Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 48

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 48
6 ár. Eftir það rak hann þar stórt trésmíðaverkstæði uns hann varð yfirbyggingarmeistari borgarinnar. Kona Kristjáns var þýsk, eignuðust þau sjö börn, sem þau misstu í æsku og eina dóttur sem lifði. Krist- ján andaðist úr guluveikinni 6. febr- úar1874. í júlímánuði 1863, lögðu eftirtald- ir fjórir Þingeyingar af stað frá Ak- ureyri til Brasilíu: Jónas Hallgrímsson frá Víðikeri (f.28/1 1822), sem sendur var af Út- flutningsfélaginu, til þess að kanna þar aðstæður fyrir innflytjendur. Skrifaði hann mörg bréf, til Einars Ásmundssonar og Jakobs Hálfdán- arsonar, með lýsingu á staðháttum og möguleikum íslendinga til at- vinnu og landnáms í Paranáhéraði. Jónas var heilsuveill og flutti sig til heilsubótar niður á láglendið, þar sem hann lést úr guluveikinni 13. apríl 1870, í smábænum Antonía við Paranáguay-fjörðinn. Jónas Friðfinnsson Barddal, fæddur á Arndísarstöðum 1837. Kona Jónasar hét Anna Carina Lavalle. Hún var af þýskum ættum. Þau eignuðust 9 börn. Þau voru: Luisa Guðfinna María f. 21/6 1867 og María Teresía f.27/1 1870, þær dóu á fyrsta ári; Albert f. á hvítasunnumorgun 1868, lærði smíðar, var settur til mennta, varð prófessor í Curityba og kvæmtist þýskættaðri konu. Júlíus f.15/12 1869, smiður, kvæntist enskættaðri konu. Jóhann f.10/4 1871, smiður, flutti til Rio de Janeiro. Ernst Hermann, smiður; Jónas, smiður, flutti til Río de Jan- eiro; Valdemar, kennari; Jósep f.1889, skrifstofumaður. Árið 1923 voru Albert, Júlíus og Jónas allir á lífi. Jónas F. Barddal stofnaði tré- smíðaverkstæði í Curityba og veitti mörgum vinnu. Jafnframt stundaði hann búskap á jörð sinni. Hann efnaðist vel á smíðunum, seldi verk- Einar Ásmundsson, frumkvöðull Brasilíuferða. stæðið og keypti stóran búgarð og reisti kornmyllu og starfrækti um tíma. Reksturinn stóð ekki undir sér og tapaði hann aleigunni. Flutti hann þá aftur til Curityba og lagði stund á smíðar með sonum sínum. Vigfús Guðmundsson vert segir frá ferð sinni til Brasilíu árið 1957. Hann hitti Edgar Altos Barddal, læknanema í Curityba. Bróðir hans var þar einnig við læknisnám. Þeir eru synir stórbóndans og læknisins Alberts Barddal. Eru þeir afkom- endur landnemans Jónasar Barddal í beinan karllegg. Jón Einarsson fæddist í Álftagerði 10. ágúst 1813. Hann stundaði bú- skap á jörð sinni og undi vel hag sínum. En heilsan bilaði og hann andaðist eftir sex daga sjúkdóms- legu 12. maí, 1866. Jón Jónsson Ármann, f.1845. Hann var sonur Jóns Einarssonar. Hann vann búi föður síns, en við lát hanns réði hann sig í vegavinnu. Jón kvæntist 1869 konu af brasilísk- um og enskum ættum. Eignuðust þau tvö börn, en ekkert er um þau vitað. Jón andaðist 1880. Jakob Hálfdánarson, útflutningsstjóri. í bréfum sínum til Útflutningsfé- lagsins sögðu Jónas Hallgrímsson og Jónas Friðfinnsson kost og löst á landinu og hvöttu menn hvorki né löttu til farar. Útflutningstilraunin 1865 Þann 13. janúar 1865 fundaði að Ljósavatni hópur manna, sem fara vildu til Brasilíu. Skráðu sig þá 150 manns til fararinnar. Einar Ás- mundsson í Nesi lofaði að útvega þeim farið. Hugmyndin var að fá skip frá Noregi eða Hamborg og sigla beina leið frá íslandi til Brasil- íu. Ekki tókst að útvega skip til ferðar- innar og stóðu menn uppi staðfestu- lausir. Reyndu menn að komast yfir bújarðir eða eitthvert hæli til frambúðar fyrir fjölskyldur sínar og lentu sumir á vonarvöl. Jakob Hálfdánarson skýrir frá því 25. febrúar 1873, að 496 manns hafi afráðið Brasilíuför. Höfðu nöfh þeirra þegar verið send til konsúls Brasilíu í Kaupmannahöfn. Ákveð- ið var að velbúið seglskip kæmi til íslands eftir Brasilíuförunum, en síð- an kom sú breyting að ekki yrðu teknir nema 200 í þetta sinn. Þegar 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.