Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 28
sem notaðir voru til að rota selinn, og
loks stórir og hárbeittir hnífar, sem
selurinn var skorinn með, svo að
honum blæddi strax út, því að þá
varð kjötið mun betra. Auk þess
þurfti svo að sjálfsögðu að hafa
a.m.k. einn pramma til að leggja nót-
ina í ána og til að flytja margt á milli,
því að nokkrir menn þurftu vitaskuld
að vera báðum megin árinnar. Frá
prammanum, þessum litla skrýtna og
þarfa báti, hef ég sagt ykkur fyrr og
vænti, að þið munið það.
Þegar allt var tilbúið og veiðimenn
flestir komnir, var nót, pramma
og öðrum útbúnaði ekið á kerru
vestur að á. En kerrur, litlir tví-
hjólaðir vagnar, sem hestar drógu,
voru mjög þörf tæki í sveitum um
árabil, áður en bílamir komu til
sögunnar. Nokkru fyrr hafði þó
liðsauki verið sendur til varðliðs-
mannanna, sem stóðu fyrir selun-
um í ánni.
Veiðamar fóm þannig fram, að
nótin var lögð í ána ofan við flesta
selina. Síðan var hún látin reka
niður ána undan straumnum, og
vom menn beggja megin árinnar,
sem héldu í hana og fylgdu henni
eftir.
Eins og nærri má geta, flýðu
selimir í fyrstu niður ána og ætl-
uðu strax að forða sér til sjávar,
þar sem þeir væru frjálsir ferða
sinna. En þá ráku þeir sig brátt á
óvænta fyrirstöðu: þétta röð af
varðliðsmönnum, sem stóðu hlið
við hlið í ánni, slógu í vatnið með
bareflum sínum og hljóðuðu hátt. Við
þetta urðu selirnir afar hræddir, sneru
við í dauðans ofboði og ætluðu að
flýja upp ána. En þá var nótin
skammt undan, svo að sumir lentu
strax í henni og voru dregnir í land
og aflífaðir. Aðrir komust upp eftir
ánni hver sínum megin við nótina, en
sumir lærðu strax að forðast hana,
stukku ýmist yfir hana eða lögðust í
botninn og létu hana reka yfir sig.
Sýndu vissar skepnur þannig furðu-
lega vitsmuni, og heyrði ég fullorðna
fólkið oft tala um þetta.
Þannig var svo haldið áfram, með-
an einhver veiðivon var, nótin dregin
upp, selurinn aflífaður og greiddur úr
henni og síðan farið með hana upp
fyrir hópinn sem eftir var og straum-
urinn látinn bera hana niður eftir á
ný.
Og þegar þessum eftirminnilega
veiðidegi lauk, lágu 72 selir eftir á ár-
bakkanum, eins og fyrr segir, meiri
veiði en vitað var um á Völlum í
manna minnum.
Eg verð að segja ykkur eins og er,
vinir mínir, að ég hef tekið töluvert
nærri mér að segja ykkur frá þessum
• ■ .........................................■• ■■■■■■■
þætti um dýralífið á æskuheimili
mínu. Engu að síður fannst mér, að
ég gæti ekki sleppt honum, því að
selveiðin í Jökulsá og einnig oft utan
við ströndina var hreint ekki lítill
þáttur í lífi bændafólksins á þessum
slóðum. Og þið, sem alist hafið upp
við allt aðrar aðstæður í gjörbreyttu
þjóðfélagi, þurfið raunar að vita um
og kunna glögg skil á, hve lífsbarátta
náinna frænda ykkar og forfeðra var
hörð, að þeir þurftu að nota hvert
tækifæri sem gafst til að hafa nóg að
bíta og brenna, til að geta séð fyrir
sér og sínum.
Afurðir selanna, kjöt, spik og
skinn, voru ætíð vel þegnar og bættu
oft úr brýnni þörf. Þegar vel veiddist
eins og í þetta sinn, gátu öll heimili,
sem vildu í sveitinni, fengið töluvert
af kjöti og spiki, sem hvort tveggja er
bæði holl og góð fæða.
Eg man glöggt, að selkjöt var oft
saltað í tunnur heima og þótti jafnan
besti matur, bæði nýtt og saltað með
ofurlitlum spikbita og kartöflum. Þá
man ég einnig vel, að móðir mín bjó
oft til ágætt viðbit, sem kallað var
bræðingur, úr sellýsi og tólg og var
notað í staðinn fyrir smjör.
Ég má ekki heldur gleyma að
segja ykkur frá því, að sellýsi var
öldum saman notað sem ljósmeti,
áður en olía tók að flytjast til
landsins. Var þá lýsi sett í ofurlítið
stútlaga tæki úr málmi, kola var
það kallað, og fífustöngull notaður
sem kveikur.
Þegar fífustöngullinn var orðinn
gegnvotur af lýsinu, var kveikt á
honum, eða réttara sagt, fræull fíf-
unnar, sem bar þá ofurlitla birtu.
Og þótt sú birta væri að sjálfsögðu
ósköp dauf, sætti þjóðin okkar sig
við hana öldum saman af því að
hún þekkti ekki neitt annað betra.
Og hræddur er ég um, að böm-
um og unglingum, sem nú em að
alast upp og þekkja ekki annað en
rafljósadýrðina, þætti lítið til
hennar koma.
En við þessi lýsisljós frá kolunni
vom samt mestu verðmæti þjóðar-
innar, fomritin, fomsögurnar okk-
ar frægu, skrifuð með fjaðrapenna.
Skinn selanna vora alltaf mjög eft-
irsótt til skógerðar, og einhverjir fall-
egustu og sterkustu skór, sem við
strákamir fengum, voru einmitt úr
selskinni.
Þið sjáið því af þessu, vinir mínir,
að selurinn var mikið nytjadýr á
æskuheimili mínu, og má fullyrða, að
svo hafi verið öldum saman um land
allt.
Og þó að ég gæti sagt ykkur sitt-
hvað fleira um selinn, látum við þetta
nægja núna.
420 Heima er best