Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 35
lausu íbúðir eru, munu þær ófrá-
gengnu verða fullbúnar þegar sá,
sem þær byggir, hefur lokið jarðlíf-
inu í synd og undirokun.
Horfðu vandlega á borgina og
snúðu aftur til jarðar og aðvaraðu
síðan íbúana, svo að það hljómi í
eyrum þeirra sem básúnuhljómur,
hvaða hlutskipti bíði þeirra. Þó hróp
þín endurómi aðeins í einu hjarta og
með því stöðvist bygging eins þess-
ara ófullgerðu húsa, munt þú hafa
unnið þarft verk og heimsókn þín
nær fyllilega tilgangi sínum.
Þetta er þó ekki eina ástæða hing-
aðkomu þinnar. Vinur minn, fyrir
okkur báðum liggur starf í þessari
borg, því að hér eru sálir, sem við
getum bjargað frá dapurlegu lífi og
munu snúa aftur til jarðarinnar. Með
lúðrum og básúnum munu þær hrópa
í eyru manna um ógnir endurgjalds-
ins, sem þær hafa þurft að þola og
þær vilja firra aðra.
Hugleiddu, hve margar aldir eru
liðnar, síðan mannlíf kviknaði ájörð-
inni, og þá þróun sem hefur síðan átt
sér stað í lífi og í andlegum þroska
þeirra, sem dvelja þar. Er oss ekki
heimilt að álykta, að það sé sumpart
þeim að þakka, sem hafa snúið aftur
til jarðarinnar, til þess að vara jarðar-
búa við hengiflugi því, sem þeir féllu
fram af, vegna syndsamlegs lífs?
Er það ekki háleitari hugsjón
mönnum, að Guð sendi börn sín
(sem voru eitt sinn óhlýðin og
syndguðu en iðrast nú) til jarðarinnar
sem þjónandi anda, til þess að að-
vara, hjálpa þeim og styðja þá, sem
berjast nú baráttu sinni oft í villu og
synd, frekar en að trúa því, að Hann
vilji dæma nokkurn til eilífrar hegn-
ingar vegna synda þeirra, einhver
kann að segja vegna ófyrirgefanlegra
afbrota, en bæði ég og þú höfum
syndgað. Við höfum þó fengið mis-
kunn og fyrirgefningu Guðs, jafnvel
á elleftu stundu, og eiga því ekki
aðrir rétt á að vona?
Þó að einhverjir hafi sokkið dýpra
en við, skulum við ekki í þröngsýni
okkar setja takmörk fyrir, hve hátt
þeir geta komist í þroska. Forðist þá
hugsun, að þær skelfingar, sem við
höfum orðið vitni að í þessum undir-
heimum, geti varað að eilífu. Guð er
kærleikur, og miskunn hans er æðri
skilningi vorum.“
Við gengum niður úr tuminum og
skunduðum inn í borgina.
Á einu stórtorgi hennar, sem ég
þekkti mæta vel frá jarðlífi mínu,
sáum við hóp dökkra anda, sem
hafði safnast saman og hlustaði á
einhverja tilkynningu. Það var auð-
séð, að eitthvað hafði vakið spott
þeirra og reiði, því að óp, öskur og
læti heyrðust allt í kring, og þegar ég
nálgaðist, uppgötvaði ég, að tilsvar-
andi tilkynning hafði verið birt í
hliðstæðu borginni á jörðinni.
Hún fjallaði um frelsi og framfarir,
en í þessu virki undirokunar og harð-
stjórnar skóp hún aðeins óskir um,
að henni væri hafnað. Hinar dökku
verur kringum mig voru staðráðnar í
að hafna þeim réttarbótum, að svo
miklu leyti sem það var á valdi
þeirra.
Því menntaðri, frjálsari og betri
sem menn urðu, því minni líkur voru
á því, að þessar dökku andaverur
drægjust til jarðarinnar í þeim til-
gangi að æsa upp ástríðumar og ráða
yfir mannssálum og beita þeim til ill-
verka.
Gleði þessara dökku anda er háð
stríði, armæðu og blóðböðum, og
þeir eru jafnan reiðubúnir til þess að
hverfa aftur til jarðarinnar til þess að
kveikja ógnandi ástríður manna á ný.
Þegar þjóð er bæld og brýst um og
ástríður manna eru æstar til hins
ýtrasta, birtast þessir íbúar lægri
sviða á jörðinni vegna skyldra til-
finninga og æsa múginn til stjórn-
byltinga. Þó að þær væru uppruna-
lega sprottnar af háleitum hvötum,
myndu þær fljótlega vegna ástríðu-
þungans og áhrifa þessara dimmu
vera frá lægri sviðum koma af stað
blóðfórnum og hvers konar öfgum.
Þessar öfgar munu skapa viðnám,
og þá mun þessum dimmu djöflum
og þeim, sem þeim stjóma, verða
sópað burtu af sterkari öflum, en eft-
ir verða djúp spor eyðingar og þján-
inga.
Þannig uppskera lægstu svið ríku-
lega af ógæfusömum sálum, sem
hafa dregist niður með þeim illu
öndum, sem freistuðu þeirra.
Þar sem ég virti fyrir mér fjöldann,
beindi vinur minn, Tryggur, athygli
minni að hópi anda, sem bentu á
okkur og virtust hafa í hyggju að
ávarpa okkur. Hann sagði:
„Ég ætla að yfirgefa þig um stund,
svo að þú getir rætt við þá einslega.
Það mun reynast affarasælla, því að
þeir gætu þekkt mig aftur, þar sem
ég hef komið hingað áður, en ég vil
að þú kynnist þeim af eigin reynd.
Ég lofa þó að vera ekki langt undan
og mun hitta þig aftur, þegar ég sé að
ég geti orðið þér að liði. Einmitt nú
leggst það í mig, að ég eigi að hverfa
um stund.“
Að því mæltu hvarf hann, og hinir
dimmu andar nálguðust mig með
vinalegum táknum.
Framhald í næsta blaði.
HEB-1996
Á miðju næsta ári hefst ný
framhaldssaga eftir hinn
kunna og vinsæla höfund,
Ingibjörgu Sigurðardóttur,
og nefnist hún
Fylgist meðfrá upphafi
Heima er best 427