Heima er bezt - 01.07.1999, Page 68
fyrst eftir mér hafa þetta verið dugn-
aðar, og ágætisstúlkur, og því skyldi
lánið ekki enn sem fyrr leika við þig
í þesskonar kvennamálum. Að
minnsta kosti varstu heppinn í vor,
þegar þú réðir Hugborgu hingað til
starfa. Hún gefur þeim fullorðnu lít-
ið eftir sýnist mér."
„Já, telpan, hún er nú aðallega
hér til þess að hjálpa mömmu
þinni, snúast fyrir hana," ansar
Matthías, og spennir gjörðina á
reiðskjóta kaupakonunnar.
„Já, það leynir sér ekki hvert hlut-
verk hennar er, en ætli því fylgi
nokkuð minna álag en ganga að
útivinnu eins og heyskap," segir Pét-
ur Geir alvöruþungum rómi. „Þið
húsbændurnir ættuð að leggja
metnað í það, að gera vel við þetta
duglega og samviskusama hjú ykk-
ar, pabbi."
„Ætli við teljum okkur ekki gera
það, telpan fær fæði og fatnað eftir
því, sem hún þarf, og vinna hennar
er látin duga fyrir þessu," svarar
Matthías, og lítur eilítið undrandi á
son sinn. Hvað vakir fyrir drengn-
um?
„Já, pabbi að sjálfsögðu fær hún
mat og einhvern fatnað," samsinnir
Pétur Geir. „En bam, sem hefur orð-
ið að yfirgefa foreldra, systkini og
bernsku heimili, og fara til allra
ókunnugra á framandi stað, hlýtur
að hafa ríka þörf fyrir fleira en að-
eins brýnustu frumþarfir líkamans,
smá hlýju, upphyggju, kærleika.
Mér finnst mamma sýna Hugborgu
harla lítið af slíku, að minnsta kosti,
þegar ég sé til. Þessi endalausi, kaldi
skipunartónn, frá einu verki í ann-
að. Þettta getur ekki hafa farið
framhjá þér, pabbi," bætir hann
við.
„Mamma þín sér vel fyrir því, sem
okkur ber að veita krakkanum, en í
hvaða tóntegund hún segir telpunni
fýrir verkum, hef ég ekki hlustað eft-
ir sérstaklega. Fari þessi raddbeiting
móður þinnar, sem þú talar um,
eitthvað illa fyrir brjóstið á þér eða
öðrum, þá er ég sennilega sökudólg-
urinn. Ég hitti Davíð föður telpunn-
ar af tilviljun í vor út á Drangalóni,
og við tókum tal saman. Uppúr því
samtali ákvað ég, án vilja og vit-
undar móður þinnar, að taka dóttur
hans inn á heimili mitt. Ég hafði
lengi beðið eftir því að geta sýnt
þessum manni í verki smá þakklæt-
isvott, fýrir ógleymanlegt dreng-
skaparbragð hans við mig á ung-
lingsárum mínum, og þarna var
það komið upp í hendurnar á mér,
og þetta var fastmælum bundið,"
svarar Matthías , og festir klifber-
ann á reiðingshestinn.
„Hvaða drengskaparbragð var
þetta, pabbi?" spyr Pétur Geir, og
leynir ekki forvitni sinni."
„Það skal ég segja þér seinna í
góðu tómi,en nú er ekki tími til að
ræða þau mál frekar, hestarnir bíða
óþreyjufullir eftir því að komast af
stað," svarar Matthías.
„Ég er líka tilbúinn," segir Pétur
Geir, og snarast á bak. Hann kastar
kveðju á föður sinn, og ríður greitt
úr hlaði. Matthías stendur nokkur
andartök kyrr á hlaðinu, og horfir á
eftir syni sínum, þar sem hann
skeiðar niður heimtröðina. Já, víst á
hann glæsilegan son, og fallega sit-
ur hann gæðinginn, en Pétur Geir er
honum stundum ráðgáta. Matthías
varpar öndinni, og gengur til sinna
starfa.
Degi er tekið að halla. Pétur Geir,
og nýja kaupakonan ríða í hlað á
Lyngheiði. Hjónin koma saman út
á hlaðið til þess að heilsa nýju
kaupakonunni, og bjóða hana vel-
komna. Stúlkan heitir Sesselja Kon-
ráðsdóttir. Hún er fremur lágvaxin,
en fríð sýnum, brosmild á svip, og
býður af sér góðan þokka. Margur
er knár, þó hann sé smár, hugsar
Matthías, um leið og hann þrýstir
hönd kaupakonunnar, honum líst
vel á stúlkuna. Eins fer um Ástríði.
Henni finnst einhver framandi blær
fylgja þessari Reykjavíkurstúlku,
sem snertir sveitakonuna þægilega
við fyrstu kynni. Húsfreyjan vísar
kaupakonunni að ganga inn í bæ-
inn, og þær hverfa af hlaðinu. En
feðgarnir losa farangurinn af burð-
arhestinum, og spretta af gæðing-
unum.
„Jæja, sonur sæll," segir Matthías
léttum rómi. „Sýnist þér ekki hafa
tekist vel til með valið á kaupakon-
unni okkar?"
„Ég hef ekki lagt neitt mat á það,
pabbi," svarar Pétur Geir hlutlausri
röddu.
„Ertu ekki alltaf heppinn með
starfsfólk?"
„Ó, jú víst má með sanni segja að
ég hafi verið það. Eins vona ég að
verði með þig, góði minn, þegar þú
ert tekinn við óðali feðra þinna,"
segir Matthías, og lítur broshýr til
sonar síns.
„Er nú ekki einum of snemmt, að
fara að spá í minn búskap. Hvar og
hvernig hann verður? Ef til vill legg
ég annað gildismat á hlutina en þú
gerir, pabbi," svarar Pétur Geir
festulega.
„Það má vel vera, en hvað sem
því líður, bind ég þær vonir við þig,
einkason minn, að þú takir við af
mér hér á Lyngheiði, og til þess er
ég að mennta þig, Pétur Geir," segir
Matthías, og broshýran er horfin úr
svip hans.
„Þú villt vonandi að menntunin
komi mér til góða, hvar sem ég festi
rætur. En eigum við ekki nú um
stundir, að láta það nægja, að líta
til nánustu framtíðar?" svarar Pétur
Geir, honum þykir nóg komið af
þessum vangaveltum.
„O, það skemmir engan drengur
að líta ögn lengri, en rétt niður fýrir
tærnar á sér," ansar Matthías í föð-
urlegum tón, og fellir talið.
Hestamir eru lausir við klafa sína.
Pétur Geir teymir þá niður fýrir tún-
garðinn, og sleppir þeim í haga.
Matthías tekur farangur kaupakon-
unnar, og ber hann inn í bæinn.
Hann er ekki sem best ánægður
með svör sonar síns áðan. Er eitt-
hvað spánýtt að brjótast um í koll-
inum á drengnum? Vonandi eru
það einungis marklitlir draumórar
æskumannsins , sem koma og fara,
hugsar hann, en þó...
í sömu andrá og Matthías kemur
inn í bæinn með farangur kaupa-
konunnar, geysist Ástríður til móts
við hann.
„Þú ferð með farangur stúlkunnar
upp í kaupakonuherbergið á fram-
308 Heima er bezt