Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 44
□
Sigurgeir Magnússon:
Flestir töldu
mig dauðan
Vénjulega tók fyrir
allan haga í þess-
um hluta
Strandasýslu vet-
ur hvern, og varð þá iðu-
lega að koma hestum fyrir
í hagagöngu fram á vetur.
Mest var hestum komið fyr-
ir í Stórholti, þar tók sjald-
an fyrir haga. Landið er
stórt og flatlent og liggur
að Gilsfirði.
Var nú kominn sá tími
að sækja þurfti hestana og
var ég til þess sendur
snemma í mars 1929.
Hestar þessir voru báðir
brúnir, annar 7 vetra hinn
eldri, um 14 vetra.
Þegar ég fór þessa ferð
var veður gott, snjór yfir
öllu en gangfæri gott. Þegar suður kom var snjólaust að
mestu, sérstaklega á Holtahlíð.
Ferðaáætlunin var sú að fara á einum degi suður að
Stórholti, ná í hestana og reka þá á undan sér inn að
Kleifum og gista þar um nóttina.
Rétt er að lýsa staðháttum að nokkru á þessari leið.
Krossárdalur liggur frá norðri til suðurs, samnefnd á
rennur niður dalinn og er um leið landamerki fimm
jarða. Vegurinn liggur vestan árinnar á þessum kafla.
Upptök hennar er vatn eitt samnefnt, á mótum þess,
sem skiptir vötnum. Troðningaslóðir liggja með ánni,
sumsstaðar dálítið mýrlent, þar til landið hækkar í kleif-
arnar. Um leið verður það grýttara og varla farandi
utan götuslóðans.
Dalurinn er nokkuð hallandi þar til að vatni því kem-
ur sem áin kemur úr, og er all hrjóstrugt þar um að lit-
ast. Þar suður af taka við keifarnar, hver af annarri. Þær
eru þannig að brött brekka er niður, síðan tekur við lá-
réttur hjalli til næstu kleif-
ar.
Ekki man ég hversu
kleifamar em margar, en
sú síðasta og neðsta er
þeirra hæst og erfiðust
upp að fara. Mjó gata er
þama niður og ekki hægt
að mætast með hesta.
Annars staðar er ófært
niður þessa kleif. Það gera
hamrabelti langa leið til
beggja handa.
Þessi leið er, miðað við
Bitmfjörð að norðan og
Gilsfjörð að sunnan, ná-
lægt 14 kílómetrum.
Þegar ég var sendur í
þessa ferð, var ég fjórtán
eða fimmtán ára að aldri.
Daginn tók ég snemma
og var dimmt suður dalinn, því morgunn var ekki ris-
inn. Veður og gangfæri var í besta lagi.
Á Kleifum var mér vel tekið, sem ævinlega. Stoppaði
ég stutt og dreif mig áfram út að Holti, eftir að hafa
fengið góðgerðir.
Hestamir fundust fljótlega og lagði ég því næst af stað
tilbaka inn með firðinum.
Ég hafði þann hátt á, að ég hafði beisli á þeim, batt
upp tauminn og rak þá á undan mér. Sá eldri var á
undan, enda oft búinn að fara þessa leið.
Inn að Kleifum kom ég í niðamyrkri, enda gert ráð
fyrir að gista þar. Það var alltaf gott að koma að Kleif-
um, ég var orðinn kunnugur þar.
Hestarnir voru strax hýstir og mér boðið í bæinn. Nú
gat ég tekið því rólega, því ekki nema fjórði partur af
allri leiðinni var eftir og átti ég að geta komist hana í
björtu næsta dag, en það fór á annan veg.
Ég svaf vel í stofunni á Kleifum, mmskaði ekki alla
Það mun hafa verið rétt fyrir 1930,
seinni part vetrar, ég varþá hjá
systur minni og hennar manni,
Magnúsi á Krossárbakka í Bitru,
að sœkja þurfti tvo hesta, sem voru
á útigangi í Stórholti í Saurbæ.
Komið varfram í marsmánuð,
snjóryfir öllu fyrir norðan en fyrir
sunnan var sœmilegur hagi.
284 Heima er bezt