Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.09.1998, Qupperneq 39
heyskapinn, sem nú var víðast lokið á ræktuðum túnum, en engjasláttur- inn eftir. Svo var skeggrætt um haust- ið, hvenær best mundi vera að fara í göngurnar þetta árið og Gangna- Siggi virtist alveg vera búinn að skipuleggja það. Hann var meira að segja búinn að ákveða hvaða menn skildu á hvaða göngur og það var ekki verra að vita þetta fyrirfram. Það var næsta víst að þar sem sauð- kind var annars vegar, þá klikkaði Gangna-Siggi ekki, enda þekkti hann öll mörk á stóru svæði og var oft fenginn til að gera út um ágreinings- mál af því taginu. Mennirnir yfirheyrðu Geirmund líka í sambandi við jeppann tilvon- andi og þá kom upp úr kafinu að bæði séra Jón og Þorsteinn voru farn- ir að hugsa um þessi mál. Það mátti því kannski segja að Geirmundur væri brautryðjandi bílamenningar í dalnum. Jeppinn hans Ásbjörns hafði ekki kveikt í mönnum eins og öll bílaumræðan síðustu daga. Mátti kannski segja að það væri meira verk Kristbjargar. Konurnar sátu inni í minni stofunni og skröfuðu. Það var auðvitað frá ýmsu að segja og margar lumuðu á fréttum. Börnin og unglingarnir héldu sig hins vegar utandyra eftir að hafa raðað í sig kræsingum. Veðrið var svo gott að það var mikið skemmtilegra að hlaupa um túnið og leika sér en hanga inni í bæ. Þegar konurnar voru búnar að skiptast á helstu tíðindum datt Önnu í Mjóadal í hug hvort Sigurlína væri ekki til í að kíkja í bolla fyrir þær. Konurnar lifnuðu allar við og gamla konan lét undan fyrir rest, þó að hún væri treg í taumi. - Eg get ekki spáð fyrir svona mörgum í einu. Maður þarf næði og þið talið allar í einu. Konumar hlógu og Sigríður klapp- aði Sigurlínu á höndina. - Þú getur það alveg Sigurlína mín og við megum nú alveg skemmta okkur dálítið, fyrst við hittumst loks- ins allar. Við ættum kannski að stofna kven- félag eins og konurnar í Óseyri. Við gætum haldið haustskemmtun í kringum réttimar. Fengið einhvern með harmoníku fram á Mjóadalseyr- ar og selt kaffi til ágóða fyrir kvenfé- lagið. Það var eins og Sigríður hefði varpað sprengju. Konurnar töluðu hver í kapp við aðra og þarna í stof- unni í Árdal var það ákveðið að stofna kvenfélag. Sigríður var sjálf- kjörinn formaður fannst öllum, og svo þurfti að kjósa ritara og gjald- kera. Á endanum féllst Halldóra á Fossi á að vera gjaldkeri og Anna í Mjóadal ritari. Það var mikil gleði hjá konunum. Alls kyns hugmyndir skutu upp kollinum, en Ingibjörg á Hóli krafðist þess að kvenfélagið fengi nafn. Hugmyndir að nafni komu í hrönnum en Kristbjörg á Ytra-Hóli stakk upp á kvenfélagið Sólin og þar við sat. Það var líka ákveðið að reyna að fá hinar konurn- ar úr sveitinni til að vera með. Því fleiri því betra. Konurnar hlökkuðu til, því hafði þeim ekki dottið þetta í hug fyrr? En hugmyndin var komin og þær ákváðu að hittast á Hóli eftir sláttinn og skipuleggja réttirnar. Þegar konurnar voru loksins búnar að ræða um nýja kvenfélagið mundi einhver eftir bollunum, sem hlutu að vera löngu orðnir þurrir. Sigurlína var enn dálítið treg, en féllst þó á að segja eitthvað. Hún byrjaði á að fá bollann hennar Sigríðar. Gamla kon- an setti upp gleraugun og rýndi í bollann. - Ég vænti þess að þú fáir barna- barn áður en mörg ár líða. Sigríður ljómaði eins og sólin. - Ó, ég vona það svo sannarlega. Sigurlína hélt áfram. - Það er nú kannski ekki alltaf allt eins og ætlað er, en alltaf fer nú allt vel að lokum. Það er bjart yfir sveit- inni okkar og ég er alveg viss um að við verðum orðin raflýst fyrir þessi jól. Svo er svo mikil gróska hjá þér, efnahagurinn blómstrar, skal ég segja þér, en nú vil ég sjá nýjan bolla. Átt þú þennan, Halldóra mín? Halldóra kinkaði kolli, en Sigurlína hélt áfram. - Hvað sé ég, það er alltaf barn í bollanum þínum. Halldóra roðnaði dálítið. - Ég skal bara segja ykkur það. Ég er orðin ófrísk, en er ekki gengin nema fjóra mánuði með. Konurnar hrópuðu af gleði. Þetta voru fréttir í lagi. Halldóra hnippti í Sigurlínu. - Þú sérð kannski eitthvað meira en barnið? - Kannski, en þetta verður líklega drengur, sannið til orða minna, drengur verður það. Jæja, það er allt gott og blessað, en þetta er nóg fyrir þig ég vil bara annan bolla. Kristbjörg flýtti sér að rétta sinn. Sigurlína saug upp í nefið. - Jamm og já. Hér er bíllinn og hér erum einhverjar miklar framkvæmdir heima hjá þér. Það er aldeilis völlur á ykkur, ætli þið að fara að byggja eða hvað. Kristbjörg lyftist upp í sætinu. - O, hvað þú ert góð að spá. Við verðum bara að byggja almennileg fjárhús, en hann Geirmundur minn er svo aðsjáll í fjármunum að hann vill aldrei neitt skulda. - Það er gott. En ég sé nú samt hérna byggingu, sem rís. Ætli þið byrjið ekki á því næsta vor. Það er líka fjölgunarvon í þínum bolla. Kristbjörg reigði sig. - Það verður sko engin fjölgun hjá mér, nema í framkvæmdum og slíku. Sigurlína brosti. - Jæja þá. Jæja þá. Sigurlína leit í hvern bollann af öðrum og sagði eitthvað gott. Þær fengu ekki allar mikla spá en voru samt allar glaðar og ánægðar. Það var nú ýmislegt sem Sigurlína sá en sagði ekki. Henni fannst ekki rétt að vera að spá einhverju sem ekki væri gott. Því ákvað hún að hafa vitneskj- una fyrir sig, en hún vissi þó að enn mátti vænta tíðinda í Árdalshreppi. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 355

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.