Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 25
að koma okkur að óvörum. Ég er sjálfur frekar á þeirri skoðun, að það hafi ekki verið talað nógu skírt um þetta í upphafi. Það voru tvær meginástæður fyrir því að við stóðum höllum fæti í keppninni. Fyrri ástæðan var sú, að við áttum enga fyrriparta til handa hinu liðinu, en þeir komu með fjölda fyrriparta með sér. Hin ástæð- an var reyndar tvöföld, því reglum- ar vom þær, að gæti hitt liðið ekki botnað fyrripartinn þá þurfti liðið, sem sendi hann að hafa til botn við hann til að sýna, að það væri hægt að botna hann. Þess vegna höfðu þeir líka til alla botna við fyrripart- ana sína. í þriðja lagi gátu þeir leyft sér að hafa fyrripartana sína nær óbotnandi, því þeir höfðu haft tíma til að sjóða saman botna við þá. Þetta var líkast því að óvarinn maður með sverð í hendi ætti að berjast við albrynjaðan mann með alvæpni. Þegar leikurinn hófst var klukkan rúmlega 9 að morgni. Við skipulögðum lið okkar þannig að einn félagi minn átti að sjá um að botna fyrriparta hins liðsins, tveir áttu að sjá um að hafa alltaf næga fyrriparta og mitt verk var að hafa til botna við þá. Sá hét Magnús Jónsson, sem átti að botna fyrriparta hinna. Hann var snjall hagyrðingur og var í kvæðafé- lagi Hafnarfjarðar. Ég dreg stórlega í efa að nokkur menntskælinga hefði staðið honum á sporði í jafnri að- stöðu. Það sem var mest áberandi í vís- um andstæðinga okkar, var tilhneig- ingin til að gera sem minnst úr okk- ur. Sú viðleitni gekk svo langt, að það varð að blaðamáli daginn eftir að þættinum var útvarpað. Einn botninn okkar, stóðst ekki fyllstu kröfur svo það átti að dæma okkur úr leik fyrir það, en ég hélt nú ekki, því við ættum annan botn og lét flakka botn sem mér datt í hug á stundinni. Hann var nær meining- arlaus, en stóðst þó bragreglur, svo það mál hjaðnaði niður. Upp úr því kom þessi fyrripartur frá okkur: Alltafkemur eitthvert rex upp á svona fundi. Botn hinna varð svona: Betra vœri í kjafti kex á Kennaraskólahundi. Þama sést tilhneigingin, efnislega er botninn úr allt annari átt og svo er spumingin: Betra en hvað? Þegar svo hafði gengið til um hríð, fór ég að tala um það við Magnús, að við yrðum að fara að borga í sömu mynt, og þá svaraði Magnús með sinni óhagganlegu hógværð: „Æi, nei, það verður þá ekki útvarps- hæft." Auðvitað var það alveg rétt hjá Magnúsiog ég varð honum þakklát- ur fyrir það síðar, því að í blaðinu var kennaranemum talið það til sóma, hvað þeir héldu ró sinni gagnvart svívirðingum hinna. Einu sinn kom Magnús aðal- manni hins liðsins til að hrökkva saman svo háðsglottið stirðnaði á andliti hans. Þá átti Magnús að botna þennan fyrripart, sem fluttur var af sannfæringarkrafti: Kennaranna er þorrinn þróttur það er meinið. Það varð ekkert hik á Magnúsi. Hann hallaði sér rólegur í átt til flytj- andans og sagði hiklaust: Andi þinn er œði skjóttur inn við beinið. Þegar eftirfarandi fyrripartur var lesinn upp, þvemeitaði Magnús að reyna að botna hann. Upp með klakkinn, bykkjan brokkar, blakkan makkan vindur, skekur. Ég varð hinn versti og sagði hon- um, að það kæmi ekki til mála. Við létum aldrei spyrjast að við gæfumst upp að óreyndu, hann yrði strax að byrja á botninim, því ekki veitti af tímanum. En Magnús sagði, að það væri vonlaust að botna þetta. Eg hélt áfram að stappa stálinu í hann, en hann var óhagganlegur og hann endaði með að skipa mér að botna. Ég taldi mig ekki færari um það en hann, en sagði þó, að frekar reyndi ég við það, en við gæfumst upp að óreyndu. Hámarks umhugsunartími var 10 mínútur og við höfðum eytt einni eða tveimur mínútum í að þræta um þetta, svo ég skipaði öllum að steinþegja og sökkti mér niður í að hugsa, samt komst ég ekki hjá því að verða var við hvemig hláturinn sauð í menntskælingunum og það herti enn í mér að finna réttu orðin í seinnipartinn. Þegar mér var tilkynnt að um- hugsunartíminn væri útmnninn, spurði einhver úr hinu liðinu með meinfysnu glotti, hvort ég væri bú- inn að botna. „Ójá, ég held ég sé bara búinn að því," sagði ég . Glottið minnkaði ekkert við það, heldur var spurt hvort ég vildi þá ekki lofa þeim að heyra botninn. „Jú, til þess gerði ég hann," svaraði ég og svo las ég upp: Æði frakkur áfram skokkar óðarblakkur nokkuð frekur. Það sló þögn á alla, því engum hafði dottið í hug að ég mundi leysa þessa þraut á svo skömmum tíma. Svo var haldið áfram og Magnús tók aftur við sínu hlutverki, þó minnir mig að ég gripi eitthvað inn í aftur seinna. Þegar þættinum var lokið án þess að hvorugur félli í val- inn, slöppuðum við ögn af. Þá not- aði ég tækifærið og spurði hina hvort þeir hefðu ekki átt sjálfir botn við vísuna, „Upp með klakkinn". „Jú, að sjálfsögðu," var svarið. Ég bað um að fá að heyra hann, en það var ekki viðkomandi. Þá varð ég ánægður, því ég vissi að minn botn mundi vera betri en þeirra og þeir skömmuðust sín fyrir að láta okkur heyra sinn. Klukkan var orðin rúmlega 12, þegar þessu var lokið. Ég tók strætis- vagn upp Hverfisgötuna og gekk svo upp Vitastíginn að húsi frænku minnar. Þau hjónin bjuggu upp á Heima er bezt 265
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.