Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 15

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 15
smiðir smíðahníf sinn milli tanna. Lifrar voru teknar úr blóðinu, þegar hrært var í því. Blóðhálsinn (svo) á gærunni var eitthvað kreistur ofan í blóðtrogið en þó mest niður á völl- inn, þegar búið var að taka blóðtrogið frá. Verkið við að flá kind og fara innan í hana var nefnt að gera til. Kindur voru ým- ist fastar eða lausar í skinni (eða: í bjór). Verkið hófst á því að rist var fyr- ir. Skorið var á sinar á liðamótum fóta um hné og hækla og rist niður skinn- ið, innanfótar, niður að bringukolli að framan, fram með honum beggja vegna og svo í einum skurði, er kom fram á hálsinn. Slátrari tók í tot- una á skinninu framan við bringukollinn og kippti skinninu upp, aftur á bringuna. Átti hann að vinna það verk svo vel, að ekkert flagnaði af feiti upp úr bringunni. Slátrar- inn fló fyrst aftur á síður og svo aftan frá, fram eftir síðum og niður á bak, uns kroppurinn var laus í gæru. Maður, sem limaði svo aftur- fót frá langlegg, að valan fylgdi fæti, var nefndur völu- þjófur. Honum var hætt við að verða sauðaþjófur. Slátrari risti gæru fram eftir kvið, þegar hann var búinn að flá, ef ekki var tekinn belgur, t.d. kæfubelgur. Verkið við að rista á kviðinn og taka út innyfli var nefnt að fara innan í. Fyrst var rist fram með hálslundum. Var þá skorið inn í brjósthol, framan frá, og losað um barka og vélundað (svo). Barkinn var skorinn sundur um barkakýlið, en það fýlgdi vélundanu. Skorin var rauf niður í vélindað, allt í kring (ysta vöðvalagið), rétt við barkakýlið. Var svo gerð- ur hnútur þar á, og varnaði raufin því, að hann rynni til. Tekinn var magáll af vænum kindum, helst rosknu fé. Skorinn var þverskurður aftan við bringukollinn og síðan aftur eftir kviðnum, sitt hvorum megin, aftur með riQun- um og aftur að lærum. Slátrarinn lét vísifingur og löngu- töng vinstri handar ganga fyrir innan við magálinn, lagði hnífsblaðið milli þeirra og lét eggina vísa upp.Ekki var magállinn skorinn frá að aftan að sinni. Nú var netjan tekin hreinlega af innyflum og látin í gæruna utan með. Við þetta verk lá slátrarinn á hnjánum við vinstri hlið kindarinnar, eins og hún lá, á bakinu. Þessu næst var vömbin, ásamt laka og vinstur tekin út úr krofinu og garnir síð- an raktar. Langar og vinstur voru skilin frá. Þá var tekinn ristill og klofið aftur úr, lífbeinið. Börn fengu hlandblöðruna til að leika sér að, tæmdu hana, blésu upp með fjöðurstaf og þurrkuðu. Höfðu þau að leik að henda henni milli sín og grípa á lofti. Hlandblöðrur úr stórgripunr voru hafðar fyrir ílát t.d. undir saumadót konu, eltar og bryddaðar, dregið saman op eða bundið fyrir. Nú var magállinn endanlega skorinn frá og lagður í inn- matartrogið. Ofan á hann var mörinn lagður. Netjan var fyrst breidd á hann. fnnan í hana var nýrnmörinn lagður og netjan síðan brotin saman í böggul. Síð- ast var skorið á þind, hún losuð og innyfli í brjóstholi síðan dreg- in aftur. Gall var skorið frá lifúr. Því var jafnan fleygt. Skorinn var kross í lifrina, utanvert við gallið. Skorið var kringum hjartað að neðan og gollurshús- ið losað. Skorið var niður í hjartað að ofan (ekki í kross). Óhljóðseyrun voru skorin af hjartanu og þeim fleygt. Milta var fleygt. Spáð var fyrir vetri í nautamilta. Slátrar- inn lagði það á jörðina, lagðist á hnén hjá því, lagði aftur augun og skar svo tvo skurði í miltað, blindandi. Skurð- irnir skiptu miltanu í þrjá hluti, vanalega misstóra. Væri miðhlutinn stærstur, átti allur miðhluti vetrarins að verða slæmur en fyrri hluti og útmánuðir góðir. Væri miðhlut- inn minnstur, átti miðhluti vetrarins að vera góður en hin- ir hlutar hans vondir o.s.frv. Áður hafði verið spáð í kindagarnir. Var farið eftir auðu köflunum í þeim (á full- orðnum kindum). Eftir því átti veturinn að verða mislitur. Fékvörn fannst stundum í netju á kindum. Lánsmerki var hún fyrir þann, sem átti kindina og var geymd vandlega í líknarbelgi. Ætti unglingur kindina, átti hann að verða lánssamur á skepnur. Ég heyrði talað um fénál, mjótt bein við langlegg í kindum. Það átti að vera harðgerður kynstofn, sem fénál fannst í. Kindagamir voru raktar niður í hespu. Skorið var niður úr henni. Garnirnar voru síðan hreinsaðar vand- Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.