Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 45

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 45
nóttina og ekki fyrr en ein systranna kom með bakka klifjaðan kökum, kaffi og alls konar bakkelsi. Ég spurði hana um veður og hélt hún það vera all- gott. Það þótti mér gott að heyra og réðist á góðgætið, sem á bakkanum var. Að því búnu dreif ég mig á fætur, leit út um glugga og sýndist mér það nokkuð gott en þó dimmir skuggar í lofti. Engin snjókoma og var það fyrir mestu. Stundu síðar kom Stefán húsbóndi inn frá því að gefa fyrri gjöfina. Hann snýr sér að mér og segir: „Þú ferð ekkert héðan í dag. Það er trú mín, að eftir ekki langa stund, verði komin stórhríð af norðri og þá er ekkert ferðaveður." Auðvitað andmælti ég þessu ekki, vissi að Stefán var þessu kunnari en ég. Hann hafði þar að auki langa reynslu af veðurfarinu, en ég takmarkað vit fyrir mér í þessu tilfelli. Áður en lengra er haldið þykir mér rétt að greina frá því hvaða fólk bjó á þessum bæ. Þar er fýrstan að nefna Stefán Eyjólfsson bónda og ekkjumann, er hafði búið á Kieifum í fjörtíu ár. Þau hjón eignuðust níu börn. Tvennt er það, sem Stefán var kunnur fyrir. Hann var hesta- og tamningamaður betri en flestir aðrir. Hitt, að hann var bróðir Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu, enda er í þessari ætt mikið um góða hagyrðinga. Það var fráleitt að hafa á móti því sem Stefán sagði um veðrið. Hann var veðurglöggur eins og þarna sýndi sig, því að skammri stundu liðinni var komin öskrandi hríð á norðan og alls ekki neitt ferðaveður. Þessi hríð stóð í fimm daga, engin uppstytta og gífurlegt fann- fergi. Leit að þeim dauða og tveimur hestum Hjá mér fóm góðir dagar í hönd. Ég þurfti ekkert að gera, fékk kaffið í rúmið á hverjum morgni, svaf sem ég vildi og hafði það virkilega notafegt á meðan stórhríðin geysaði úti. Síðan þetta var höfum við Jóhannes, sonur Stefáns, verið bestu vinir. Hann var yngstur af börnum Stefáns, nokkrum árum eldri en ég. Við áttum góðar stundir saman þessa daga. Jóhannes var ljóðelskur sem ættin, fór með heil kynstur af stökum og ljóðum, en ég var ekki nógu næmur að nema af vömm hans, enda vom þetta heilu ljóðabálk- amir um alls konar efni. Ég sagði honum að ég kynni rúnaletur, sem hann hafði aðeins séð. Ég gat þar orðið að nokkm liði, því ég kunni stafrófið. í þó nokkurn tíma eftir þetta, skrifuðumst við á, á þessu letri, en það er með þetta eins og annað, sé því ekki við haldið þá gleymist það furðu fljótt. Hinn bróðirinn, sem heima var, hét Eyjólfur, alltaf kallaður Lói. Hann var elstur barna Stefáns og heima þegar þetta gerðist. Hann var „forframaður" (eins og einu sinn var sagt), var búinn að vera nokkur ár í Kanada. Var hann þar þegar fýrri heimsstyrjöldin braust út, og sem Kanadaþegn var hann kallaður í her- inn. í þeim tilfellum þurfa allir að gangast undir stranga læknisskoðun og virtist læknirinn ánægður. Þarna væri hraustur og státinn strákur og leit hann niður eftir lær- um og fótleggjum. En bíðum við, þarna vantaði eitt- hvað á öðrum fæti. Það vantaði aðra tána. „Ófær! Næsti!" Þegar móðir hans uppi á íslandi heyrði af þessu, gladdist hún mikið. Það var umbun fyrir grátinn og sársaukann þegar hann, ungur að árum, missti eina tá annars fótar. Þama slapp Lói fýrir hom og fór bráðlega heim, þar sem pabbi hans tók á móti honum við skipshiið með rauðan gæðingshest, sem hann gaf honum. Þegar liðnir vom fimm sólarhringar og ég dvalið á Kleifum í góðu yfirlæti, segir Stefán að liðnum degi, að nú verði ferðaveður á morgun, hann sé að ganga niður. Það fór eftir, veðrið var stómm betra morguninn eftir. Engin ofanhríð, loft skýjað en farmikið. Það var oft þetta einkennilega veðurlag, eftir svona norðanhríðar í Strandasýslu, þegar upp stytti. Það var kaldur norðan strengur, skóf við jörðu en fór ekki hátt. Skyggni ekki nema í meðallagi. Það hvíldi yfir hálfgerð móða, sem grisjaðist þegar frá leið, og þokubólstrar voru á stöku stað. Færi var betra en búast mátti við. Rokið hafði verið svo mikið að allan snjó reif burtu um leið, nema þar sem skjól vom. Stefán lét Lóa fylgja mér upp kleifamar, alla leið þangað sem hallar norður af. Þar stönsuðum við, því Lói ætlaði ekki lengra. Sem við erum þarna að horfa í vindinn, norður dal- inn, sjáum við þústu eina, sem virtist mjakast í suður- átt. Lói ákvað að bíða og hitta þessa menn. Þegar til kom voru þeir fjórir, og allir að leita, jafnvel dauðaleit, að mér, því svo vont sem veðrið var á Kleifum, þá var það hálfu verra fyrir norðan. Hefði ég farið af stað norð- ur fýrsta morguninn, sem ég gisti á Kleifum, hefði ég ekki sett þetta á blað. Ég var af einhverjum spurður hvað ég hefði gert ef ég hefði verið lagður af stað þegar hríðin brast á. Því er til að svara að hefði ég verið kominn upp í kleifamar, hefði ég snúið hestunum við undan veðrinu, skriðið á bak þeim gamla og látið hann um stefnu og átt, hallað mér fram og ríghaldið í faxið en að öðm leyti látið klár- inn ráða. Hinn hefði örugglega elt. Fyrir norðan beið fólkið með öndina í hálsinum, en yfir birti þegar til mannanna sást og að þeir vom einum fleiri en af stað fóm. Þegar þetta gerðist var ekki kominn sími nema á stöku bæi. T.d. var ekki sími á Kleifum, en í Gröf í Bitm var sími, svo hægt var að láta móður mína, sem vann á Hólmavík, vita. Nú var kátt í höllinni. Týndi sonurinn var kominn Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.