Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 47
ÆSKAN
]árnsmiður fer í bæimt.
Halldór járnsmiður, en liann býr eins og
allir vita i einu útliverfi bæjarins, fór dag
nokkurn i síðastliðinni viku ýmissa erinda
til bæjarins. Þegar hann fór að lieiman
liafði hann aðeins kr. 100,00 i veskinu, en
þegar liann kom lieim aftur, hafði hann kr.
600,00.
Hann liafði keypt sér skó i miðbænum
og ýmislegt matarkyns á grænmetistorg-
inu. Hann hafði einnig farið til augnlækn-
is til rannsóknar. Þótt flestir járnsmiðir
fái úthorgað á föstudögum, ])á fær Halldór
samt sem áður útborgað á fimmtudögum,
og þá með hankaávísun. Eini bankinn i
þessum bæ er aðeins opinn á þriðjudög-
um, föstudögum og laugardögum. Augn-
læknirinn hefur ekki viðtalstima á laugar-
dögunt, og aldrei er neitt til sölu á græn-
metistorgmu á fimmtudögum og föstu-
dögum.
Hvaða dag fór Halldór járnsmiður til
hæjarins? Svar er að finna á bls. 224.
Einkennilegir náungar.
Þessir náungar, sem við sjáum hér á mynd-
inni, virðast í meira lagi einkennilegir tit
fótanna, þótt með gagnstæðu móti sé. En
sannleikurinn er sá, að þeir hafa nákvæm-
lega eins fætur og báða teinrétta. Þetta
getum við sannfærzt um með því að halda
blaðinu frá okkur í augnhæð.
Noimi
oé
María.
Nonni og Maria höfðu aldrei séð snjó.
Þau urðu steinliissa, þegar ])au vöknuðu
einn morgun og sáu, að jörðin var öll
þakin einliverju hvítu og injúku.
„Mamma! mamma!“ kölluðu þau livort
i kapp við annað. „Sjáðu! sjáðu! livað
rignt hefur mikilli bómull í nótt!“
Þau flýttu sér að klæða sig og hlaupa
út á flötina fyrir framan húsið. Svo tóku
]>au handfylli sína af „bómullinni". Hún
var mjúk og falleg. En hvað hún var köld!
Pahbi þeirra horfði á þau, þar sem þau
voru að leika sér. Hann sagði þeim, að
þetta væri ekki bómull, heldur væri það
snjór. Og liann sagði þeim, að snjórinn
mundi hverl'a aftur eftir svolitla stund.
Scinna um daginn fór mamnia þeirra
inn í svefnlierbergið, dró út kommóðu-
skúffu og ætlaði að ná í hreina svuntu
handa litlu stúlkunni. En hvað haldið þið,
að hún hafi fundið í skúffunni? Allir vasa-
klútarnir og hárborðarnir og svunturnar
voru rennandi blaut.
Hún skildi ekkert i þvi, livernig á þessu
gæti staðið. Hún fann það samt út nokkru
seinna.
Mariu litlu hafði dottið það i liug, að
heillaráð væri að safna saman nokkru af
snjónum áður en hann færi; henni þótti
hann svo ósköp fallegur, og pabbi liennar
hafði sagt að hann færi bráðum. Hún liafði
þvi fyllt allar kommóðuskúffurnar með
snjó.
Nú er Maria litla orðin vitrari; hún veit
l>að nú, að betra cr að hafa snjóinn úti cn
inni.
223