Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 67

Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 67
Ingibjörg Framhaldssagan Sigurðardóttir: O, jæja, alla leið frá Reykjavík. Sú var tíðin í búskap okkar föður þíns, að sama kaupakonan kom hingað ár eftir ár, en nú orðið birtist ný kaupakona á hverju sumri, hér á Lyngheiði." „Já, mamma, flest breytist í tím- anna rás, þannig er framvinda lífs- ins," svarar Matthías, og vill sýni- lega binda endi á þessar umræður. „Satt er það, en því miður breytist ekki allt til batnaðar, Matthías minn," segir gamla konan, og rís frá borðum. Hún þakkar fyrir mat- inn, og hverfur inn í baðstofuna. Ástríður horfir svipþung á eftir tengdamóður sinni. Alltaf er þessi kerling við sama heygarðshomið, hugsar hún gremjulega. í hennar búskap á allt að hafa verið með ein- stökum myndarbrag, hjúasæld mik- il, og smjör dropið af hverju strái. En eftir að hún hætti að ráða hér ríkjum finnst henni flest hafa snúist til öfugrar áttar, þannig hefur Frið- gerður látið dæluna ganga, frá því að hún giftist syni hennar, og settist hér í húsfreyju sætið. Ástríður kímir. Sú gamla ætlaði víst annari en henni það sæti. En hún fór með sig- ur af hólmi í þeirri glímu, og hefur í hyggju að halda áfram sinni sigur- göngu, hvað sem tengdamóðirin ályktar um fortíð og nútíð. Borð- haldinu er lokið. Ástríður snýr sér að Hugborgu. „Þú rýmir borðið, Hugborg, og þværð upp," segir hún í skipunar- tón. „Að því loknu segi ég þér, hvað þú átt að gera næst." Telpan kinkar aðeins kolli, og tek- ur þegar til starfa. En Pétur Geir get- ur ekki orða bundist. „Hvenær renn- ur svo upp sunnudagsfríið hennar Hugborgar, mamma?" spyr hann einarðlega. „Haf þú engar áhyggjur af því, drengur, þetta er fyrir utan þinn verkahring. Ég stjórna vinnutíma hennar, og líka frístundum," svarar Ástríður þykkjuþung. „Við skulum koma út, Pétur Geir, og huga að þessu, sem ég var að nefna við þig áðan," grípur Matthí- as fram í. „Svo hvílum við okkur öll eftir miðdaginn." Pétur Geir snýr á brott með föður sínum. En honum svellur móður í brjósti, kenndir, sem hann hefur ekki áður þekkt. Hann ætlar að vemda Hugborgu þetta einstæð- ingsbam, sem hún vissulega er á þessum stað, vemda hana fýrir rangsleitni og ójöfnuði, og hann skal koma því á hreint, hvað sem það kostar, að hún fái sitt réttmæta sunnudagsfrí, á meðan hún er í vinnumennsku hér á Lyngheiði. Morgundýrðin minnist við sóleyj- ar í varpa, og bláfjólur á engi. Ný vinnuvika er hafin. Feðgarnir á Lyngheiði söðla tvo gæðinga út á hlaðinu, á þann þriðja ætla þeir að leggja reiðing, hann á að bera far- angur kaupakonunnar, ásamt kaupstaðarvarningi. Pétur Geir er senn á förum inn á Brimnes, í er- indagjörðum fýrir föður sinn. Matthías segir syni sínum í hvaða húsi kaupakonan bíði þess að verða sótt, svo bætir hann við smá kíminn á svip. „Við verðum vonandi heppnir feðgamir, og fáum dugmikla, fjall- myrjdarlega Reykjavíkurmey í hey- skapinn með okkur, en ég hef ekki fyrr í mínum búskap ráðið til mín reykvíska kaupakonu." „Hefurðu ekki alltaf verið hepp- inn með kaupakonur, pabbi," svar- ar Pétur Geir. „Frá því að ég man Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.