Heima er bezt - 01.07.1999, Page 64
búnað, til þess að geta nóð og not-
að sér strax það fræðslu- og
skemmtiefni, sem vissa var fyrir að
þar yrði boðið og flutt. Nokkrir
núðu sér í tækin og annað sem til
þurfti með góðum fyrirvara, en aðr-
ir fóru sér rólega, flýttu sér hægt,
eins og stundum er sagt og oftast er
hyggilegt, og voru foreldrar mínir í
þeim hópi. En auðvitað voru þeir
dkveðnir í að fá sér tækið, áður en
útvarpssendingarnar byrjuðu.
Loks voru svo nokkur heimili í
sveitinni, sem sáu sér ekki fært að
kaupa tækin að svo stöddu vegna
kostnaðar. Menn höfðu almennt
ekki úr miklu að spila á þessum
árum, því að mikil viðskiptakreppa
var þá í landinu. Aðalafurðir bænd-
anna í minni sýslu, lambakjötið,
seldist þau ár á lægra verði en
nokkru sinni fyrr, eða 7 til 9 krónur
lambið til jafnaðar. Tækin voru líka
að sjálfsögðu töluvert dýr og auk
þeirra þurfti að kaupa allháa loft-
netsstöng, sem var grannur trjá-
stofn, langt loftnet, en það var
margþættur málmþráður, og loks
tvær sýrurafhlöður til skipta.
En fólkinu á þeim heimilum var
strax boðið að hlusta hjá næsta ná-
granna og það notuðu flestir sér frá
þessum heimilum, á meðan tækið
var ekki fyrir hendi.
Það er gaman að geta sagt hér og
fullyrt í þessu sambandi, að ég
minnist ekki, á meðan ég var
heima, að það hafi nokkru sinni
borið á nágrannakrit eða óvild á
milli heimila í sveitinni minni. í
þessum hópi ríkti eingöngu vinátta
og gagnkvæm hjálpsemi, hvenær
sem á þurfti að halda.
En nú var kominn desember, og
það leið því óðum að stundinni
stóru, þegar útvarpa skyldi fyrstu
dagskránni um land allt.
Nokkru áður en foreldrar mínir
ætluðu að kaupa útvarpstækið og
það, sem því fylgdi, gerðust á heim-
ili okkar mikil og óvænt tíðindi, sem
nú verður sagt frá með nokkrum
orðum.
Rannveig, elsta systir mín, var bú-
sett á Kópaskeri, gift Birni Kristjáns-
syni kaupfélagsstjóra og síðar al-
þingismanni, athafnasömum og
virtum héraðshöfðingja.
Um þetta leyti hringja þau hjón
til foreldra minna, eins og þau
raunar gerðu oft, og segjast hafa
ákveðið að gefa þeim útvarpstæki
og það sem því fylgi. Þau hafi lengi
haft í huga að senda þeim í þakkar-
skyni eitthvað, sem þeim kæmi vel,
og hefði komið saman um að þetta
tæki, sem allir vildu nú eignast á
þessum tímamótum, ætti vel við og
mundi gleðja þau. Mætti þá líka líta
á það sem jólagjöf þeirra að þessu
sinni. Nú þyrftu þeir bara að láta
sækja tækið sem fyrst og það, sem
því fylgdi, svo að hægt væri að
koma því vel fyrir og njóta þess,
þegar útvarpssendingamar byrjuðu.
Mágur minn taldi að best yrði að
flytja gjöfina á kerm með lang-
grind, því að þótt tækið væri hvorki
stórt né þungt, fýlgdi því bæði tölu-
vert löng útvarpsstöng og tvær all-
þungar sýrurafhlöður.
Eins og nærri má geta urðu for-
eldrar mínir bæði undrandi og glað-
ir að heyra þetta, og auðvitað þáðu
þeir með þökkum þessa óvnæntu og
góðu gjöf.
(Ég set hér í svigum nokkur orð til
skýringar á tækinu langgrind, sem
óvíst er að ljóst sé í hugum margra
nú á dögum. Langgrind nefndist
löng trjágrind, sem faðir minn
smíðaði á kerruhjól og var mikið
þarfaþing til ýmissa flutninga, ekki
síst á þurm heyi á sumrin. Við kom-
um fimm stórum böggum í einu á
grindina og var þetta miklu þægi-
legra en að flytja heyið á klökkum.)
Næst var þá framundan að sækja
þetta eftirsótta undratæki. Það átti
raunar ekki að vera neitt vanda-
mál, því að við þurftum oft að fara
til Kópaskers, ýmist á sjó eða landi.
Aðalatriðið var að hitta á gott veð-
ur.
Annars er þetta töluvert löng leið
milli Skóga og Kópaskers, tæpast
skemmri en 18 kólómetrar og oft
mikil torfæra á leiðinni. Það er fljót-
ið Bmnná, sem var hinn versti far-
artálmi, bæði breið og vatnsmikil,
þegar vöxtur var í henni. Þá þurfti
að fara yfir hana á pramma, eins
og sú bátskæna var kölluð, og láta
hestana synda yfir. Væri hins vegar
enginn vöxtur í ánni, var auðvelt
að ríða hana, og stundum mátti þá
líka aka yfir hana á kerrn á vissu
vaði með því að kanna botninn
áður.
Þennan vetur var ég 18 ára gam-
all snáði, sem las heima 1. bekk
Gagnfræðaskólans á Akureyri með
leiðsögn séra Páls Þorleifssonar, sem
var nýlega tekinn við Skinnastaða-
prestakalli, en bjó þann vetur á
Bakka, næsta bæ vestan við Skóga, í
fimm kílómetra fjarlægð. Þangað
gengum við oftast daglega, tveir
frændur og vinir, þegar gott var veð-
ur.
Flutningsmálin réðust þannig að
foreldrar mínir báðu mig, sem þótti
röskur unglingur, að fara þessa ferð
og sækja töfratækið. Ég lét áreiðan-
lega ekki ganga lengi eftir mér og
var strax fús til þess, taldi að ég
myndi fljótt geta unnið upp
námstapið. Ég man enn glöggt að
ég hlakaði til þessarar tilbreytingar,
hlakkaði til að hitta systur mína og
mág og ýmsa fleiri, og hlakkaði til
að skoða söluvarninginn í verslun-
inni, sem var sú eina í þremur nær-
liggjandi sveitum.
Þetta mun hafa verið í lok fyrstu
viku í desember, þítt þessa daga og
snjólaust að kalla. Veður var því
eins hagstætt á þessum tíma og
hugsast gat. Töldum við því einboð-
ið að ljúka strax við að sækja tækið,
því að á þessum tíma skipast veður
oft skjótt í lofti.
Og einn þennan blessaða skamm-
degisdag, tímanlega, var ferðin ráð-
in og undirbúin. Ég var drifinn í
hlýjustu vetrarfötin því að gert var
ráð fýrir að ég sæti lengst af á
kerrunni. Sjálfur var ég ákveðinn í
að ganga alltaf öðru hverju til að
halda á mér hita, og gat þá fækkað
fötum eftir því sem henta þótti.
Langi-Jarpur, einn allra traustasti
og besti dráttarklárinn okkar, sem
ég hafði miklar mætur á, var
spenntur fyrir langgrindina og síð-
an lagt af stað, nokkru fyrir hádeg-
ið, með góðum ráðleggingum og
fyrirbænum foreldra minna.
304 Heima er bezt