Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 55
vildi víst hafa þessar 50 krónur, sem
um var talað.
Þegar ég leit á blaðið þá sá ég þar
ýmislegt sem ég bjóst ekki við. Ég
hélt að ég ætti þessar 50 krónur
inni, en því var nú ekki að heilsa.
Samkvæmt reiningnum átti ég að-
eins eftir 10 krónur. Hér var ýmis-
legt tínt til og sumt all óvenjulegt.
Ekki var það tiltökumál þótt hestlán
kæmi hér við sögu. Sérstæðara var
með torfurnar, sem hann lánaði
mér á heyið. Þar stóð greinilega 12
torfur, hver á 15 aura = 1 króna og
50 aurar. Ég varð meira hissa en
reiður og spurði hann vort meining-
in væri að reikna svona. Hann
sagði:
„Ég hafði hugsað mér að reikna
þér allt sem ég gæti."
Við skildum svo með skömmum
og brigslyrðum á báða bóga. Það
síðasta sem ég sagði var eitthvað á
þá leið að líklega gæti ég aldrei
launað honum lítilmennsku hans,
nema mér tækist að gefa honum
nýtt nafn: „Torfu-Beggi."
Vitanlega er ég nú löngu búinn
að fyrirgefa honum og þetta er alls
ekki ritað hér til að sýna eða sanna
að hann hafi ekki haft neitt gott til.
Nú er mér ljóst að maðurinn var
sjúkur og að þessir skapsmunir
hans voru honum ekki sjálfráðir. En
það skildi ég ekki þegar ég var hjá
honum.
Sagan af viðskiptum mínum við
Björgúlf barst um alla sveitina og
var þá misjafnlega lögð út. En eitt
voru menn þó sammála um. Torfu-
leigan þótti einsdæmi um nirfils-
hátt.
Sumir höfðu þá skoðun á málinu
að ekki væri öll sökin hjá Björgúlfi,
ég væri sennilega nokkuð erfiður
unglingur.
Víðar en í einum stað heyrði ég
það að ég færi úr öskunni í eldinn
að fara að Snóksdal. Kristján, bónd-
inn þar, var orðinn aldraður. Hann
var af sumum talinn hranalegur,
ósanngjarn og öfgafullur. Heimilið
var fátæklegt og þrifnaður tæplega í
meðallagi. Ég hafði haft kynni af
Kristjáni frá barnæsku og alltaf fall-
ið hann vel í geð, þrátt fýrir hrana-
skapinn. Ég lét því allar hrakspár
sem vind um eyrun þjóta.
Ég kem til Kristjáns
Það mun hafa verið tveimur
árum síðar að ég kom til Kristjáns,
eftir að ég fór frá honum. Það var
viku fyrir réttir. Ég var þá í vega-
vinnu á Bröttubrekku. Ég fann það
strax þegar ég kom, að eitthvað
amaði að gamla manninum. Hann
var daufur, ekki eins hressilegur og
hann átti að sér að vera. Ekki spurði
ég hann þó að því hvað væri að. Ég
vissi af reynslu að hann var ekki
fyrir það að barma sér eða berja. Ég
leiddi talið að heyskapnum, hvernig
hann hefði gengið hjá honum um
sumarið. Kvað hann heyskapinn
hafa gengið vonum framar. En ekki
væri nú hægt að búast við miklu,
því ekki hefði verið fjölmennu liði á
að skipa, aðeins hann sjálfur, orð-
inn 71 árs að aldri og dóttir hans,
sem þar að auki varð að sinna hús-
verkum. Móðir hennar var svo lasin
að hún var til engra verka fær.
„Það er verst með bindingarnar,"
sagði Kristján.
Hann gat ekki bundið, var fatlað-
ur, hafði meiðst á fæti. Og nú fékk
hann engan til þess að binda fyrir
sig heyið, sem hann átti úti, en það
var töluvert.
Ekki bað hann mig samt að
hjálpa sér. En það fann ég, að
hann hafði af þessu þungar
áhyggjur. Ég varð gripinn ákafri
löngun til þess að hjálpa gamla
manninum. Mér fannst samskipti
okkar öll hafa verið á þann veg að
hann ætti það skilið af mér. En mér
var einnig ljóst að fjárhag hans var
þannig varið að óvíst væri hvort
hann hefði nokkra getu til þess að
borga mér. En ég var fjárþurfi, því
ég hafði ákveðið að fara í Laugar-
vatnsskóla.
Ég hugleiddi þetta um stund og
fannst það óbærilegt ef hann næði
ekki heyinu inn fyrir göngur og svo
færi að það hrektist og yrði hálf
ónýtt. Svo ég sagði við hann:
„Ætli ég reyni ekki að hjálpa þér
til þess að koma þessu heim."
Kristján ljómaði allur upp og leit
á mig þessu hvassa, starandi og
stingandi augnaráði, þagði litla
stund, en segir síðan:
„Þetta er eftir þér."
Ég var svo hjá honum alla vikuna
við það að koma heyinu heim og
búa um það.
Hann spurði mig síðan hvað
hann ætti að greiða mér fyrir hjálp-
ina, en lét þess jafnframt getið að
hann væri ekki svo staddur að hann
gæti borgað mér strax, því peninga
ætti hann ekki til.
Ég var seinn til svars, því mér varð
það á að hugsa til skólaveru minn-
ar og greiðslugetu, því fjarhagurinn
var ekki burðugur á þeim árum. Ég
sagði þó gamla manninum að ég
setti ekki neitt upp. Hann skyldi
hafa þetta fyrir gömul og góð
kynni.
Tár komu fram í augun á Krist-
jáni. Hann lagði hendurnar um
hálsinn á mér og sagði:
„Ég vona að guð gefi að þitt verði
ekki minna fyrir það, sem þú nú
hefur gert fyrir mig."
Ég tel nú að það hefði verið eitt-
hvert hið versta óhappaverk, sem ég
hefði gert í lífinu, ef ég hefði krafið
Kristján um greiðslu. Ég hefði iðrast
eftir það ævilangt. En það verður
alltaf bjart yfir viðskiptum okkar
Kristjáns og kynningu.
Leiðrétting
í grein minni um Flatey á
Breiðafirði, í maíhefti blaðsins á
þessu ári, varð misritun í setningu
um flutning prentsmiðjunnar í
Hrappsey en þar segir: „... sem
þekkt er vegna prentsmiðjunnar er
þangað var flutt úr Leirárgörð-
um..."
Svo sem kunnugt er, var prent-
smiðjan stofnuð í Hrappsey, og því
átti setningin að vera svona:
„...sem þekkt er vegna prent-
smiðjunnar er síðar fluttist í Leirár-
garða."
Virðingarfyllst,
Guðmundur Sæmundsson.
Heima er bezt 295