Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 44
 □ Sigurgeir Magnússon: Flestir töldu mig dauðan Vénjulega tók fyrir allan haga í þess- um hluta Strandasýslu vet- ur hvern, og varð þá iðu- lega að koma hestum fyrir í hagagöngu fram á vetur. Mest var hestum komið fyr- ir í Stórholti, þar tók sjald- an fyrir haga. Landið er stórt og flatlent og liggur að Gilsfirði. Var nú kominn sá tími að sækja þurfti hestana og var ég til þess sendur snemma í mars 1929. Hestar þessir voru báðir brúnir, annar 7 vetra hinn eldri, um 14 vetra. Þegar ég fór þessa ferð var veður gott, snjór yfir öllu en gangfæri gott. Þegar suður kom var snjólaust að mestu, sérstaklega á Holtahlíð. Ferðaáætlunin var sú að fara á einum degi suður að Stórholti, ná í hestana og reka þá á undan sér inn að Kleifum og gista þar um nóttina. Rétt er að lýsa staðháttum að nokkru á þessari leið. Krossárdalur liggur frá norðri til suðurs, samnefnd á rennur niður dalinn og er um leið landamerki fimm jarða. Vegurinn liggur vestan árinnar á þessum kafla. Upptök hennar er vatn eitt samnefnt, á mótum þess, sem skiptir vötnum. Troðningaslóðir liggja með ánni, sumsstaðar dálítið mýrlent, þar til landið hækkar í kleif- arnar. Um leið verður það grýttara og varla farandi utan götuslóðans. Dalurinn er nokkuð hallandi þar til að vatni því kem- ur sem áin kemur úr, og er all hrjóstrugt þar um að lit- ast. Þar suður af taka við keifarnar, hver af annarri. Þær eru þannig að brött brekka er niður, síðan tekur við lá- réttur hjalli til næstu kleif- ar. Ekki man ég hversu kleifamar em margar, en sú síðasta og neðsta er þeirra hæst og erfiðust upp að fara. Mjó gata er þama niður og ekki hægt að mætast með hesta. Annars staðar er ófært niður þessa kleif. Það gera hamrabelti langa leið til beggja handa. Þessi leið er, miðað við Bitmfjörð að norðan og Gilsfjörð að sunnan, ná- lægt 14 kílómetrum. Þegar ég var sendur í þessa ferð, var ég fjórtán eða fimmtán ára að aldri. Daginn tók ég snemma og var dimmt suður dalinn, því morgunn var ekki ris- inn. Veður og gangfæri var í besta lagi. Á Kleifum var mér vel tekið, sem ævinlega. Stoppaði ég stutt og dreif mig áfram út að Holti, eftir að hafa fengið góðgerðir. Hestamir fundust fljótlega og lagði ég því næst af stað tilbaka inn með firðinum. Ég hafði þann hátt á, að ég hafði beisli á þeim, batt upp tauminn og rak þá á undan mér. Sá eldri var á undan, enda oft búinn að fara þessa leið. Inn að Kleifum kom ég í niðamyrkri, enda gert ráð fyrir að gista þar. Það var alltaf gott að koma að Kleif- um, ég var orðinn kunnugur þar. Hestarnir voru strax hýstir og mér boðið í bæinn. Nú gat ég tekið því rólega, því ekki nema fjórði partur af allri leiðinni var eftir og átti ég að geta komist hana í björtu næsta dag, en það fór á annan veg. Ég svaf vel í stofunni á Kleifum, mmskaði ekki alla Það mun hafa verið rétt fyrir 1930, seinni part vetrar, ég varþá hjá systur minni og hennar manni, Magnúsi á Krossárbakka í Bitru, að sœkja þurfti tvo hesta, sem voru á útigangi í Stórholti í Saurbæ. Komið varfram í marsmánuð, snjóryfir öllu fyrir norðan en fyrir sunnan var sœmilegur hagi. 284 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.