Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 34
22. kafli
Eftir stutta göngu sá ég vin minn
„Trygg“ sitja við vegkantinn, og
virtist hann bíða mín.
Ég varð vissulega glaður yfir að
sjá hann aftur og fá frekari leiðsögn
hjá honum. Við heilsuðumst hjartan-
lega. Hann sagðist hafa fengið skip-
un um að fylgja mér um stund á
væntanlegri ferð, og hann sagði mér
frá mörgum furðulegum atburðum,
sem fyrir hann höfðu borið og ég var
viss um, að væru mjög athyglisverð-
ir. Þar sem þeir koma ekki vegferð
minni við, mun ég ekki skýra frekar
frá þeim.
Tryggur leiddi mig upp í háan turn
með útsýni yfir alla borgina, sem við
áttum nú að heimsækja, og sagði um
leið, að þessi útsýn yfir hana mundi
reynast mér bæði gagnleg og fróð-
leg.
Við vorum, eins og ég hef sagt,
stöðugt umluktir þessu næturmyrkri
og óhugnanlegri niðaþoku, sem var
þó ekki þéttari en svo, að gerlegt var
að sjá gegnum hana.
Hér og þar lýsti þetta furðulega
fosfórljós upp myrkrið og á öðrum
stöðum draugaleg bál, sem voru
kveikt af villtum ástríðum hinna and-
legu íbúa bæjarins.
Þegar við vorum komnir efst upp í
tuminn, sem virtist hlaðinn úr svörtu
grjóti, sáum við undir okkur víðlent,
dimmt hérað og mjög stórt. Þung
næturský sáust við sjóndeildarhring-
inn, og nær okkur lá stórborg, furðu-
legt samband af skrauti og rústum,
svipað og ég sá alls staðar í þessu
dimma landi.
Umhverfis bæinn var gróðurlaus
eyðimörk, og blóðlituð, dökk gufa lá
alls staðar yfir þessari borg sorgar og
glæpa.
Stór slot og hallir, fagrar bygging-
ar, en allar dæmdar til hrörnunar,
vom öll merkt og flekkuð af því
syndsamlega lífi, sem þarna var lif-
að.
Þau voru komin að hruni en aðeins
haldið saman af segulmagni hinna
andlegu íbúa og stóðu aðeins á með-
an jarðnesk bönd íbúanna héldust en
mundu hrynja til rústa, þegar iðrun
sálnanna leysti þau bönd og sálirnar
losnuðu úr helsi sínu.
Þau hrynja þó aðeins til rústa til
þess að verða endurreist á ný af öðr-
um syndugum sálum á þann hátt,
sem jarðneskt nautnalíf gefur þeim
form.
Hér var höll og við hlið hennar
kofi, nákvæmlega samkvæmt líferni
og metorðafíkn andanna, sem þarna
bjuggu, og eins og þau fléttuðust
saman á jörðu niðri. Þannig voru
íverustaðir þeirra hér reistir hlið við
hlið.
„Hafíð þið, sem dveljið enn á jörð-
inni, nokkurn tíma hugleitt, hvernig
sambönd ykkar í jarðlífinu verða það
einnig í andaheimi?“
„Hvernig hin segulmögnuðu bönd,
sem knýtt eru í jarðlífinu, tengja
einnig sálir saman í andaheimi, svo
sterklega að það kostar mikið erfiði
og jafnvel þjáningu að losna við
þau?“
Þannig sá ég meðal þessara bygg-
inga höll hins hrokafulla aðals-
manns, sem var byggð vegna græðgi
hans, flekkuð glæpum hans, og var
nátengd lágreistum húsum þræla
hans, daðrara og hórmangara, sem
voru vissulega byggð að ósk þeirra
en um leið af glæpum.
A milli þessara bústaða voru hin
sömu segulmögnuðu bönd eins og
milli hans og þeirra, sem höfðu ým-
ist tekið þátt í svalli hans eða verið
leiksoppar hans. Hann gat ekki leng-
ur losnað við þá og nærgöngli þeirra,
jafnt og þeim var ómögulegt að
losna við harðstjórn hans, ekki fyrr
en háleit þrá kviknaði í brjósti ein-
hvers og gæti þannig komið honum á
æðra svið.
Þannig endurlifðu þeir jarðlífið
eins og í hræðilegri smán á fortíð-
inni, þvingaðir til þess af sjálfri for-
tíðinni, þar eð endurminningar létu
gjörðir þeirra endurspeglast eins og í
hreyfanlegri hringsjá. Þannig gátu
þeir ekki kastað sér út í svall og
saurlífi í þessu landi og gátu ekki
losnað undan fargi minninganna, fyrr
en síðasta löngun til synda og saur-
lífis var hreinsuð burtu úr sálum
þeirra. Yfir þessari stóru andaborg
framliðinna grúfði, eins og ég hef
sagt, ljósleit eða stálgrá þoka. Mér
var sagt, að þessi ljósi blær þokunnar
stafaði af miklum gáfum íbúanna, en
sálir þeirra voru niðurlægðar en ekki
þroskalausar.
Skynsemin var veruleg en notuð til
smánarlegra athafna, svo að hið eig-
inlega, andlega ljós skorti, og þetta
furðulega endurskin andlegra hæfi-
leika var aðeins eftir.
Sums staðar í borginni virtist and-
rúmsloftið loga. Logarnir bárust frá
einum stað til annars eins og drauga-
kennd blys, en eldsneyti þeirra var
brunnið til ösku áður en eldar
slokknuðu. Þar sem þessi blys flögr-
uðu fram og aftur með loftstraumum,
sá ég hópa dökkra anda ganga eftir
götunum, en þeir virtust hvorki
verða varir við eða óttast þessa
draugakenndu elda, sem þeir köstuðu
þó sjálfir út í loftið, en þeir voru
gjörðir af villtum ástríðum þeirra og
umluktu þá eins og andlegar eldtung-
ur.
Þar sem ég starði á þennan furðu-
lega stað dauðra og rúinna sálna,
komst ég í vissan hugaræsing, því að
ég fann samlíkingu í niðumíddum
múrum hans og mannlausum húsum
við þá borg á jörðu, sem ég þekkti
best og var mér hjartfólgnust, þar
sem ég hafði verið einn íbúa hennar.
Því hrópaði ég hátt á leiðsögumann
minn og spurði, hvað þetta ætti að
þýða, hvaða sýn þetta væri, sem ég
sæi fyrir augum mér. Var þetta fortíð,
nútíð eða framtíð minnar hjartfólgnu
borgar?
Hann svaraði:
„Myndin á við alla þessa tíma.
Fyrir augum þér sérðu anda fortíðar-
innar, eins og þeir eru og voru, illir í
eðli. Meðal þeirra sérð þú íbúðir,
sem eru ekki fullfrágengnar, sem
þeir andar, er nú búa á jörðinni,
byggja sér. Eins og þessar mann-
426 Heima er best