Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 36

Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 36
ÆSKAN ★ ★ ★ ★ ★ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ TDRZflN í ár eru liðin 4fi ár frá ]>ví að fyrsta ævintýrabókin um Tarzan kom út í Banda- ríkjunum, og 42 ár frá j>ví að fyrsta Tarz- an kvikmyndin var sýnd. Fýrsti kvikmynda-Tarzaninn liét Elmo Lincoln, mikiil kraftajötunn, sem vann sér j>að meðal annars til frægðar að drepa óvart ljón, j>egar verið var að taka fyrstu kvikmynd hans. Á j>essum 42 árum hafa fjölmargir menn farið með hlutverk Tarzans. Sumir hafa aðeins enzt 1 nokkur ár, aðrir iengur, en sá sem lengsl i.c.'jr glímt við tígrisdýrin og krókódílana er lohnny Weissmiiller. Hann lék Tarzan í 16 ár, í 12 kvikmyndum, og hætti árið 195f>, af )>ví að iiann var orðinn ailt of feitur. Sennilega hefur engum leikara til þessa tekizt að ná eins miklum vinsældum í þessu hlutverki eins og Joiinny Weiss- miilier. Hann var aldrei mikill leikari, en hann var mikill vexti, og iionum tókst vel að sýna hörnum og unglingum hve sterkur cg sfór Tarzán var. ÁSur en hann hóf leikarastarf sitt var hann mikill sundmað- ur, átti meira að segja sundmet i Banda- rikjunum, og var )>ví enginn viðvaningur i vatninu, enda kom ]>að sér vel, ]>ví oft þurfti hann að taka á, þegar krókódílarnir ætluðu að krækja í hann. Aðal Tarzan-ieikarinn ei' nú Gordon Seott, Bandaríkjamaður af þýzkum og sænskum ættum. Hinn eiginlegi höfundur Tarzans er bandaríski rithöfundurinn Edgar Rice Bur- roughs. Hann skrifaði fyrstu bókina, þegar hann var 33 ára. Edgar var orði'nn hálf örvæntingarfullur, leiddist allt, sem hann tók sér fyrir hendur, og var orðinn úr- kula vonar um að komast nokkru sinni á rétta liillu í lífinu. Eitt sinn settist hann niður og hyrjaði að skrifa skógarævintýri. Hann ætlaði líka að vita, livort hann gæti orðið rithöfundur. Þessi fyrsta saga hans fjallaði um ensk hjón, sem fóru til Vestur-Afríku með ung- an son sinn. Gorilluapar urðu hjónunum að hana, en tóku litla drenginn og ólst hann upp meðal apanna. har var komrnn Tarzan apahróðir. Þessi fyrsta hók naut slikra vinsælda, að Burroughs, sem hafði gaman af að skrifa og var hugmyndaríkur og skemmtilegur sögumaður, skrifaði aðra hók og hélt þannig áfram þar til liann lézt árið 1950. Alls voru Tarzanbækurnar þýddar á 56 tungumál og lrafa nú verið gefnar út i meira en 26 milljónum eintaka. Skömmu fyrir andlátið auðnaðist Bur- roughs að ferðast til Afríku. Hann hafði aldrei séð þetta leyndardómsfulla land frumskógarins og villidýranna, land Tarz- aris — en á skrifum sínum auðgaðist hann það vel, að hann gat látið eftir sér að taka sér þessa ferð á hendur •— og hlakkaði mikið tih Gordon Scott. En Burroughs varð fyrir miklum von- hrigðum, honum fannst lítið koma til Afríku og frumskóganna. Hann sagði, að „hans“ Afríka, sú Afríka, sem hann hafði lýst í hókum sínum, væri miklu fallegri, skemmtilegri og töfrafyllri en hin raun- verulega Afríka, jafnvel hefði tekizt að skapa í Hollywood miklu fegurri Afríku. Trúlegt er, að Tarzan eigi eftir að lil'a mörg ár enn, og verði alltaf jafn heillandi, þótt uppáhaldshetjur barna og unglinga á hinu hvíta tjaldi kvikmyndahúsanna verði sennilega í framtíðinni geimfarar og aðrir tækninnar menn. Elmo Lincoln. Gene Polar. James H. l’ierce. Frank Merrill. Glenn Morris. Johnny WeissmiiIIer. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.