Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 33
að var sumarið 1939 í júlí-
mónuði. Þennan dag var
glampandi sól og hiti. Ég
var að þvo þvottinn minn i
þvottahúsinu.
Mér varð hugsað til Hrefnu vin-
konu minnar, sem nú var í sumar-
dvöl austur í sveit. Sú var nú ekki
að hírast inni í svona góðu veðri,
eins og ég. Slíkt núttúrubam. Ann-
að hvort var hún nú að svamla í
sundlauginni eða á hlaupum upp
um holt og út um móa.
„Elsku Hrefna mín," hugsaði ég.
Hún er svo glöð, óspillt og ung. Við
emm reyndar jafngamlar, en ég
giftist ótjún úra og eignaðist barn
og var þar með bundin við hjúskap-
arskyldurnar. En Hrefna hélt úfram
við númið og hafði nú lokið prófi.
Ég gat sannarlega unnt henni að
njóta frjúlsræðisins.
Margur pilturinn hafði reynt að
binda hana hjúskaparböndum, en
árangurslaust. „Ég verð ekki ást-
fangin," sagði hún. Og nú lék hún
sér úti í sólskininu, en ég nuddaði
óhreinar skyrtur eiginmanns míns,
á þvottabretti.
Ég heyrði ekki þegar barið var að
dyrum, en er ég leit upp, stóð móðir
Hrefnu við hlið mér.
„Ég er komin til að biðja þig bón-
ar," sagði hún. „Það er vegna
Hrefnu. Ég fór austur í gær. Hrefna
verður að koma strax heim. Það
þolir enga bið. Þú getur fengið hana
til þess. Á mig vill hún ekki hlusta
og mér vill hún ekkert segja. Hún
Smásaga
má ekki vera þarna einum degi
lengur. Ég treysti þér til að hjálpa
mér."
Vesalings konan var föl í framan
og varir hennar titruðu.
„Hvað hefur komið fyrir?" spurði
ég undrandi.
Hún svaraði ekki en greip hönd
mína.
„Viltu fara austur nú í dag?" bað
hún.
Sú Hrefna, sem tók á móti mér við
áætlunarbílinn, var öll önnur en
hin snotra, hversdagslega vinkona
mín, er ég hafði kvatt fyrir sex vik-
um.
Þessi stúlka var hvorki meira né
minna en forkunnar falleg. Hár
hennar meira og ljósara en áður.
Hörundið bjartara og svipur augn-
anna mér ókunnur. Hún var í hvít-
um kjól með breiðu, rauðu mittis-
bandi og vöxtur hennar og hreyf-
ingar með yndisleik, sem ég hafði
ekki séð áður. Það geislaði af henni,
líkt og hún væri að keppast við sól-
ina að skína.
„Hvað hefur komið fyrir þig?"
spurði ég.
Hún heyrði undrunina í rödd
minni og skellihló.
„Manneskjan er ástfangin," svar-
aði hún og lagði höfuðið á öxl
mína.
Þegar við vorum lagstar til hvíld-
ar í tjaldinu hennar um kvöldið,
fékk ég að heyra söguna. Hún var
ástfangin og það var svo unaðslegt.
Aldrei hafði hún trúað að ástin væri
svona stórkostleg. Og hann var svo
fallegur, eins og ungur guð.
Þetta hafði byrjað daginn eftir að
hún kom austur. Hún var að synda
í lauginni. Hann var þar einnig.
Um leið og hún steig upp úr laug-
inni rétti hann henni höndina til
hjálpar. Hún leit á manninn. Þá fór
um hana undarlega sterkur straum-
ur, líkt og rafmagn, og þegar hún
áttaði sig, stóð hún á laugarbakk-
anum og starði í tvö hlæjandi
mannsaugu. Hann sagði eitthvað,
sem hún heyrði ekki hvað var. Um
kvöldið kyssti hann hana fyrsta
kossinn, á milli tveggja þúfna í
hvamminum. Og frá þeirri stundu
var hún á valdi þessa heita, sterka
afls, sem kallað er ást. Hann kom til
hennar í tjaldið á hverju kvöldi, og
þar átti hún sína brúðarsæng.
Á meðan hún talaði, fann ég
hvernig óttinn læddist inn í huga
minn.
Heima er bezt 273