Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 60

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 60
grunn að nýju og náði þar sömu vinsældum og hún hafði hlotið fyrr. Þegar tímar liðu varð hún því bæði valdamikil og rík, svo að segja mátti að hún yrði eins konar sérstofnun í bænum. Það gengu um hana ýmsar sagnir og skrítlur, svo að hún varð brátt nokkurs konar þjóðsagnapersóna. Hún var furðuleg í ýmsum tiltektum sínum, að ekki sé sagt sérviskuleg, og oft harla lausmál, að ekki sé sagt klúr. Hún gerði það sem henni datt í hug án þess að spyrja aðra. Hún bölvaði eins og ölgerðarmaður og hafði hátt eins og liðþjálfi. Hún gat verið rausnarleg við þá sem unnu hjá henni, en einnig stundum svo nísk að það vakti undrun og umtal. Og svo hafði hún tamið sér ýmsar sérstæðar tómstundavenjur. Ein af þeim var páfagaukurinn Mefistó. Hún hafði fengið hann hjá drykkfelldum skipstjóra sem hún hafði oft verslað við og siglt hafði heilan mannsaldur til Austurlanda, en hafði nú lagt árar í bát vegna elli. Páfagaukurinn Mefistó hafði siglt á þessum leiðum alla sína ævi og hafði lært að segja mörg ljót orð á flestum tungum veraldar. En eftir að hann kom til Matthildar frænku, lærði hann brátt að tala norsku. Sæl, gamla hóra, skrækti hann þegar hann sá Línu litlu eða móður mína í dyrunum. - Og farið til fjand- ans, kurraði hann þegar við fómm. Lína litla tók þessu með kristilegri þolinmæði. Önnur tómstundavenja hennar var hundahald. Bolabítinn Neró, sem hún átti lengi, hafði hún erft eftir illgjaman deildarforingja sem verið hafði vinur föður hennar. Hundur þessi hlaut að hafa verið eitt af þeim viðbjóðslegustu dýmm sem til vom. Hann beit í allt og alla og einnig jafnvel stundum í matmóður sína. Hann lá á húsgögnum, stólum og legubekkjum, og skildi alls staðar eftir sig háraslóð. Á fjölskyldudögun- um, leiðinda samkomum, sem vom fjórum sinnum á ári, sat hann milli móður minnar og Matthildar frænku. Var Matthildi þó vel kunn- ugt um að móðir mín þoldi ekki hunda og var sárhrædd við þá, ekki síst bolabíta. Við sátum ávallt lengi við mat- borðið, hverjum rétti var ætlaður sinn ákveðni tími. Móðir mín lá alltaf í rúminu daginn eftir. Þriðja tómstundavenja hennar var vínkjallarinn. Matthildur frænka neytti ekki áfengis sjálf en byrjaði snemma að safna að sér ýmsum víntegundum. Systur hennar sögðu að hún hefði þegar byrjað á því sumarið eftir að ég fæddist. En enginn skyldi halda að hún hafi safnað víni sem unnið var úr krækiberjum, ribsi og rabarbara, eins og aðrar gamlar ungfrúr. Nei, það var nú eitthvað annað. Hún lagði allt kapp á að safna dýmstu og bestu vínum frá fjarlægum og framandi löndum. Það var kjaminn i vínkjallara hennar. Og hún naut þess innilega að ganga öðru hverju um víngeymslu sína, þar sem hin- um mörgu og dým tegundum var raðað í hillur á skipulegan hátt og virða fýrir sér hinar fögm umbúðir. Á þann hátt naut hún þess sem í flöskunum var. Öðm hverju leyfði hún mér að fara með sér niður í vínkjallarann og sýndi mér þennan uppáhaldsstað sinn. Þá tók hún fram ýmsar flöskur úr hillunum og gerði gælur við þær stundarkom, en aldrei opnaði hún neina þeirra. Með viðbjóðslegri gleði leiddi hún mig um þetta sæluríki sitt, sýndi mér þann drykk sem fjöld- inn kallar „heimsins mestu gleði og hamingju," og rak mig síðan út. Hún sagði: - Ég vil ekki bera ábyrgð á að þú drekkir þig í hel. Vafalaust var það réttilega mælt. Ef satt skal segja hafði uppeldi Frið- riks litla ekki tekist nógu vel. Þegar hann stækkaði varð hann bæði lat- ur og sérhlífinn. Hann kaus helst að gutla á gítar, með glasið nærri sér, og raula þunglyndislega söngva. Hann hafði framfæri sitt hjá móður sinni og Línu litlu og hneigðist sífellt meira og meira að drykkjuskap. Matthildur frænka hafði raunar á réttu að standa. Það var það gremju- legasta af öllu að hún hafði alltaf rétt fýrir sér. Það munaði eitt sinn minnstu að hann myrti hana niðri í vínkjallar- anum og drykki sig síðan strax í hel. Líklega var það aðeins ein hugsun sem kom í veg fýrir það: Hver veit nema það væri einmitt þetta, sem hún bjóst við af honum? Matthildur frænka varð ríkari og valdameiri með hverju árinu sem leið. Páfagaukurinn Mefistó varð sí- fellt orðljótari og bolabíturinn Neró sífellt illgjarnari gegn mönnum og málleysingjum. Lína litla, frænka mín, varð hins vegar sífellt kærleiksríkari í sam- skiptum sínum við hvern sem var og var alltaf að gera einhverjum marg- víslegan greiða án þess að hugsa nokkru sinni um endurgjald. Ég gekk eins og róni um götur og torg, og móðir mín varð sífellt óhamingjusamari. Og árin liðu hvert af öðru. Þá gerðist það furðulega dag einn að Matthildur frænka andaðist. Það varð þó alls ekki með hennar vilja. Hún spomaði gegn dauðanum af fremsta megni, eins lengi og hún gat. Hún fékk nægan tíma til að skrifa erfðaskrána. Svo vomm við ennþá einu sinni kölluð saman í stóm stofunni á heimili jokkums frænda. Auk okkar vom þar einnig þeir tveir sem nú til- heyrðu fjölskyldunni, páfagaukur- inn Mefistó og bolabíturinn Neró. Ég hafði hert mig upp fýrir fund- inn með því að hella í mig úr fjómm glösum. - Látið til ykkar heyra, herrar mín- ir, sagði ég við valdsmenn þá sem vom með erfðaskrána. - Við bíðum með eftirvæntingu að heyra með hvers konar djöfulshætti Matthildur frænka hefur úthlutað eignum sín- um. Lögfræðingurinn ræskti sig og las upp síðustu óskir Matthildar frænku. Þetta var sem næst því sem við höfðum gert ráð fýrir. Mestur hluti eigna hennar skyldi renna í sjóð, sem bæri nafn Jokkums afa og héldi minningu hans á lofti um aldir. Nafri hennar sjálfrar var ekki nefnt. 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.