Heima er bezt - 01.09.1998, Page 32
Ingvar Pálma-
son, f 26.7.
1873, á Litla-
Búrfelli í
Ásum. D. 23.7.
1947.
um oft síðan. Meðal annars, sem
draummaður sagði honum í þetta
sinn, var eftirfarandi:
„Nú er skipið hennar móður þinnar
að ganga niður.“
I svefninum lagði Ingvar enga sér-
staka merkingu í orð draummanns-
ins.
En þegar hann vaknaði, stóðu þau
honum svo glöggt í huga, að hann
leit inn í herbergi móður sinnar og
spurði um líðan hennar. Hún var
sögð óbreytt.
Gekk hann þá niður af svefnloft-
inu, en að vörmu spori var komið á
hæla honum og honum tjáð að móðir
hans væri dáin.
Eftir þetta hélt draummaðurinn
áfram að birtast og Ingvar að veita
orðum hans meiri athygli. Samræður
draummannsins við Ingvar voru
einkum um dagleg störf, aðallega
þeim, sem sneru að sjósókn, veðri og
fiskgengd. Brást Ingvari aldrei það
sem draummaðurinn sagði fyrir um
þau atriði, enda gekk útgerðin vel og
farsællega.
Draumvitranirnar hurfu snögglega
haustið 1898 og ekki tilefnislaust.
Liðið var nokkuð fram í september-
mánuð og nótt orðin dimm. Róðrar
voru aðeins sóttir á grunnmið og róið
í myrkri, svo komið væri í birtingu á
miðin. Svartaþoka var eitt kvöldið og
þótti tvísýnt um hvort róið yrði um
nóttina. Þannig var ástatt þegar geng-
ið var til náða.
Um nóttina vitraðist draummaður-
inn Ingvari. Taka þeir tal saman að
venju, meðal annars um þokuna og
róðrarútlitið. Draummaður kvað þok-
una ekki þurfa að hamla róðri, hún
nái ekki Iengra til hafs en út undir
Rauðubjörgin. Þar sé nægur fiskur á
miði, sem hann tiltók.
Ingvar vaknaði á venjulegum tíma,
klæðist og Iítur til veðurs. Þokan var
hin sama. Vekur hann nú háseta sína
og segist ætla að róa, þótt veðrið
væri óbreytt. Þeir mölduðu í móinn
og töldu tilgangslaust að róa vegna
þokunnar. Ingvar sagði að þokan
myndi aðeins vera fjarðarfylla og
nógur fiskur væri undir Rauðubjörg-
um. Hlaut formaður að ráða.
Það rættist sem draummaður hafði
sagt. Út við Rauðubjörg var þoku-
laust og gnægð fiskjar á hinu tilvís-
aða miði. Hásetarnir undruðust mjög
hve nákvæmlega fyrirsögn for-
mannsins hafði rætst og spurðu hann
um það hvemig hann hefði getað
vitað þetta svo glögglega. Urðu
Ingvari þá á þau mistök að segja
þeim frá draummanninum. Upp frá
því vitraðist hann honum aldrei.
Eitt af því, sem draummaðurinn
færði oft í tal við Ingvar var það, hve
hættuleg sigling væri úti fyrir Norð-
fjarðarnípu, enda þótti þar veðra-
samt. Ottaðist Ingvar að þar mundi
hann farast eða komast í háska. 011
hans sjóskóknartíð leið þó án þess að
honum bærist á, hvorki þar né annars
staðar.
En árið 1904, stuttu eftir að Ingvar
hafði látið af formennsku á róðrar-
báti, varð það slys að þriggja manni
fari, sem hann átti og gerði út,
hvolfdi á siglingu einmitt á þessum
tiltekna stað. Runólfur Guðmunds-
son formaður drukknaði en hásetarn-
ir tveir björguðust.
Taldi Ingvar að aðvörun
draummannsins hefði varðað þetta
slys, enda útgerðin hans.
Heimildir:
Viðtal við Ingvar Pálmason,
28. sept. 1933, skráð af
Halldóri Stefánssyni, birt í
Eimreiðinni LV. árg. 2. hefti,
apríl-júní 1949.
Kvatt hinstu kveðju
Haustið 1949 var áhöfn m/s Helga
Helgasonar, VE 343, að búast til
heimferðar frá Raufarhöfn, eftir
sumarsíldveiðarnar. Arnþór Jóhanns-
son skipstjóri, kom upp í verkstjóra-
skúr til þess að kveðja.
I spjalli við Guðmund Eiríksson
verkstjóra sagðist hann ekki búast
við að koma oftar norður til síld-
veiða. Guðmundur spurði hvort hann
væri að hætta með skipið, en hann
sagði það ekki vera og bætti við:
„Allan minn skipstjóraferil hefur
amma mín heitin, birst mér í draumi
og vísað mér á afla. Sambandið er nú
ArnþórJó-
hannsson, f.
12.1. 1907,
á Selá í
Eyjaftrði.
orðið svo náið að ég á erfitt með að
greina á milli draums og veruleika.
Ég geri því ráð fyrir að ég sé að
hverfa alfarinn til hennar.“
Það var svo 7. janúar 1950 að Arn-
þór fór á vit ömmu sinnar.
Arnþór og Gísli Jónasson, stýri-
maður hans, voru Siglfirðingar. Arn-
þór var heima um jólin og áramótin,
en Gísli leysti af stýrimanninn á m/s
Helga, VE 333. í byrjun janúar héldu
þeir suður til skips síns. Þeir fóru 6.
janúar frá Reykjavík áleiðis til Vest-
mannaeyja með m/s Helga VE 333,
en hann fórst í fárviðri við Faxasker,
7. janúar 1950, og með honum sjö
manna áhöfn og þrír farþegar. Þetta
hörmulega slys olli þjóðarsorg og
enn vekur það trega þeim, sem muna
þetta sorglega slys.
Ungri stúlku frá Vestmannaeyjum
hafði verið lofað fari með Helga og
var farangur hennar kominn um
borð, en hún hætti við að fara. Hann-
es Hansson frá Hvoli, sóttist eftir
fari, en komst ekki með.
Gísli Jónasson og Óskar Magnús-
son komust upp á Faxasker, en af-
348 Heima er bezt