Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 37

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 37
Horft frá Hrafnsgerði yfir Lagarfljót. verða hræddur eða gera mér grein íyrir að hætta gæti stafað af þessari óvinaflugvél. Það var eins og að vakna við vondan draum við komu þess- arar óvinveittu flugvél- ar. Hér stóð maður allt í einu augliti til auglit- is við hið ómanneskju- lega stríð, þar sem það lögmál eitt gilti að drepa eða vera drep- inn ellegar. Járnhælar Þriðja rík- isins höfðu teygt anga sína alla leið norður í þessa afskekktu sveit, í landi norður við Dumbshaf, sem til þessa hafði ekki haft mikið af manndráp- um að segja og víga- ferlum, allt frá því á miðöldum. Taldi sig auk þess ekki eiga sök- ótt við einn eða neinn og hafði engan her. ísland hafði og aldrei verið talið hernaðarlega mik- ilvægur staður á hnettinum, en ná var þetta breytt, án þess að ég hefði minnsta grun þar um. Þegar þetta skelfilega drápstæki var komið á bak og burt, komst fljótt kyrrð á aftur og ró og allir létu sem ekkert hefði í skorist. Meira að segja hún amma mín heldur áfram að syngja Kirkjuhvol á meðan hún er að passa mig: „Hún trúði þessu, hún amma mín, ég efa ei það, að allt það vœrí rétt, sem hún sagði um þann stað. Ég leit í anda Hvolsins, með lotningu til. Ég lék mér ei þar nœrri, um sólarlagsbii." Nú líða mörg ár eða um það bil aldarfjórðungur. Atvikið á tröppun- um í Hrafnsgerði er löngu gleymt og út úr huga mínum. Þá vill svo til að undirritaður er staddur, ásamt nokkuð stórum hópi íslendinga á ferðalagi í Norður- Þýskalandi, nánar tiltekið í Maríu- kirkjunni í Lubeck. Leiðsögukonan, sem talar lýta- lausa ensku, þó með nokkrum hreim, fræðir okkur um það, að í kirkjunni sé sólar- eða tímatals- klukka, hin mesta gersemi. Hún segir að á stríðsárunum hafi Banda- menn varpað sprengjum á borgina. Ein þeirra hafi hæft kirkjuna, gert gat á þakið, án þess að hún hryndi, og spmngið rétt við hliðina á altar- inu og sólarklukkunni, án þess að skemma hana, er hafi verið hin mesta mildi. Gert hafi verið við skemmdirnar á þakinu, en gígurinn í gólfinu, rétt hjá altarinu, hafi verið látinn hald- ast til minningar um hildarleikinn. Talið berst nánar að stríðsárunum í Þýskalandi. Leiðsögukonan segir að faðir hennar hafi verið í þýska flughernum (Luftwaffe), er hafi haft aðsetur í Vestur-Noregi, og farið þaðan í könnunarferðir yfir Norður- Atlantshaf, allt út til íslands. „My fathers aeroplane was shot down over Fliotsdalshérad in Northeastern iceland, late in octo- ber 1944," segir hún. „The aeropla- ne crashlanded and there my father died," bætir hún við. Ósjálfrátt kemur upp í huga minn endurminning um löngu liðinn at- burð frá dyratröppunum í Hrafns- gerði, er hér hefur verið lýst. Heim- urinn er þá stundum svo óendan- lega lítill, þrátt fyrir alla sína stærð, að það er undravert. Mig setur hljóðan um stund, er ég hef heyrt þetta. Allt í einu finnst mér sem þetta musteri Maríu guðs- móður breytist í hljómahöll og lag- ið, sem hún amma mín var að syngja á tröppunum forðum, yfir- gnæfa allt annað: „Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin." Síðan varð allt eins og áður, og hér með lýkur þessari frásögu. Heima er bezt 277

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.