Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 10
Hannes Flosason og Brandur Þorsteinsson. Tréskurður hefur verið notaður til skrauts frá alda öðli. Margar gamlar sögur geta þess, þegar menn voru að skera út rúmfjalir handa unnustum sínum á löngum vetrarkvöldum. Það þótti mikill kostur að vera hag- leiksmaður góður. A seinni árum hefur þetta breyst mjög mikið, og var um tíma enginn sem kenndi þessa list hér á landi. Tónlist og tréskurður Rætt við Hannes Flosason tréskurðarmeistara ónlist og tréskurður hafa verið snar þáttur í lífi Hannesar Flosasonar. Hann stofnaði skurðlistarskóla sinn árið 1972. Þá var tré- skurður hvergi kenndur á opinberum vettvangi, þar sem Iðnskólinn lagði þessa kennslu niður um leið og atvinnu- lífið hætti að hafa þörf fyrir tréskera. „Þegar sjónvarpið kom til Islands 1966, dró mjög úr frístundastörfum fólks. Það var varla hægt að fá fólk í kórstarf, námsflokka eða nokkum skapaðan hlut. Allir voru að horfa á sjónvarp. Upp úr 1970 fór þetta að breyt- ast,“ sagði Hannes. I upphafi var verkefnaskráin í mótun á námskeiðum Hannesar. Val nemenda var þá með frjálslegra móti en nú. Sumir völdu sér verkefni sem urðu þeim ofviða vegna skorts á tækni í útskurðinum. „Ég lét eftir þarna í byrjun, en síðan hefur þetta þróast út í að vera í líku formi og tónlistarkennsla. Þar studdist ég beinlínis við reynslu mína af hljóðfærakennslu,“ sagði Hannes. I dag skiptir Hannes tréskurðamáminu í sjö stig, og í hverju stigi eru minnst sex verkefni. Þeir sem ljúka við öll stigin í þessu námi, ljúka því tjörutíu og tveimur verk- um. Hann leggur mikla áherslu á færni við að beita út- skurðartækjunum og rétta lrkamsbeitingu við vinnuna. „Einum ágætum manni, sem er búinn að vera hjá mér lengi, varð að orði hér um daginn, að hann hefði ekki lært meira af neinu verkefni en þessari fyrstu skál. Ég hef séð fólk skera út án þess að fá tilsögn, og það er mikil hindr- un þegar það beitir ekki tækjunum og líkamanum rétt. Þetta er bara þjálfun eins og íþróttir og allt annað, sem maður gerir. Menn verða að læra að beita sér á réttan hátt til að ná árangri," sagði Hannes. Það skapast sérstök stemmning í tímunum hjá Hannesi, þar sem tíminn verður afstætt hugtak, en verkefnið og 402 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.