Heima er bezt - 01.07.1999, Page 8
læti hjá frænda mínum og
þar var ég þegar kistulagn-
ingin fór fram fimm dögum
síðar.
Sumarið eftir fór ég síðan
aftur að Hólmakoti og var
þar næstu þrjú sumur en fékk
ekki að fara fimmta sumarið
því þá þurfti ég fara að vinna
í fiski í Keflavík. Síðan fór ég í
öllum sumarfríum mínum í
Hólmakot þar til ég var um
tvítugt að ég flutti í Ölfusið
og hef ég alltaf litið á þessu
einstöku hjón Grétu og Guð-
mund, sem fósturforeldra
mína. Hún er nýlega látin en
Guðmundur er á lífi.
Faðir minn var lengst af
verkamaður, vann við ýmis
störf til sjós og lands. Hann
starfaði einnig við skósmíðar
en þegar herinn kom fór
hann að vinna hjá honum við
smíðar og var að vinna við smíð-
ar upp í Mosfellssveit þegar
hann lést.
í frystihús 12 ára
gamall
Ég lauk barnaskólaprófi 12 ára
gamall og fór þá að vinna og
var búinn að vera eina vertíð í
frystihúsi þegar ég fermdist. En
ég sá launaumslagið mitt í fýrsta
sinn sjálfur þegar ég var 18 ára
gamall. Þetta fór allt til heimilis-
ins og fjölskyldunnar. Mamma
vann alltaf líka í frystihúsi öll
þessi ár. Það var auðvitað sárast
að fá ekki að læra, því ég þráði
það, en það var vonlaust dæmi.
Við urðum að vinna úr föður-
missinum sjálf, það var ekkert til
sem hét áfallahjálp í þá daga en maður fékk allsstaðar
gott viðmót hjá fólkinu í kring.
Einu atviki man ég sérstaklega eftir hvað þetta varð-
ar. Mjólkursala hér í Keflavík var á ýmsum stöðum.
Mjólkin kom með bílum utan úr Gerða- og Miðnes-
hreppi og var síðan seld í hús. Við keyptum mjólk hjá
Gunnari Árnasyni. Hann var ekkjumaður og var ráðs-
kona hjá honum sem hét Guðný. Einu sinni þegar ég
kom að fá mjólk nokkru eftir að pabbi lést, þá segir
Guðný við mig þegar ég kem inn: „Heyrðu Leifur minn,
hann Gunnar vill tala við þig."
Hjónin í Hólmakoti, Guðmundur Ósk-
ar Helgason og Gréta Gunnhildur
Sigurðardóttir. Með þeim er Sigrún
dóttir þeirra.
Hólmakot í Hraunhreppi, Mýra-
sýslu.
Þegar ég kom inn þá heilsaði
Gunnar mér og sagði:
„Þú skalt stinga peningnum aftur
í vasann og skilaðu því til mömmu
þinnar að ég ætli að borga mjólk-
ina fyrir ykkur í vetur." Svona var
viðmótið allsstaðar. Hér í Keflavík
fór fram söfnun fýrir okkur svo
mamma gæti haldið húsinu. Oft
sníkti maður líka í soðið og varð þá
stundum var við, ef við komum
margir saman í aðgerðarhúsið, að
hinir strákarnir voru reknir út en ég
fékk ýsu til að fara með heim í soð-
ið. Samhugurinn var mikill hérna á
þessum árum meðal nágranna og
bæjarbúa.
Ég vann lengi í hraðfrystihúsinu
Jökli og öðrum frystihúsum hér í
Keflavík, við alls konar fiskvinnslu og í bæjarvinnunni
svona eftir því sem til féll.
Þúsund vatna gatan
Um það leyti sem Guðleifur var að alast upp var Keflavík
önnur og ólík þeirri sem við þekkjum í dag. Byggðin var lítil
og samþjöppuð og götur var vart hægt að kalla annað er
troðninga á milli lágreistra húsa. Þá varysta gatan í bœnum
Tjarnargata og svo Suðurgata en efsta gatan var Kirkjuvegur.
„Ofaníburður í götumar var að mestu bmni sem sótt-
ur var suður á Reykjanes. Kosturinn við þennan ofaní-
248 Heima er bezt