Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 27
Selirnir i
Jökulsá
” .......“■“'" ””
Bergur Bjarnason,
kennari:
fiont ocf
uuýlmýn*
6. þáttuk
Seinni hluti
ins og ég sagði ykkur síðast,
ætla ég núna að ljúka við að
segja ykkur frá selveiðunum
í Jökulsá, og hve mikils virði þær
voru fyrir marga.
Eg gat þess aðeins fyrr, að þessar
veiðar voru enn stundaðar, þegar ég
var drengur. Og ég man glöggt, að
við strákamir fengum tvisvar að vera
viðstaddir, þegar sá mikli viðburður
gerðist. Ég mun þá hafa verið tíu ára.
Annars fengu börn aldrei að vera við
þessar veiðar vegna hins mikla og
ljóta hrottaháttar, sem vesalings dýrin
urðu fyrir. En þar sem skortur var á
vinnuafli og við orðnir þetta stálpaðir,
bróðir minn og frændur tveir voru
einu og tveimur árum eldri, vorum
við notaðir til að færa veiðimönnun-
um mat og drykk og til ýmissa ann-
arra snúninga.
Þennan veiðidag, sem ég man svo
glöggt eftir og gleymi aldrei, var sela-
gengdin í ánni óvenjumikil, og varð
þá veiðin meiri en elstu menn mundu
eftir, eða 72 selir. Miða ég frásögn
mína eingöngu við þann dag, en yfir-
leitt fóru veiðarnar fram með líkum
hætti.
Það var einn af fyrstu dögunum í
júní. Veðrið var yndislegt, logn og
glaðasólskin. Fuglarnir sungu, flug-
umar suðuðu, og blómin breiddu
fagnandi krónur sínar móti blessaðri
sólinni. Við vorum flest að borða ár-
bítinn um klukkan hálfníu um morg-
uninn og tala um störfin, sem fram
undan voru, þegar Bjarni vinnumaður
kom allt í einu hvatlega inn og sagði
með óvenjuhárri röddu, að nú væri
mikill selur genginn í ána, meiri en
hann myndi nokkru sinni eftir.
Bjarni hafði verið árrisull eins og
venjulega, skokkað út á Melatanga og
svipast um eftir sel, eins og hann
gerði oft um þetta leyti árs.
Þegar faðir minn hafði fengið nán-
ari fréttir hjá vinnumanni, sendi hann
tafarlaust hraðboða á næstu bæi og
bað alla verkfæra karlmenn að koma
sem fyrst í Velli, því að nú mætti
vænta góðrar veiði í ánni. Jafnframt
mælti hann svo fyrir, að fimm röskir
karlmenn, sem tiltækir voru á báðum
búunum á Völlum, skyldu strax fara
vestur að Jökulsá með mikilli leynd,
svo að selurinn yrði ekki fyrir neinni
styggð, vaða síðan út í ána neðan við
selina og vama þeim að komast út í
ósinn til sjávar. Skyldu þeir allir hafa
sterk prik í höndum til þess að geta j
barið í vatnið og hrætt selina, ef þeir I
ætluð að synda niður eftir. Áin var
oftast ekki dýpri þama en svona vel í
mitti, svo að þetta var vel framkvæm-
anlegt. En eftir að veiði var hafin,
þurftu þessir varðliðar eða fyrirstöðu- |
menn að vera miklu fleiri, því að þá
reyndu selirnir ætíð af fremsta megni
að komast undan.
Á meðan þetta gerðist, var veiði-
ferðin undirbúin eins fljótt og föng
voru á. Faðir minn, sem ætíð hafði
umsjón með veiðitækjunum, tók þau
nú fram og bjó til ferðar. Það vom
einkum þrenns konar tæki, sem notuð
voru til þessara veiða: Löng og sterk
selanót, hnallar, sérstaklega gerðir,
Heima er best 419