Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 70
Kaupakonan rís þegar úr sæti, og
réttir Friðgerði höndina. „Komdu
sæl, Sesselja Konnrúðsdóttir heiti ég,
kölluð Setta."
Friðgerður tekur hlýtt í hönd nýju
kaupakonunnar. „Sæl, stúlka mín,"
segir hún vingjarnlega. „Velkomin
að Lyngheiði."
„Þakka þér fýrir," svarar Setta
glöðum rómi, og brosir til Friðgerð-
ar. Þetta er gæðaleg gömul kona,
hugsar hún, og sest að nýju. Ástríð-
ur býður fólkinu að gjöra svo vel og
taka til matar. Matthías, Setta og
Friðgerður byrja þegar múltíðina,
en Pétur Geir situr aðgerðalaus.
Hann ætlar að bíða þess, að snún-
ingshljóð skilvindunnar deyji út
fram í búrinu, og Hugborg mæti við
matborðið, með þeim hinum. Brútt
þagnar skilvindan, Hugborg kemur
inn í eldhúsið, og sest í sæti sitt við
borðið. Pétur Geir lætur hana fyrst
taka sér mat á diskinn, svo byrjar
hann sjúlfur móltíðina, síðastur
allra. Þetta fer ekki fram hjá móður
hans. Hverskonar vitleysa er hlaup-
in í drenginn, hugsar hún gremju-
lega. Gat hann ekki byrjað að
borða, þó stelpan væri fram í búri,
að skilja mjólkina. Það hefur ef til
vill verið siður á skólasetrinu, að
hefja ekki máltíð fýrr en allir væru
mættir til borðs, og hann tileinkað
sér þann sið svona rækilega. Hann
breittist óneitanlega að ýmsu leiti
þennan vetur sinn í búnaðarskólan-
um, og þetta er trúlega eitt af
menningarstraumunum þaðan.
Hvað ætti það að geta verið annað?
Máltíðinni er lokið. Ástríður rís fýrst
frá borðum.
„Verði ykkur að góðu," segir hún
virðuleg í fasi. Svo snýr hún sér að
Hugborgu og skiptir yfir í sinn kalda
skipunartón.
„Þú rýmir matborðið, Hugborg og
þværð upp, mundu eftir að þvo skil-
vinduna."
En áður en telpan nær að svara
nokkru grípur Setta fram í. „Ég skal
hjálpa Hugborgu."
„Þess gerist ekki þörf," ansar
Ástríður að bragði. „Þetta er hennar
verk. Þú hlítur að vera þreytt, stúlka
eftir ferðalagið."
„Þreytt!, nei ekki vitund, leiðin er
ekki svo löng frá Brimnesi og hing-
að," svarar Setta léttum rómi, og rís
úr sæti. „Ég er vön að vinna á veit-
ingastað, í eldhúsi, og uppþvottur
verið mitt aðalstarf, svo ég ætti að
kunna handtökin"
„Ég efast ekki um kunnáttu þína,
en þetta er hreinn óþarfi. Þú ert ráð-
in hingað í heyvinnu, en ekki til
eldhússtarfa," segir Ástríður, og örl-
ar á þótta í rödd hennar.
Friðgerður lítur til Settu. „Jæja,
stúlka mín." segir hún glaðlega. „Þú
ert viljug til verka, heyri ég, þann
góða mannkost ættu allir að kunna
að meta." Að því mæltu þakkar
gamla konan fyrir matinn og hverf-
ur til baðstofu.
Ástríður sendir óhýrt auga til bað-
stofudyranna sem eru í þann mund
að lokast að baki tengdamóður
hennar. Eins og vant er þurfti þessi
kerling að sletta sér fram í það, sem
henni kom ekkert við, hugsar hún
gremjulega.
En Matthías svarar síðustu orðum
móður sinnar. „Jú, víst kunnum við
öll að meta starfsfúsar hendur," seg-
ir hann hress í bragði. Svo snýr
hann sér að konu sinni. „Þú þiggur
það, Ástríður að Sesselja rétti þér og
telpunni hjálparhönd, þegar slíkt er
í boði. Margar hendur vinna létt
verk."
Ástríður svarar ekki að bragði, en
henni sýnist vænlegast að slá und-
an í þetta skipti. Hún vill síður falla
í áliti hjá ókunnugri stúlku, fyrir
þessar sakir. „Því skyldi ég neita
því," ansar hún hvatlega. „En mér
finnst hreinasti óþarfi að níðast á
kaupakonunni, svona fyrsta kvöldið
hennar í vistinni hérna, slíkt hefur
ekki verið siður í mínum búskap á
þessum bæ," bætir hún við, og stik-
ar hnarrreist ffarn í búrið. í innsta
sálarkima veit hún, að ástæðan var
einungis sú, að henni fannst Hug-
borg ekkert of góð til þess að ljúka
sínu dagsverki eins og venjulega, án
íhlutunar annara, og það skal hún
fá að gera í framtíðinni, hvað sem
allri hjálpfýsi líður, hugsar húsfreyj-
an, blinduð í sjálfglöðum valda-
hroka.
Pétur Geir hefur fylgst grant með
orðaskiptum fólksins, og ekki séð
ástæðu til þess að blanda sér í þau,
en hann brosir þakklátur til Settu
um leið og hann gengur á brott úr
eldhúsinu, ásamt föður sínum, og
það fer ekki framhjá kaupakon-
unni.
Setta og Hugborg taka rösklega til
starfa. Þær eru fljótar að rýma mat-
borðið, þvo ílátin, og ganga á hefð-
bundinn hátt frá öllu í eldhúsinu.
Þeim lætur vel að vinna saman. Þar
sem húsfreyjan hefur ekki sagt Hug-
borgu frekar fyrir verkum á þessu
kvöldi, og æði langur vinnudagur
að baki, fýlgir hún Settu upp í her-
bergi þeirra, og tekur á sig náðir.
Setta hefur í hyggju fýrir svefninn,
að spyrja herbergisfélaga sinn um
sitthvað, sem við kemur heimilis-
fólkinu á bænum og háttum þess.
En Hugborg hefur ekki fyrr lagt höf-
uðið á koddann, en hún andar í
djúpum svefni.
„Aumingja telpan," hugsar Setta,
„sú hefur verið orðin þreytt. Skyldi
hún vera vandalaust tökubarn á
þessu höfuðbóli?"
Setta stígur upp í rekkjuna. Hún
hefur aldrei fyrr gist sveitabæ, og
finnur að hún muni ekki geta sofn-
að strax í þessu nýja umhverfi. Hún
hagræðir sér í hvílunni, og horfir út
í bjarta sumarnóttina. Kyrrðin er
óendanlega djúp og friðsæl, og
ungu borgarstúlkunni eilítið fram-
andi. Henni finnst útsýni hér á
Lyngheiði einkar fagurt, og henni
lýst vel á heimilisfólkið upp til
hópa. Þó rennir hana í grun að hús-
freyjan kunni að vera dálítið stórlát
að eðlisfari. En hún Setta litla
Konna kvíðir því ekki, hún er ver-
aldarvön. Hún varð, næstum á
bamsaldri, að yfirgefa æskuheimili
sitt og fara í vistir hjá vandalaus-
um, lenti meðal annars hjá stórlát-
um húsfreyjum, sem litu niður á
hana, vinnukonuna. En hún fann
fljótt ráð við slíku. Hún sneri stæri-
læti þeirra upp í glens og grín, og í
daglegri umgengni lét hún eins og
um jafhinga væri að ræða, þó með
tilhlýðilegri virðingu fyrir stöðu
310 Heima er bezt