Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Hér á þeim árum, sem frásögn þessi nær yfír, bættist svo við einn hættu- valdurinn oft síðla vetrar, sjálfur hafís- inn. Þær lýsingar, sem hér hafa verið í letur færðar um heimabyggð og æsku- stöðvar Látra-Bjargar, eru vægast sagt ófagrar, en þar eru þó einnig bjartar hliðar á. Af hinni eyðilegu Látraströnd er víða ægifagurt útsýni. Við blasir vesturströnd Eyjafjarðarins, allt innan frá Hrísey um Olafsijörð og svo langt sem augað eygir, vestur og norður, og sjálfur veit ég fátt dýrlegra en að sigla út Eyjafjörðinn á sólbjörtum sumar- degi. En nú snúum við okkur aftur á vit hinnar fullorðnu gáfu-, skáld- og seið- konu og reynum að skyggnast betur um í innri huga hennar. Svo virðist sem Björg hafi fljótt far- ið á mis við hina rómuðu foreldraást. Faðir hennar skildi hana mjög unga eftir að Látrum, en móður hennar er hvergi getið, svo að mér þykir næsta ólíklegt, að þær hafí verið þar samtím- is. Olíklegt er að sú þjakandi einvera, sem var á Látrum á löngum vetrum, hafi verið heppileg fyrir hina stór- lyndu og þá um leið viðkvæmu mey. Vegna óvenjulegra gáfna hennar má telja víst, að hún hafi ekki átt geðlæga samleið með þeim þrönga hópi, sem hún ólst upp með. Hin tíðu sjó- og landslys, sem á fólki urðu á þessum tímum, hafa ef- laust tekið mikið á viðkvæma lund hennar, ekki síst vegna þess að hún hefur snemma farið að byrgja alla við- kvæmni og aðrar tilfinningar sínar inni. Trúin á drauga og afturgöngur, fjöl- kynngi og fomeskja sú, sem öllum röftum reið á afskekktum stöðum þessa tíma, hefur óhjákvæmilega vald- ið Björgu, sem og öðmm, er í nánd við hana hafa verið, ómældri, inni- byrgðri angist. Angist, sem sumir hafa að loknum kiknað undir, en öðmm tekist að standa af sér. Ég er ekki í vafa um, að það sem hér að framan er upp talið, hefur verið upphaf síðar ferils Látra-Bjargar, en það sem rekið hafi endahnútinn á ógæfu hennar, hafi verið svik ást- mannsins suðræna. Sumar þeirra vísna, sem varðveist hafa eftir Látra-Björgu, em í huga mínum líkt og fossaföll innibyrgðrar vanlíðunar hennar sjálfrar, og nægir þar að nefna vísu þá, sem hún orti, þegar hún horfði á mann hrapa fram af hálum sjávarhamri í sjó fram: Fallega þaðfer og nett, flughálkan er undir. Hann er að hrapa klett afklett, kominn niður á grundir. Það er að mínu mati ekki óeðlilegt, að margur telji það sjálfgefið, að ákvæðaskáldið og seiðkonan Látra- Björg, hafi bæði verið rammgöldrótt og trúlaus eða jafnvel djöflatrúar. Ég er hins vegar á öndverðri skoðun, hvað þetta snertir. Ég tel mig ekki sjá neinn vott um galdra, t.d. í vísum og ljóðum hennar. Hins vegar verð ég að viðurkenna, að þær eru margar mergj- aðar, ef svo má til orðs taka. Ég álít, að það sé nokkuð til í því, sem um hana var sagt á unga aldri, að „hún vissi lengra nefi sínu.“ Ég hygg, að nú væri sagt, að hún hafi verið dul- ræn. Aður en ég geri trú hennar skil, vil ég til hagræðis birta hér fjórar vísur til viðbótar ásamt aðdraganda þeirra. Sýslumaður einn, Jón að Rauðu- Skriðu, ávítaði Björgu harðlega fyrir flakk hennar og krafðist eiðfestu hennar um, að hún legði það niður. Þá svaraði hún eftir nokkra stund með þessari vísu: Beiði ég þann, er drýgði dáð og deyð á hörðum krossi leið, að sneiða þig afnœgt og náð, efneyðirðu mig að vinna eið. Sýslumanni varð hverft við en hélt þó hótunum áfram. Þá kvað Björg: Dómarinn Jón, þú dœmir mig. Dómurinn sá er skæður. En dómarinn sá mun dœma þig, sem dómunum öllum ræður. Þess má geta, að Jón dómari missti bæði heilsu og eignir og loks líf að stuttum tíma liðnum. A þessum tíma svo sem oft fyrr og síðar var erfitt um aðdrætti hjá Gríms- eyingum. Var það mál borið undir Látra-Björgu og þess farið á leit við hana, að hún freistaði þess að færa eyna til lands. Svar Bjargar var: Þótt fjöllin gæti égfœrt úr stað fyrir vísu og kvœði, ég gimtist ekki gera það, nema guð um leyfi bæði. Margar vísur orti Björg og sumar miður fallegar um staði þá, sem hún hafði dvalið á, flestar í hita líðandi stundar. Ein er þessi: Öllu er stolið ár og síð, eins þó að banni Kristur. Þelamörk og Þjófahlíð, það eru gamlar systur. Allar þessar fjórar vísur, svo og vís- an hér að framan, „Fagurt er í Fjörð- um,“ sýna að Björg hefur ekki aðeins verið trúuð kona, heldur öllu fremur strangtrúuð og vönduð. Það er ekki að sjá, að til séu neinar sagnir um óráð- vendni af hennar hálfu. Það að séra Jón missti líf og eignir eftir viðskipti sín við hana, tel ég að megi allt eins rekja til æðri máttarvalda. Kannski hefur þeim ofboðið framkoma prests við umkomulausa förukonu. Hér læt ég þennan frásöguþátt minn ásamt eigin hugleiðingum, frá mér renna. Aðeins er eftir að geta þess að ég hef víða leitað fanga í hann. Helst skal þar nefna þátt Tómasar Guðmunds- sonar í „Islenskir örlagaþættir, 1972, „Virkir dagar I, eftir Guðmund G. Hagalín, 1972, og „Byggðir og bú. Aldarminning Búnaðarfélags S-Þing- eyinga, 1963. Gamla íslenska átt- ungakortið, samtöl við frótt fólk og að lokum sjónminni mitt frá siglingum framhjá sögusviðinu í misjöfnum veðrum. 408 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.