virðast vingjarnlegastir.“ Eg lofaði að hafa aðvörun hans í huga, og hann bætti þvf við, að nauð- syn krefði, að ég skildist um stund við hinn trúfasta förunaut minn, sjó- ræningjann, þar eð ekki væri öruggt, að hann fylgdi mér á þau svið, sem lágu fram undan mér. Hazzein lofaði að fela hann umsjá anda, sem vildi og gæti hjálpað honum, svo að hann gæti brátt yfirgefið þetta dimma svið. Þegar ég hafði beðið hann fyrir ástsamlegar kveðjur til ástvinu minn- ar og föður, sem hann lofaði að færa þeim, skildust vegir okkar, og ég hélt af stað í þá átt, sem mér var vísað á, glaður í huga og endumærður af þeim góðu og ástríku kveðjum, sem hann hafði flutt mér. Heima er best 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.