Heima er bezt - 01.09.1998, Qupperneq 14
Sæll vertu hór.
Er hóbóndi heima?
Eg vil kyssa á snös þína,
ef þú græðir vör mína.
Eftir þennan formála, kyssti
bamið á krókinn á hónum.
Það stóðst venjulega á endum,
að þegar ég var búin að mala,
sauð í pottinum, og þá var komið
að því að kasta út á. Við það verk
notaði ég grautarhríslu, smávönd
úr hrísi. Ég sáði út með vinstri
hnefa og sló útákastið um leið út
með hríslunni, sem ég bar í hægri
hendi. Grautarhrísla var líka not-
uð, þegar hrært var í lummur. Ég Magáll af vœnni kind.
færði soðbrauðið (soðkökur) upp
úr grautnum, þegar hann var soðinn, og gekk frá eldinum,
svo hann héldi lífi þar til húsmóðirin kom heim til
kvöldverkanna. Stundum átti ég líka að baka kökur á
glóð, en var ekki handlagin við það. Ég gat hnoðað deig-
ið og flatt út en var verri við að baka kökurnar á glóðinni.
Fór ég þá til Guðrúnar og bað hana hjálpar eða hina ná-
grannakonuna. Guðrún sagði mér alltaf til um það, þegar
hæfilegt var að byrja grautarsuðuna. Þessar blessuðu
konur voru fúsar til hjálpar. Þær slógu sundur glóðina
fyrir baksturinn svo hún væri sem sléttust og með jöfnu
lífi. Til verkaléttis höfðu þær áhald, sem þær kölluðu
viftu. Það var kringlótt tréspjald með skafti. Þær viftuðu
Bítið að taka innanúr.
að glóðinni til að glæða hana og
viftuna notuðu þær, þegar þær
sneru kökunni við á glóðinni,
lögðu kökuna á hana í meðförun-
um. Eitt eldaverkið enn, sem ég
átti að annast um, var að brenna
kaffi, er þörf krafði.
Eleimildarmaður af Horn-
ströndum fæddur 1890 segir frá
sláturverkum. Þórður Tómasson
skráði árið 1968:
Kind, sem slátra átti, var vana-
lega lögð niður á hurð á blóðvell-
inum og blóðtrogið haft framan
við hana. Slátrarinn setti alltaf
þumalfingur hægri handar upp í
kind, sem slátrað var, þegar hann
var búinn að leggja hana niður,
og hélt utan um neðri skoltinn.
Kind, sem jarmaði, þegar búið
var að leggja hana niður á blóð-
velli, bað um líf og var veitt það. Hún nefndist eftir það
ýmist Ófeig eða Lífgjöf og var fyrra nafnið algengara.
Slátrari sló hausnum þrisvar við strjúpann, jafnskjótt og
hann var búinn að skera hann frá og tautaði eitthvað um
leið. Ekki man ég, hvað hann sagði. Um að gera var að
slátra með útfalli sjávar. Blóðrennsli var þá meira. Skinn
áttu að verða endingarbetri til slits, ef slátrað var með
vaxandi tungli. Slátrari brá hnífsblaðinu milli tanna sér,
milli nota við slátrun. Maður, sem Kristján hét Jóhannes-
son, var að leita að hnífnum við slátrun og varð ekki
ágengt, þar til hann sagði: „Hver andskotinn hefur orðið
af hnífnum?“ Þá datt hnífurinn fram úr honum. Oft höfðu
innri hurðina. Gat ég svo lokað henni tryggilega, svo
börnin kæmust ekki út óséð. Þegar leið á daginn átti ég
að fara að annast um eldastörfin, hnoða soðbrauð handa
engjafólkinu til að hafa með sér á engjarnar og sjóða
bankabyggsgrautinn handa því í kvöldmat. Ég varð líka
að mala útákastið. Lítil kvörn var inni í eldhúsinu. Hús-
móðirin setti hæfilega mikið bankabygg handa mér að
mala í litla tréskál. Soðbrauðið var soðið í grautnum, og
varð ég að hnoða það svo fast, að það færi ekki út í graut-
inn við suðuna. Eldinn tók ég upp, áður en ég fór að
mala; tók af honum felhelluna og kom í hann lífi.
Taðstálið var inni í eldhúsinu, og ífaman við skánina var
afrak og hrossatað, sem logaði fljótt upp og gott var að
hafa með. Ég setti pottinn yfir eldinn og í hann grábland-
ið í grautinn. Potturinn hékk á potthöldu, sem var fest á
krókinn á hónum, en hlóðasteinar voru engir. Þegar ég
var búin að ganga frá þessu, sópaði ég öskunni utan að
glóðinni, svo hitann legði vel upp undir pottinn. Hór var
víðast í eldhúsum, þar sem ég
þekkti til á þeim árum. Stundum
ávarpaði barn með áblástur eða
skeinu á vör, hóinn með þessu
stefi:
330 Heima er bezt