Heima er bezt - 01.09.1998, Side 17
Ég ræð mig á „transportbát"
Veturinn 1942-43 hafði breski sjó-
herinn allmarga íslenska vélbáta í
sinni þjónustu, einnig nokkur skip,
sem kölluð voru línuveiðarar og var
svo öll stríðsárin, allt frá þeim degi
er herin steig hér á land. Fleytur
þessar önnuðust margs konar flutn-
inga fyrir her og flota Breta. Stærri
bátarnir voru einkum í ferðum kring-
um landið og í flutningum með menn
og alls kyns vörur á þá staði þar sem
hernámsliðið hafði aðsetur en smærri
bátarnir í því sem kallast gat snatt og
öðru því um líku. Þessi vinna var
kölluð „transport,“ og var eftirsótt af
eigendum vélbáta og fengu færri en
vildu.
Sá hét Oddur, sem annaðist samn-
inga við Breta fyrir hönd íslensku
vélbátaeigendanna og átti að sögn,
nokkra báta sjálfur eða hlut í þeim.
Ekki verður sagt um þá báta sem
voru í þjónustu Breta í Hvalfirði
þennan vetur, en þeir voru allmargir,
að þeir væru allir sérstök úrvalsskip,
enda tæpast þörf jafngóðra báta og á
vertíð við fiskiveiðar eða í strand-
ferðirnar, þar sem hér var um að
ræða flutning á mönnum og vörum
innfjarðar, auk ferða til Reykjavíkur
hálfsmánaðarlega eða þar um bil.
Einhverjir bátanna hurfu frá þess-
ari vinnu eftir áramót, sumir líklega
á vertíð.
í byrjun nóvember 1942 vantaði
kokk á einn þessara „transportbáta.“
Ég var þá á „lausum kili“ hvað vinnu
snerti, nýlega kominn frá vinnu í
Hvítanesi í Hvalfirði og vann hér og
þar, smá tíma i einu, meðal annars
Fyrri hluti
við Reykjavíkurhöfn. Starfið var
auglýst og ég var einn í hópi um-
sækjenda.
Ég hafði heppnina með mér og
fékk vinnuna. Báturinn hét Sævar og
hafði áður verið á Siglufirði en var
nú „gerður út“ frá Sandgerði. Sævar
var 29 smálestir og eigandinn hefur
sjálfsagt prísað sig sælan að hafa
þessa vinnu fyrir hann.
Eigandi bátsins og sá sem endan-
lega réði mig til starfsins, hét Ólafur,
viðfelldinn, alvörugefinn maður og
ekki margorður.
Auk þess að sjá um mat fyrir
áhöfnina, átti ég að skilja þau fyrir-
mæli sem okkur bærust ffá Bretun-
um, þar eð skipsfélagar mínir hvorki
töluðu né skildu þeirra mál. Þá
skyldi ég og hjálpa til á dekkinu svo
sem með þyrfti.
Við vorum þrír á bátnum, Guð-
mundur Bæringsson formaður, Sæ-
mundur Helgason vélamaður (það
hét að vera mótoristi), og svo ég.
Ekki var Sævar þesslegur að hægt
væri að senda hann á vertíð í því
ástandi sem hann var. Auk þess að
vera ljótur og gangtregur, vantaði al-
veg á hann frammastrið. Heyrði ég
því fleygt að báturinn væri á undan-
þágu frá skipaskoðuninni og félag-
arnir í bátaflotanum sögðu hann vera
ósjófæran, þó hann flyti ennþá.
Ekki voru þetta uppörvandi upp-
lýsingar um farkostinn í byrjun ráðn-
ingartímans, en ég kærði mig kollótt-
an. Það var svo mörgu logið.
Síðar, þegar ég var kominn um
borð í bátinn og fór að átta mig á
hlutunum, skammaðist ég mín alltaf
þegar ég sá þokkalegu bátana, eins
og til dæmis Jón Finnsson, Dags-
brúnu og íslending. Það voru snyrti-
legir og fallegir bátar, þó þeir væru
ekki stórir.
En hjá Bretunum var Sævar alltaf
vinsæll. Kannski hefur það verið
vegna þess hve nafn bátsins var þeim
þjált á tungu.
Matur og matarvenjur
Sjálfsagt fannst mér ég vera nokk-
uð vanbúinn því að taka að mér mat-
reiðslu þegar ég réði mig til starfa á
Sævari. Félagar mínir á kvöldrúntin-
um í miðbæ Reykjavíkur, voru vissir.
„Hann verður ekki lengi í þessu.
Kannski einn túr, í mesta lagi tvo,“
sögðu þeir.
Ég ákvað þó strax að gera mitt
besta og var ófús að láta hrakspár
þeirra rætast. Ég gerði mér ljóst, að
þegar maður er búinn að ráða sig til
einhverra starfa, þá verður maður að
standa sig, þótt á hið besta verði ekki
ævinlega kosið. Að vísu var ég ekki
alls óvanur að vinna í eldhúsi, hafði
unnið við slíkt nokkurn tíma í Hvíta-
nesi sumarið 1942, og auk þess verið
aðstoðarmatsveinn á togaranum Jóni
Ólafssyni á fyrstu mánuðum ársins
1942.
Ég reyndi að afla mér upplýsinga
hjá verðandi skipsfélögum mínum
um hvernig forveri minn hefði hagað
sínum vinnubrögðum, ef ég gæti af
því lært, en komst fljótt að því að
þeir vildu ekkert um hann tala. Hvers
Heima er bezt 333