Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 32
hingað og þangað hitt fáa anda, sem
voru reiðubúnir að hlusta á okkur og
öðlast hjálp, en venjulega var til-
raunum okkar svarað með háðshlátr-
um, og sumir höfðu ráðist á okkur,
þar eð við höfðum sýnt þeim af-
skiptasemi, og áttum við í ýmsum
brösum með að sleppa við vandræði.
Síðasta tilraun okkar hafði verið
með karl og konu, mjög fráhrindandi
útlits, sem börðust við hurð kofaræf-
ils. Maðurinn beit konuna svo
grimmilega, að ég gat ekki varist að
skerast í leikinn og stöðva hann, en
þá réðust þau bæði á mig, og konan
reyndi sitt besta til þess að klóra úr
mér augun. Varð ég því feginn, að
sjóræninginn kom mér til hjálpar, því
að satt að segja hafði hin samstillta
árás þeirra komið mér svo á óvart, að
ég komst um skeið á sama stig og
þau, og hafði það svipt mig þeirri
vöm, sem æðri þróun sálar minnar
hafði veitt mér.
Þessar tvær verur voru sekar um
hryllilegt morð á gömlum manni
(eiginmanni konunnar), til þess að
komast yfir peninga hans. Fyrir
þennan glæp var þeim hegnt með
hengingu, en þessi sameiginlegi
glæpur hafði tengt þau svo sterkum
böndum, að bæði drógust saman nið-
ur á við og gátu ekki skilist að þrátt
fyrir hið bitra hatur, sem þau báru
hvort til annars.
Bæði álitu, að hinn aðilinn væri
ábyrgur fyrir því, að þau lentu á
þessum stað. Þau sökuðu hvort ann-
að um aðalsektina, og það var ákafi
beggja að svíkja hvort annað, sem
kom upp um þau.
Nú virtust þau aðeins lifa fyrir að
lumbra hvort á öðru, og ég get vart
hugsað mér hræðilegri hegningu en
þeirra, sem voru tengd saman af
hatri. í því hugarástandi, sem þau
voru í, var með öllu vonlaust að
koma þeim til hjálpar.
Skömmu eftir að við yfirgáfum
þessi sérstæðu hjónaleysi, stóðum
við við rætur hinna háu, dökku fjalla,
og við skin furðulegs fosfórljóss,
sem lýsti yfir þeim, var mögulegt að
kanna þau frekar. Þar voru engir stíg-
ar, og klappirnar voru þverhníptar,
svo að við skriðum upp eftir bestu
getu. Hér verð ég að skjóta inn þeirri
skýringu, að með því að gangast
undir viss skilyrði vegna ferðarinnar
til þessa lága sviðs, hafði ég misst
hæfileikann til þess að lyfta mér og
svífa um, en það voru forréttindi
þeirra, sem voru komnir upp á svið
morgunroðans.
Eftir erfitt klifur upp eitt minni
fjallanna og göngu eftir brún þess,
sem var upplýst þessum sérkenni-
legu fosfórljósum, sáum við á báðar
hendur mjög djúpar gjár og ógnvekj-
andi gljúfur.
Frá sumum þeirra heyrðust and-
vörp og hróp og stöku sinnum bænir
um hjálp.
Mig hryllti við tilhugsuninni um,
að í þessum gjám væru mannssálir
og var í miklum vanda með að finna
leiðir til þess að koma þeim til hjálp-
ar, en þá stakk leiðsögumaður minn,
sem hafði aðstoðað mig svo vel í til-
raunum mínum til þess að frelsa
anda, upp á því að við skyldum flétta
reipi úr grasi þvf og illgresi, sem
víða óx upp úr gjótum á þessum
gróðursnauðu klöppum. Með slíku
reipi aðstoðaði ég hann við að klifra
niður, en hann var mér leiknari í að
klifra, og með þeim hætti lánaðist
okkur að draga nokkra anda burtu frá
þessum hræðilegu dvalarstöðum.
Þetta var svo snjöll hugmynd, að
við gerðum reipi, sem var nógu
sterkt til þess að bera þunga vinar
míns, en þið skuluð vita, að jafnt í
andlegum sem efnislegum hlutum er
þungi hlutlægur, og efni þessara lágu
sviða mun gæða það meiri festu og
þunga en á sér stað á þróaðri sviðum.
Þótt vinur minn sjóræninginn hafi
ekki haft mjög efnismikinn líkama í
jarðlífinu, þurfti ekki mikinn andleg-
an þroska til þess að verða hans var
hér, þó að andi á æðra þróunarstigi
væri ósýnilegur. Því skjöplast mér
ekki né fer ég með staðleysu, þegar
ég ræði um líkamsþunga vinar míns,
en þegar hann klifraði í reipi gerðu
af andlegum stráum og illgresi,
stríkkaði ekki síður á því en á sér
stað við svipaðar aðstæður á jörð-
inni.
Eftir að annar endi reipisins var
festur við klöpp, klifraði andinn af
miklum fimleika niður, en klifur-
tækni hafði hann þjálfað í skipsreiða
á jörðinni.
Þegar hann var kominn niður,
hnýtti hann reipinu fljótt um líkama
hins hrjáða anda, sem lá stynjandi á
botninum. Því næst dró ég reipið og
andann upp, og þegar ég hafði komið
honum á öruggan stað, lét ég reipið
falla niður til vinar míns og dró hann
upp.
Eftir að við höfðum gert það, sem í
okkar valdi stóð fyrir hinn frelsaða
anda, héldum við áfram og hjálpuð-
um fleiri öndum á sama hátt.
Þegar við höfðum dregið alla þá
upp, sem við fundum, kom furðulegt
atvik fyrir, þar eð fosfórljósið
slokknaði, og við vorum staddir í
niðamyrkri, en dularfull rödd, sem
virtist svífa í loftinu sagði:
„Farið nú burtu. Starfi ykkar hér er
lokið. Þeir, sem þið hafið bjargað,
voru fangar í eigin snörum og gildr-
um, sem þeir höfðu búið öðrum, en
féllu sjálfir í, og máttu þeir dúsa þar
til iðrun og ósk um yfirbót dró að
anda, sem gátu frelsað þá úr því
fangelsi, sem þeir höfðu búið sér
sjálfir.
í þessum fjöllum eru margir andar
fangelsaðir, og ennþá megnar enginn
að bjarga þeim, því að þeir munu að-
eins verða öðrum til óþurftar og
skaða og hið illa, sem þeir gerðu
öðrum, mundi aðeins lengja fangels-
isvist þeirra.
Þeir hafa þó sjálfir búið sér fang-
elsin, því að þessi dimmu, óhugnan-
legu klettafjöll eru ávextir af jarð-
nesku lífemi, og þessi hyldýpi eru
aðeins hliðstæður þeirra, sem þeir
hafa hrundið fórnarlömbunum á
jörðinni niður í. Fangelsi þeirra mun
ekki uppljúkast, fyrr en þeir fara að
þrá tækifæri til þess að vinna góð-
verk í staðinn fyrir ill, en þá fyrst er
424 Heima er best