Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 41

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 41
Sveinbjörnssonar, prests að Hólmum í Reyðarfirði. Var það allsnmemma um vorið og þar eð ekki þótti þá þegar tímabært að sleppa ám, leyfði prestur Þorsteini að hafa ær sínar með sér, svo að hann gæti litið eftir þeim sjálfur, vegna þess að ekki urðu þá fleiri til heimilis að Byggð- arholti þann tíma, en kona Þorsteins og tengdamóðir, og þurftu þær þá að gegna átistörfum jafnt og inni. Gemlingum sínum var Þorsteinn þá búinn að sleppa á fjall. Fékk prestur Þórstein aðallega til þess að raspa tún. Að morgni hins 28. apríl 1906, var kominn snjór jafnfallinn á að giska í kálfa og snjóaði þá með mikilli ákefð. Var Þorsteinn þá kominn heim úr kaupavinnunni, en hafði skilið ær sínar eftir eða sleppt þeim í Hólmaland með sauðfé prests. Voru ær Þorsteins eitthvað um tólf að tölu. Þótti þeim Tryggva bónda og Þor- steini nú vissara að hyggja að fé sínu og bjuggust hið skjótasta til þess að fara í göngu. Var veður mjög ískyggilegt og snjókoma mikil eins og áður er sagt, en frost lítið og ekki kominn neinn vindur að ráði þá um morguninn. Fóru þeir út með ströndinni og smöluðu fé sínu niður að sjó. Hafði Tryggvi Ragnar son sinn með sér þeim til hjálpar við fjárleitina. Var Ragnar þá 10 ára gamall. Leit nú svo út sem allt ætl- aði að ganga vel og hugðu þeir bændur að þeim myndi heppnast að koma fé sínu heilu til húsa, en þegar þeir komu út fyrir svokölluð Ból, fundu þeir þar nýboma á, sem Tryggvi átti. Fór Tryggvi þá að stumra yfir ánni og sá að lambið var í bráðri hættu, ef það kæmist ekki þá þegar til húsa. Tók hann því það ráð að fara með lambána út í fjárhúsið að Baulhúsum. Var það ekki mjög langt að fara. Baulhús standa, eins og kunnugt er, norðan í Hólmahálsinum, utarlega á Hólma- nesinu. Tafði þetta þá allmikið eða allt að því um klukkutíma. Héldu þeir Þorsteinn og Ragnar fénu sam- an á meðan Tryggvi fór með lamb- ána til húsa. Lögðu þeir nú aftur af stað með féð. Hafði þá snjóhríðin aukist til muna og stóð vindur á móti þeim. Þegar þeir komu inn fyrir svokallaðan Merkjastein, var orðinn blindbylur, svo að ekki var viðlit að koma fénu lengra (Merkjasteinn þessi stendur niður við sjó og skiptir landi milli Hólma og býlisins að Borgum). Hafði þá einnig kólnað að miklum mun síðan þeir lögðu af stað um morguninn og þar eð snjó- bleytan hafði áður haldist í féð, ffaus nú á því, svo og snjórinn á lagðinum. Var því féð þungt á sér og átti erfitt með að hreyfa sig. Urðu þeir nú að skilja það þama eftir og sem fljótast að forða sjálfum sér til húsa. Mun drengurinn þá hafa verið orðinn mjög þjakaður og tafið för þeirra nokkuð. Frá Merkjasteini og heim að Borg- um er talinn vera 20-30 mínútna gangur í góðu færi, en nú tók það þá rúmar tvær klukkustundir að komast þennan spöl. Hélst veðrið þann dag allan og nóttina effir. Var þetta eitt af þessum norðvestan veðmm, sem hér koma verst. Þegar veðrinu létti fóm þeir Tryggvi og Þorsteinn svo fljótt sem auðið var, til þess að hyggja að fé sínu. Var þá ömurlegt um að litast. Hafði sumt af fénu fennt í sköflum, sem lögðu þar á ströndinni en flest af því fest í hrönnunum á fjörunni og síðan flætt yfir það. Margt af því flæddi þó alveg út. Ráku um tuttugu kindur upp á svokallaða Bólkletts- eyri og víða vom kindur reknar upp á fjömna út með allri strönd. Missti Tryggvi þar mest allt sitt fé eða um hundrað og tuttugu kindur og Þor- steinn alla gemlinga sína. Vildi það honum til happs að hann sleppti ám sínum í Hólmaland og að þær höfðu ekki mnnið tilbaka. Þetta sama vor fluttu þau hjón, Þorsteinn og Þuríður frá Byggðar- holti og settust að á Eskifirði. í byrjun maí þetta sama ár, var selt bú Sæbjargar jónsdóttur, hús- freyju að Seljateigi í Reyðarfirði. Var það selt á uppboði. Þangað komu margir, bæði hreppsbúar og aðrir, og þar á meðal Tryggvi Hallgríms- son. Mun hann hafa verið í þeim er- indum sem og aðrir, að kaupa eitt- hvað af fjáreign Sæbjargar en ekki mun hafa orðið mikið úr því. En ein- hvem veginn mun það hafa orðið þegjandi samkomulag uppboðs- gesta að kaupa þama ær og gefa Tryggva. Vom seldar tvær ær á númeri. Keyptu ýmsir númer í félagi og afhentu Tryggva. Þar á meðal vom þeir Bjami Marteinsson og Sig- urjón Einarsson á Eskifirði, sem þá vom ungir og upprennandi piltar. Safnaðist Tryggva þama um fjörtíu ær. Til gamans má geta þess að þá kostaði ærin átján krónur og þótti það dýrt. Mun það hafa verið um tíu prósent af vinnumannskaupi, eins og það var þá. Skrifað effir frásögn og minni aldr- aðs manns, sem ekki vill láta nafns síns getið, að Eskifjarðarseli 1. des- ember 1958. Frá Svínaskála í Reyðarfirði Sögn Björns Jónassonœ; Jyrrum bónda að Svínaskála Margt hefur verið skrifað og fært í annála frá atburðum þeim, sem gerðust í hinum svonefnda Knúts- byl, hinn 7. janúar 1886. Þó mun og fleira vera, sem aldrei verður skráð og er þegar fallið í gleymsku eða orðið á svo miklu reiki í hugum manna, að því verður ekki náð með ömggum heimildum. Verða helst þær orsakir taldar til, að þá vom samgöngur mjög litlar um landið og fréttir spurðust því seint manna á milli eða um sveifir, svo og hitt, að svo algengt var í þá daga að menn misstu allar eigur sínar og jafnvel týndu lífi sínu í átökum við hamfar- ir náttúmnnar og óblíðu veðurfars- ins, að það þótti varia í frásögur fær- andi. Allur aðbúnaður var þá enn ffumstæður og öll störf þar af leið- andi, bæði til sjós og lands, mun erf- iðari og lífshættulegri en þau em nú. Er Knútsbyl gerði, bjó að Svína- Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.