Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 12
ÆSKAN
^mJmJmJm^^^JmJ^^^JmJmJmJwJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJ* •£♦•£«•£♦•$•♦£♦•$♦«£♦•£♦♦£•♦$♦•£♦♦£•♦£• •^••^♦•^♦♦J* •£♦♦£♦•
verðinn, en þutu undir eins út í myrkrið og hvassviðr-
ið og héldu til verksmiðjunnar.
Að klukkutíma liðnum voru þeir komnir aftur og
komu nú akandi með Blakk spenntan fyrir vagninn.
Höfðu Jjeir fengið hann lánaðan hjá skrifstofufólkinu.
Síðan höfðu þeir komið við í húsunum og látið vita, að
þeir ætluðu upp að Króki að finna Kaldór og boðizt til
að taka böggla með, ef einhver vildi senda.
Klukkan hálf níu var allt tilbúið. Bögglar komu úr
öllum áttum heim til Karls. Önnum kafnar húsmæður
flykktust utanum vagninn. Þær voru allar glaðar yfir því
að fá ferð upp að Króki, því að enginn annar hafði
tíma til að fara. Kaldór var vanur að koma niður eftir
fjórtánda hvern dag, en nú mundu allir eftir því, að það
var lengra síðan en venjulega, að hann hafði komið. Hann
var orðinn gamall nú — vesalingurinn.
Karl og Fritz sitja nú ferðbúnir í vagninum. Þeir vilja
ekki þiggja ábreiðuna, sem einhver leggur yfir hné þeirra.
Þeir segjast vera svo vel klæddir í skinnvestum og skíða-
fötum. — Við gætum ekið alla leið til Norðurlieimskauts-
ins, segja þeir.
Loksins láta þeir þó til leiðast að þiggja ábreiðuna.
Konurnar eru allar svo ákafar og vilja ekki láta undan.
— Blessaðir drengirnir, segja þær. — Þetta var gott.
Það er ekki svo gaman að aka í þessu leiða veðri. Þið
skuluð taka með ykkur ljósker líka — það dimmir svo
fljótt. Þetta eru duglegir drengir!
Nú veifar Karl keyrinu, og Blakkur fer af stað. — Ver-
ið þið blessaðir og gangi ykkur vel, hrópa allir einum
rómi. Við biðjum að lieilsa og óskum Kaldóri gleðilegra
jóla. Farið varlega, drengir!
En það var alveg óþarfi að áminna þá um að aka var-
lega, því að Blakkur var traustasti hesturinn, sem til var
við verksmiðjuna. Karl þurfti ekki nema rétt að taka í
taumana, er þeir komu að krossgötum eða liliðarstígum.
Það var hvassviðri og gekk á með skúrum, en jólagest-
unum báðum leið ágætlega undir ábreiðunni sinni. Þeim
fannst þetta vera farið að verða dálítið jólalegt allt
saman, enda þótt þeir væru á ferð í hestvagni.
Og síðan — meðan þeir aka liina löngu leið upp að
Króki — fer Karl að segja frænda sínum sögu Kaldórs í
Króki, sem þeir ætla að heimsækja.
Hann býr í bragga þarna uppfrá, sem stendur þar enn-
þá frá þeim tíma, er Króksnámurnar voru starfræktar.
Hann hefur fengið leyfi liéraðsbúa til að búa þar. Eigin-
lega átti að rífa þetta hús, en þeir láta það standa. Allir
kenna í brjósti um Kaldór, skilur þú — og öllum er vel
við hann. Hann sér um sig sjálfur, enda þótt hann hafi
orðið fyrir þyngstu sorg, sem liægt er að hugsa sér. Síð-
an eru liðin fjöldamörg ár — víst yfir 30, en hann getur
ekki gleymt því.
— Hvað var það þá, sem fyrir hann kom? spyr Fritz al-
varlegur í bragði.
— Hann — nei, ég verð fyrst að segja þér, að hann var
veiðimaður. Hann átti litla jörð í Austurdal, en jafnframt
var hann bjarnar- og elgsdýraskytta. Ég veit ekki, hve
mörg stór dýr hann hefur að velli lagt, bæði skógar-
birni og önnur. Hann var landskunnur, honum geig-
aði aldrei skot, en hitti ávallt í mark, skilurðu. Það var
því eftirsóknarvert fyrir alla veiðintenn að fá hann, þenn-
an mikla veiðigarp, með sér.
Halldór átti einn son, sem Árni hét, og móðirin dó
meðan Árni var lítill. Kaldór langaði til að eitthvað yrði
úr syni sínum og gerði það, sem liann gat, til þess að
koma honum til manns og kostaði hann í skóla. Árni
var því ekki heima nema í skólafríunum. Hann bjó hjá
frænku sinni í Kristjaníu, eins og liöfuðborgin liét í þá
daga. Hún var þá ekki kölluð Osló.
Svo var það sumarið áður en Árni átti að byrja í
Menntaskólanum. Hann hafði fengið bezta vitnisburð við
prófið í Miðskólanum og með prófeinkunn sína ætlaði
hann að fara lieim í sumarleyfi. Hann var 16 ára gamall
— eins og þú og ég erum núna, já, það var svo líkt og
hjá okkur, Fritz, því að hann hafði líka vin sinn með
sér.
Og svo stakk Árni upp á, að þeir skyldu fara gang-
andi. Það var svo algengt í þá daga að fara gönguferðir.
Þeir fóru með járnbrautarlest nokkuð af leiðinni, en
stigu síðan af henni og gengu þjóðveginn, þrömmuðu af
stað með malpoka á baki. Áttavita höfðu þeir einnig, og
hér og þar spurðu þeir til vegar og styttu sér leiðir með
því að ganga skógarstíga.
Þetta var auðvitað ljómandi skennntilegt upphaf á
sumarleyfi. Næturgistingu fengu þeir í kofum og húsum
eftir ástæðum. Veður var gott og allt í bezta lagi.
188