Heima er bezt - 01.09.1998, Side 37
r
sta brosti. Hún var nokkuð
ánægð að heyra það. Þó að
hún væri að hugga frænku
sína þá var hún dálítið hrædd um að
naðran hún Kristbjörg, hefði rétt fyrir
sér. Það var ekki alveg víst að hún
Sigríður prestmaddama yrði hrifin af
Heiðu. En það var nægur tími til að
hugsa um það. Nú var um að gera að
porra stúlkuna upp. Bannsett eitur-
tönnin hún Kristbjörg átti ekkert með
að særa hana svona.
Ásta kyssti Heiðu á vangann.
- Svona telpa mín. Þú ert vel af
guði gerð og við erum öll stolt af þér.
Þú skalt bera höfuðið hátt og við lát-
um ekki fleiri blaðurskjóður spilla
fyrir okkur.
Heiða, sem nú var orðin léttari í
sinni, kyssti frænku sína á móti.
- Ég er farin að hlakka til sunnu-
dagsins, þá fær litla prinsessan nafn.
- Ég hlakka líka til, ég skal hvísla
því að þér og svo förum við að sofa.
Ásta beygði sig að Heiðu og hvísl-
aði. Stúlkan ljómaði.
- Þakka þér fyrir, nú líður mér vel.
Ég held ég hafi aldrei grátið svona
mikið.
Heiða fór að hátta en Ásta sat kyrr
og hugsaði. Hún vissi ekki hvað
framtíðin bæri í skauti sínu, en hún
Níundi hluti
var ákveðin í að hjálpa þessari
frænku sinni hvað sem á dyndi. Þess
bað hún guð í bænunum sínum. Og
hún gerði meira, hún bað fyrir öllum
lausaleiksbömum í heiminum og bað
þess að heimurinn breyttist.
9. Kafli.
Sunnudagurinn rann upp, bjartur
og fagur. Enn var þessi blessuð blíða
og góður heyþurrkur. Á bæjunum í
Árdalshreppi vann fólk frá morgni til
kvölds. Það var slegið, rifjað, rakað
saman, sætt og svo sátunum komið
heim í hlöður og tóftir. Ef fram héldi
sem horfði þá yrði þetta metsumar
hvað heyskap varðaði og afkomu
alla. Bændur og búalið var því í sínu
besta formi. Allir kepptust við, með-
vitaðir um hve nauðsynlegt var að
halda á spöðunum á meðan veð-
urguðirnir voru bændum svo hlið-
hollir. Og þó að allt hefði gengið vel,
þá vissu Iíka gamlir og grónir bænd-
ur, að einn daginn yrði þurrkurinn úti
og ef til vill tæki við þreytandi rign-
ingakafli.
Það var guðsþakkarvert fannst
fólkinu í sveitinni, hver tugga sem
komst í hús. Það var því ekki mikið
um bæjarferðir eða félagslíf þessa
dagana í sveitinni. Þó bar við að
Kristbjörg á Ytra-Hóli vatt sér á milli
bæja sem snöggvast, en fáir voru til
þess að hafa ofan af fyrir henni. Þó
var svo komið að öll sveitin og fleiri
en það, vissu að nú var búið að panta
nýjan Willisjeppa á Ytra-Hóls heim-
ilið. Allir vissu líka að Geirmundur
var í þann veginn að fara í ökunám
hjá Karli á mjólkurbílnum, en hann
hafði, einn manna þar um slóðir, rétt-
indi til að kenna á bíl.
En þó að fátt væri um mannaferðir
og mikið að gera, þá var ýmislegt
sem fólk vissi. Allir vissu að tengda-
dóttirin tilvonandi í Árdal, hafði þurft
að fara skyndilega suður. Það fór
tvennum sögum af því hvers vegna,
en Páll virtist í það minnsta vera eins
og hann átti að sér, glaðlyndur og
vænn piltur. Það fór heldur ekki
framhjá neinum að Andrés í Mjóadal
gerði sér eins margar ferðir og hann
gat út að Fossi. Líklega var hann far-
inn að líta elstu heimasætuna hýru
auga, þó að hún væri vart af barns-
aldri. Sumum fannst börnin í Mjóa-
dal fá náttúruna helst til of snemma,
en enginn vissi þó hvað var til í
Heima er bezt 353