Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 24
I
FJOMGiS
Umsjón: Ingvar Bjömsson
Fjórdi ársfjórðungur
Landshluti: Austurland
Verðlaunaáskrifandi fjórða
ársfjórðungs 1995 er
Alfreð Eymundsson
frá Grófargerði, nú að
Miðvangi 22, Egilsstöðum.
Verðlaun: Pelle sigursœli, fjögurra
binda ritverk eftir Martin Andersen-
Nexö.
skrifandi fjórðungsins
að þessu sinni er Alfreð
Eymundsson frá Grófar-
gerði í Vallahreppi.
Alfreð er fæddur 18. mars 1922 að
Flugu í Skriðdal en fluttist þaðan á
öðru ári með móður sinni, fyrst að
Grófargerði á Völlum í Vallahreppi
og síðan að Keldhólum í sama
hreppi.
Við báðum Alfreð að fræða okkur
svolítið um ævi hans og störf. Hann
tók vel í það, og sagðist honum svo
frá:
„Árið 1926 er ég var fjögurra ára,
fluttumst við mæðginin að Grófar-
gerði, og þann flutning man ég eins
og gerst hefði í gær.
Mér hefur alltaf þótt nokkuð
merkilegt, hversu mikið ég tel mig
muna frá þriðja og fjórða æviári
mínu, en svona er það nú,“ segir Al-
freð.
„Að Grófargerði ólst ég síðan upp
og var þar allt til ársins 1990, að ég
flutti á núverandi heimili mitt að
Miðvangi 22 á Egilsstöðum.
Móðir mín var Helga Vilhelmína
Jónsdóttir húsmóðir að Grófargerði,
en hún var fædd árið 1897 og andað-
istþarárið 1984.
Faðir minn var Eymundur Einars-
son að Flugu í Skriðdal. Hann and-
Alfreð Eymundsson.
aðist ungur að árum, aðeins 37 ára
gamall.
Að Grófargili bjó Ásmundur móð-
urbróðir minn, og var móðir mín ráðs-
kona hjá honum, meðan hann lifði.
Vegna heilsubrests Ásmundar
færðust búverkin fljótt á mínar hend-
ur, og þegar hann dó árið 1951, tók
ég formlega við bústjórninni og
móðir mín við öðrum búsforráðum.
Því starfi sinnti hún svo, þar til að
hún andaðist árið 1984, 86 ára að
aldri.
Búi mínu brá ég svo árið 1990 og
416 Heima er best