Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 14

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 14
Mér finnst Græn- land stórkostlegt land. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég kom þangað fyrst, er hvað þar var heitt í veðri, en vegna mýflugna og flugu verður maður alltaf að vera kappklæddur. Það er þarna oft rúm- lega 20 grdðu hiti yfir sumarið og blæjalogn." Frá Sisimiut á vesturströnd Grœnlands 1992. Byggðasafn Suðurnesja Guðleifur segist vera grúskari að eðl- isfari og áhugamað- ur um sögu og forn- ar minjar. Sem ung- lingur kynntist hann þeim auðœfum sem gömlu Duushúsin í Kefíavík höfðu að geyma, en þar voru gömlu verslunarbœk- urnar ásamt ýmsum fleiri verðmœtum geymdar í Bryggju- húsinu. Þessar bœkur er nú komnar í geymslu í Skjalasafni Reykjanesbœjar. Þegar Guðleifur kom aftur til Keflavíkur eftir nám var hann kosinn í Byggðasafnsnefnd Kefíavíkur en þá var allt slíkt starf sem unnið var, sjálfboðastarf nefndarmanna og var það að mestu svo, þar til safnið var opnað formlega árið 1979 en þá tók Skafti Friðfinnsson að sér að vera starfsmaður þess. Guðleifur var annar tveggja sem unnu niðjatölin við grein- ar Mörtu Valgerðar Jónsdóttur í bókinni „Kefiavík í byrjun aldar," sem gefin var út árið 1989, en þar er skrifað um alla sem bjuggu í Keflavík árið 1901 og niðjatal þeirra rakið. Við byggðasafn Suðurnesja hefur Guðleifur starfað síðan 1985. „Fyrsti vísir að Byggðasafni Suðumesja var formlega opnaður d Vatnsnesi við Keflavík, 17. nóvember 1979. Forsaga safnamdla hér er sú, að fljótlega eftir stofnun Ungmennafélags Keflavíkur var farið að ræða um nauðsyn þess að koma á fót byggðasafni í Keflavík. Um 1940 var kosin nefnd til framkvæmda í Ungmennafé- lagi Keflavíkur og lögðu margir þar hönd ú plóg, bæði d meðan þetta var verkefni U.M.F.K. eingöngu og einnig eftir að Keflavíkurbær tók við safni þessu til varðveislu og dframhaldandi uppbyggingar. Hæst bera nöfn þeirra Helga S. Jónssonar sem var for- maður byggðasafnsnefndar fram til 1978, og barðist hvað harðast og af miklum úhuga fyrir framgangi mólsins, og Ólafs A. Þorsteinssonar, sem með feikna vinnu og eljusemi kom þessu mdli í höfn. Var hann for- maður nefndarinnar frú úrinu 1978 til dauðadags 1988 og hafði nær allan veg og vanda af því að hús það sem nú hýsir safnið, Vatnsnes, var gefið til þeirra nota. Einnig md nefna Skafta Friðfinnsson fyrsta safnvörð. Þeir Ólafur hófu snemma söfnun sögulegra þútta úr sveitarfélaginu, bæði með hljóðupptökum á viðtölum við eldri íbúa, með myndatökum, bæði ljósmynda og kvikmynda og söfnun muna. Upphaflega var safnið rekið sameiginlega af Keflavík og Njarðvík en í dag af Reykjanesbæ. Safnahúsin eru tvö. Á Vatnsnesi í Keflavík í íbúðarhúsi Vatnsnesjarðar og í Innri-Njarðvík í íbúðarhúsinu Njarðvík. Auk þess leigir safnið stóra geymslu við Hrannargötu þar sem munir er berast safninu eru varðveittir uns möguleiki verður á að koma þeim fýrir í sýningarsal. Starfið er fólgið í því að taka ú móti munum og myndum, ganga frú þeim til geymslu og skrúsetja með skýringum. Oft þarf að leggja umtalsverða vinnu í lag- færingu ú munum þegar þeir koma til safnsins og ú alla jdrnmuni er t.d. borið vax, til að stoppa ryð og koma í veg fyrir frekari eyðingu af völdum þess. Einnig að hafa eftirlit með öllum eigum safnsins og sjd til þess að ekk- ert fari í rýrnun auk margra annarra starfa. Sameining sveitarfélaganna hafði þd breytingu í för með sér að Hafnirnar komu inn í starfið, þannig að um- fangið jókst verulega." 254 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.