Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 24
ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON:
Lagt út á
námsbrautina
Seinni hluti
Skýringar:
Þar sem nokkuð er um liðið síðan
nœsti þáttur á undan þessum birtist
þykir rétt að gera nokkra greinfyrir
fáeinum atriðum í eftirfarandi texta:
1) Kaflinn hér næstur á eftir, um
vísnakeppni við Menntaskólann í
Reykjavík, gerist á fyrsta vetri
höfundar í Kennaraskólanum,
1954-55.
Hjónin, sem áttu heima við Vitastíg
og höfundur bjó hjá þennan vetur,
voru frænka hans, Elínborg Lárus-
dóttir, rithöfundur og Ingimar
Jónsson, skólastjóri.
2) Seinni hluti þáttarins, um
kennsluna í Lindargötuskólanum,
gerist á síðasta námsvetri höfundar,
1956-57.
Eiginkona hans, sem kemurfram
undir gœhinafninu Hilla, hét réttu
nafni Torfhildur Jósefsdóttir og
Bjarney sem tók að sér dœtur
þeirra, var móðir Torfhildar, Bjarn-
ey Sigurðardóttir, húsfreyja í Torfu-
felli í Eyjafirði.
egar ég byrjaði í
Kennaraskólan-
um, gat ég
aldrei gengið al-
veg uppréttur. Það var
því almennt litið á mig
sem gamlan mann og
með nokkurri vorkun-
semi. Skólasystkini mín
voru mér mjög velviljuð
með einni smó undan-
tekningu. Það var sonur
Helga Hjörvars sem
aldrei gat fyrirgefið mér að ég skyldi
heita Hjörvar. Ég gat heldur lítið við
því gert, að foreldrar mínir létu skíra
mig þessu nafni, en í framhaldi af
því, hvemig Úlfur tók þessu, lét ég
alla í skólanum kalla mig Angantý,
en hann var ekki dnægður samt.
Hann reyndi d ýmsan hdtt að gera
lítið úr mér, en ég tók því ósköp ró-
lega lengi vel. Einu sinni só hann
bæði nöfnin mín skrifuð d einhverja
bók og þó staldraði hann við, horfði
d bókina og sagði svo upp úr eins
manns hljóði: „Jd, hann heitir
Hjörvar þetta helvíti."
Það hefur sennilega verið skömmu
eftir úramótin, sem tveir nemendur
úr eldri bekkjum komu til mín og
spurðu, hvort ég kynni ekki margar
vísur. Ég svaraði því til, að það væri
ddlítið afstætt, hvað menn kölluðu
margar vísur, en ég kynni dúlítið af
vísum. Þd sögðu þeir mér, að það
ætti að efna til keppni í útvarpinu
milli Kennaraskólans og Mennta-
skóla Reykjavíkur um það hver
flokkurinn kynni fleiri vísur. Það
úttu fjórir að vera í
hvoru liði. Ég vildi fá
vitneskju um hvemig
þessari keppni ætti að
vera háttað. Þá sögðu
þeir að þetta ættu að
vera skanderingar,
þannig að við áttum að
koma með vísu, sem
byrjaði á sama staf og
vísa hinna endaði á og
ef við kynnum enga
vísu, sem byrjaði á rétt-
um staf, yrðum við að yrkja hana í
hvelli. Ég var þessu vanur frá æsku
minni og féllst á að vera með í liði
Kennaraskólans.
Seinna kom í ljós, að það var alls
ekki þetta, sem við áttum að gera og
það skapaði okkur mikla erfiðleika,
þegar á hólminn kom. Ég veit ekki
enn hvort þetta var misskilningur úr
félögum mínum, eða þessu var
breytt eftir að upphaflega var farið
að tala um það og við vomm ekki
látnir vita. Menntskælingar fullyrtu,
að það hefði verið ákveðið strax í
upphafi, að við ættum að botna
fýrriparta frá hinu liðinu. Þessi mis-
skilningur kom í ljós, þegar allir
vom mættir í útvarpssal til upptöku.
Þá var hart deilt um það hvora að-
ferðina ætti að hafa og loks urðu fé-
lagar mínir að láta undan, annars
hefði enginn þáttur orðið til og það
var búið að auglýsa, að honum yrði
útvarpað daginn eftir. Félagar mínir
stóðu á því fastar en fótunum, að
það hefði verið samið um skander-
ingar, en svo hefðu menntaskóla-
menn breytt til um fýrirkomulag til
Angantýr Hjörvar
Hjálmarsson.
264 Heima er bezt